Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 23
Fengum hláturskast í stórhríð Ég spyr hvað sé það klikkaðasta sem hún hafi lent í. „Það er þegar við lentum í Grænlandsstorminum uppi á Langjökli 2012. Það var í janúar og svokallaður Grænlandsstormur gekk yfir landið og við vorum að taka upp bíómyndina Frost. Við er- um uppi í tökum þegar stormurinn skellur á. Þetta var frábært fyrir myndina. Það var rosalegt, ég held að það hafi farið upp í 50 metra. Við vorum með tvo skúra þar sem við héldum til og það var kaðall sem var strengdur á milli kamarsins og skúr- anna. Við máttum aldrei fara færri en tvö og helst þrjú í einu á kam- arinn. Ég og Magga Einars bún- ingahönnuður þurftum að fara og fórum saman. Við skriðum. Á miðri leið komumst við ekki lengra, við gátum ekki andað. Þá lögðumst við niður, haldandi í kaðallinn, og feng- um hláturskast! Þegar ég hugsa til baka hugsa ég: vorum við að gefast upp? Ég veit það ekki. Við vorum að kafna. Við hefðum auðvitað verið rammvilltar ef við hefðum ekki verið með kaðallinn. Svo bara hlógum við og hlógum. Á endanum þegar við komumst að kamrinum og opnuðum hann, þá var hann alveg lokaður af snjó,“ lýsir hún. Þau voru svo kölluð niður af jökl- inum af Almannavörnum. „Og þegar við fórum í trukkinn þá var hann bil- aður. Við héldum þar til í nokkra klukkutíma,“ segir hún en saman voru þau um tuttugu manns. „Maður hefur oft lent í einhverju, en þetta er minnisstæðast.“ Eddan er heiður og virðing Við tölum um Edduna. Og það tvær. „Það er ótrúlega gaman að fá við- urkenningu á störfum sínum, það er ákveðin virðing. Og flott að vera með það á ferilskránni,“ segir Kristín en hún segist hafa orðið hissa að vinna Edduna í ár. „Ég er ekki að segja að ég eigi það ekki skilið, því ég er mjög ánægð með þessa mynd, Hrúta. En hinar, Heba Þóris og Áslaug Sigurðar sem voru tilnefndar með mér gerðu líka flotta hluti. Mér fannst við allar eiga hana skilið.“ Kristín talar um heiðursverðlaun Eddunnar sem að þessu sinni komu í hlut Rögnu Fossberg. „Ég er svo ánægð að Ragna Fossberg, móðir þessarar starfstéttar, skyldi fá heið- ursverðlaunin. Það er svo mikil virð- ing og heiður fyrir okkar stétt. Mér fannst með þessu að okkar stétt færi upp á næsta plan. Það loðir ennþá við að framleiðendur spyrji, þarf sminku?“ Hollywood heillar ekki Ýmislegt er á döfinni á næstunni. „Ég er að fara að gera stuttmynd sem Nanna Kristín er að leikstýra og Ólafur Darri leikur aðalhlutverk. Síðan er alls konar sem ég er ekki búin að skrifa undir,“ segir hún dul- arfull. „Hvað um Hollywood, kallar það?“ „Nei, ég hef neitað mörgum verkefnum. Þetta heillar mig ekki neitt. Mig langar frekar að vera gervahönnuður að íslenskri bíó- mynd, heldur en að vera aðstoðar- maður að erlendri. Fínt að vera góð á Íslandi.“ Kaffið okkar er orðið kalt og kominn tími til að kveðja. Ég spyr að lokum: „Hefurðu lent í að gervi- nefið af einhverjum festist bara ekki?“ „Já, iðulega,“ segir hún og hlær. Ben Stiller lét lítið fyrir sér fara þegar hann var hér við tökur en hann var með sína eigin sminku. Kristín segir að Sean Penn hafi fengið sig til að kikna í hnjánum svo um munar. Það kom henni verulega á óvart að verða „star- struck“. Kristín segist njóta sín upp á jöklum en hér sést hún á Langjökli um hávetur. Sigurður Sigurjónsson þurfti að láta skeggið vaxa en einnig nefhár og tánegl- ur fyrir myndina Hrúta. 13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Fagljósmyndun Traust og góð þjónusta alla leið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.