Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 18
LANDSLIÐSBÚNINGAR Á EM 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Adidas hannar lands- liðsbúning Wales. Búningurinn er ein- faldur með V-hálsmáli og Adidas-röndum á herðum. Wales Varabúningur ítalska landsliðs- ins er hannaður af Puma. Búningurinn er hvítur með bláum pólókraga og bláum lit við axlir. Í miðju er síðan röndum ítalska fánans komið fyrir. Ítalía Nútímaleg einföld hönnun einkennir landsliðsbúning Austurríkis frá Puma. Grafíkin á treyjunum er áhugaverð og ger- ir búninginn spennandi. Hvítar línur eru frá herðum og niður eftir ermum en þar er aust- urríska fánanum komið fyrir. Austurríki Þýski landsliðsbúning- urinn er klassískur. Hvít- ur og svartur eru einkenn- islitir búningsins sem kemur úr smiðju Adidas. Adidas- rendurnar eru meðfram síð- um. Á ermum er einnig að finna liti fánans. Þýskaland Klassísk og í senn nú- tímaleg hönnun ein- kennir sænsku lands- liðstreyjuna frá Adidas. Klassíkir litir Svíþjóðar, gulur og ljósblár, eru aðallitir bún- ingsins. Kragi og hefðbundnar Adidasrendur í ljósbláum lit. Svíþjóð Spænski landsliðsbúningurinn kemur úr smiðju Adidas, sem vinnur með hefðbundna liti og hönnun spænska landsliðs- ins. Adidas hefur síðan fært hinar hefðbundnu línur af ermunum nið- ur með síðum. Litum spænska fán- ans er komið fyrir í röndum á erm- unum. Einföld hönnun með áherslu á smáatriði. Spánn Vala Steinsdóttir segir hönnun fótbolta-búninga gríðarlega langt og flókiðferli. „Ég hætti hjá Nike í apríl 2014 og þá vorum við komin langt með að undirbúa búningana fyrir Evrópumótið 2016. Þar eru rosalega mörg lið þannig að það þarf að notast við ákveðna heildarhugmynd fyrir alla búningana. Þetta er yfir tveggja ára ferli sem fer í það að þróa efni, snið, hálsmál, frágang og finna nýjar leiðir enda er Nike í fararbroddi í nýjungum og fótbolti rosalega stór viðskiptaþáttur fyrir þá. Það er 150 manna teymi sem vinnur í kringum þetta fyrir öll liðin.“ Aðspurð hvernig sjálft ferlið gangi fyrir sig segir Vala aðalmálið vera að skilja klúbbana eða landsliðin í þessu tilviki. Þá hefst ákveðið ferli við að grípa anda liðsins, landsins og aðdáendanna og leiða inn í hönnunina í takt við strauma og stefnur Nike. Það er rætt við alla sem koma að klúbbnum á einhvern hátt; manneskjuna sem skúrar skrifstofuna, lukkudýr liðsins, forsetann, aðdáendur og jafnvel keppinautana eða erki- fjendurna til þess að skilja anda liðsins. Leik- mennirnir fá eiginlega meira um landsliðsbún- ingana að segja af því að þetta þýðir svo miklu meira fyrir þá en klúbbbúningarnir. Þarna ertu að keppa fyrir landið þitt. Það er stórt.“ Vala segir ferlið jafnframt viðkvæmt og hönnunarhúsið þurfi að vanda sig mikið enda hafi allir skoðanir á búningunum. „Þetta er mikil sköpunarvinna og langur ferill og það er í raun teymið sem vinnur síðan að þessari heildarhugmynd sem búið er að skapa. Hugmyndirnar eru svo síaðar þar til teymið fylkir sér á bak við tvær hugmyndir. Þegar þessar tvær hugmyndir eru fullkláraðar eru þær kynntar fyrir stjórn landsliðsins. Svo er það alltaf í höndum stjórnarinnar að velja. Þá er komið að okkur að kynna búninginn á þann hátt að þeir velji þann sem okkur finnst best- ur.“ Vala bætir við að stjórnir landsliða séu yfirleitt skipaðar heldri mönnum sem eru fremur íhaldssamir og þetta hafi alltaf verið barátta. „En þar sem við vorum Nike og þeir höfðu samið við okkur, auk þess sem miklir peningar voru í húfi, treystu þeir hönnuninni á end- anum.“ Vala segir liðsbúninga snúast um að segja sögu liðsins og auðvitað selja búningana og alla línuna, því þetta er meira en bara búning- arnir. „Þetta er heil lína sem fylgir í kjölfarið og þú náttúrlega selur meira ef hann hreyfir við aðdáendum og leikmönnum.“ Aðspurð hvort hún þekki til Errea, fram- leiðslufyrirtækisins sem framleiðir íslensku landsliðsbúningana, svarar Vala: „Jájá, en þetta er ekkert sem maður fylgd- ist með því þetta eru svo mikir smáleikmenn miðað við Nike, Adidas og Puma. Við til að mynda meðhöndluðum litlu landsliðin allt öðruvísi en þau stóru. Það var mismunandi ferli, eðlilega enn meiri vinna þar sem meiri peningar voru í húfi. Ég þekki ekki ferlið þeirra, en gæti alveg trúað að Errea væri bara með ákveðin snið sem þú velur eins og úr katalóg, þar sem þú velur snið, mismunandi hálsmál og brydd- ingar. Þannig að ég veit ekki hvort þeir „sérhanni“ þó svo að þeir geri litina sér og kannski grafík.“ Þegar við erum með samning við svona lítið fyrirtæki eins og Errea hefði þá ekki verið gott að fá til að mynda hönnuð til þess að að- stoða þá við búninginn? „Það hefði verið ótrúlega gaman að kalla eftir fólki, eins og til að mynda Guðmundi Jör- undssyni, sem er hönnuður með skapandi bak- grunn, að koma með vel ígrundaðar hug- myndir sem hefðu snert við fólki og þar af leiðandi hefðu allir hlaupið út og keypt bún- inginn, sem er það sem við viljum, að allir kaupi búninginn og beri hann með stolti. Ég hefði glöð stýrt því verkefni líka og jafnvel gefið vinnu í það eins og Guðmundur hefur boðist til.“ Vala segir jafnframt að þetta hjálpi allt lið- inu á vellinum að verða öflugt. „Það er það sem Nike gengur út á; að gefa leikmönnunum kraft. Það hefði verið gaman að koma inn sem liðið sem fer aðrar leiðir, við erum svo frumleg og gerum hlutina flott og almennilega. Þetta hefði verið tækifæri til að gera hlutina aðeins öðruvísi. Auðvelt að sitja heima og gagnrýna Ég hef heyrt fólk nota orðin hræðilegt og skelfilegt í umræðunni um nýja búninginn. Ég myndi þó ekki ganga alveg svo langt að nota orðið náttúruhamfarir,“ segir Vala og hlær og bætir við að það hefði samt verið hægt að fara svo ótrúlega skemmtilegar leiðir ef það hefði verið gefið tækifæri til að skoða virkilega hver væri andi þessa liðs. „Við hérna litla landið að keppa á EM og kannski í eina skiptið þannig að það hefði verið gaman að sjá þá standa fyrir það sem þeir eru og við viljum að Ísland sé kynnt líka. Þessar andstæður; eldur og ís, og við erum þekkt fyrir að vera frumleg og fram- úrstefnuleg og tæknileg, við förum ótroðnar slóðir og erum metnaðargjörn, bjartsýn og hugrökk. Það skilar sér ekki í þessum búningi. En það er alltaf auðvelt að sitja og gagnrýna, Vala Steinsdóttir segir liðsbúninga snúast um að segja sögu liðsins og auð- vitað selja búningana. Hefði verið tækifæri til að gera hlutina öðruvísi Fatahönnuðurinn Vala Steinsdóttir, yfirmaður vefviðskipta hjá 66°Norður, starfaði hjá einum þekktasta íþróttafataframleiðanda heims, Nike, í um átta ár og tók meðal annars mikinn þátt í gerð landsliðs- og félagabúninga fyrirtækisins. Vala segir fótboltabúninga eins og trúarbrögð, bæði fyrir leikmenn og aðdáendur. Búningarnir standa fyrir stolt landsins og liðsins. Hún telur að við hönnun íslenska landsliðsbúningsins hefði verið hægt að fara skemmtilegri leiðir enda mikilvægt að landsliðsbúningur endurspegli anda og kraft liðsins. Þó sé alltaf auðvelt að sitja á hliðarlínunni og gagnrýna, en hún bendir einnig á jákvæð atriði við búninginn. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’Það hefði veriðgaman að fáfólk með reynslu ogþekkingu á þessu ferli til að spreyta sig á búningunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.