Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Side 27
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Róshildur Jónsdóttir og Snæbjörn Þór Stefánssonreka saman hönnunarfyrirtækið Hugdettu semvar stofnað árið 2008. Þau fengu þá hugmynd að
starfa með öðrum vöruhönnuðum og gekk það vonum
framar. „Hópurinn heitir 1plús1plús1 en við hittumst öll á
sýningu í Stokkhólmi fyrir ári,“ segir Róshildur en í hópn-
um auk þeirra eru finnsk hjón og sænsk kona. „Við náðum
mjög vel saman bæði í faginu og sem vinir,“ segir hún og
úr varð að þau myndu vinna saman að verkefni. „Þessi
hugmynd varð til á fimm mínútum. En þá hugsuðum við:
Við erum ekki í sömu löndunum, hvernig gætum við gert
þetta,“ segir Róshildur en þá kviknaði sú hugmynd að allir
myndu vinna saman að hlut án þess að sýna hinum vinnu
sína fyrr en í blálokin. „Við hönnum hlut saman og gerum
það eins og þegar maður brýtur upp á pappírinn,“ útskýrir
Róshildur og vísar til leiks sem þekkist hjá börnum; að
teikna efsta hlut og brjóta svo pappírinn þannig að næsti
teiknar sinn hlut án þess að sjá hvað fyrsti gerði og þannig
koll af kolli. Á þann hátt hanna þau hlutina „blindandi“ þar
sem hvert teymi á einn þriðja í hlutnum.
Lampar, kertastjakar, skápar og speglar voru viðfangs-
efnin sem þau völdu sér. Allir hlutirnir eru í þremur pört-
um. „Við vorum búin að ákveða hvernig hlutirnir eru
skrúfaðir saman svo þeir passi saman, en við vissum ekki
hvaða efni yrði notað,“ segir Róshildur. „Það er svo hægt
að raða þessu saman á 27 mismunandi vegu, þrír í þriðja
veldi.“
Buðum hinu óvænta upp í dans
Það var fyrst núna um daginn sem þau hittust með sína
parta og settu þá saman. „Þetta var algerlega óræður hlut-
ur þangað til við hittumst,“ segir Róshildur en þau voru
mjög ánægð með útkomuna. Við erum að bjóða hinu
óvænta upp í dans,“ segir Snæbjörn. „Það myndi aldrei
neinn hanna svona hlut og það sem gerist er að það kvikn-
ar eitthvað nýtt sem maður sér ekki annars staðar. Maður
fer ekki út í búð og kaupir eitthvað eftir þrjá aðila. Þessi
skekkja sem verður kom okkur mjög á óvart, hversu fag-
urt það er. Það er nettur ljótleiki við sumar samsetning-
arnar og sumt er alveg rosalega fallegt. Svo gæti kúnninn
kannski á endandum raðað sínu sjálfur saman. Þetta er al-
veg ný hugsun í þessum geira,“ segir hún og hyggjast þau
halda áfram samstarfinu og þróa fleiri hluti saman.
„Þetta er það langskemmtilegasta sem við höfum öll
gert,“ segir hún. „Það óvænta býr til eitthvað nýtt,“ segir
Snæbjörn. „Það er eitthvað dulrænt og óvænt sem kemur,“
bætir Róshildur við. Sýningin er opin til 1. apríl en nánar
má lesa um verkin á hugdetta.com og 1plus1plus1.net.
Kertastjakarnir komu skemmtilega út en þeir fást hjá Spark Design Space.
Lampi með skermi úr fiskbeinum er
eitt af sköpunarverkum teymisins.
Hið óvænta býr
til eitthvað nýtt
1plús1plús1 heitir samstarfsverkefni vöruhönnuða frá þremur
Norðurlandaþjóðum en þar fengu þeir að leika sér „blindandi“
saman. Afraksturinn er nú á sýningu í Spark Design Space á Klappar-
stíg. Hjónin Róshildur og Snæbjörn eru íslenska teymið og segja
verkefnið eitt það skemmtilegasta sem þau hafa gert á ferlinum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’
Þessi skekkja
sem verður kom
okkur mjög á óvart,
hversu fagurt það er.
Það er nettur ljótleiki
við sumar samsetn-
ingarnar og sumt er
alveg rosalega fal-
legt. Svo gæti kúnn-
inn kannski á end-
andum raðað sínu
sjálfur saman. Þetta
er alveg ný hugsun í
þessum geira.
1plús1plús1-teymið skipa þau
Elina Aalto, Petra Lilja, Klaus
Aalto, Snæbjörn og Róshildur.
Klaus, Snæbjörn og Petra
bregða á leik og leggjast
hjá spegli sem er hann-
aður af 1plús1plús1.
Komdu og vertu eins og heima hjá þér
EMPIRE
Grátt eða brúnt
slitsterkt áklæði
Stærð:
80 × 70 × 102 cm
79.990 kr.
89.990 kr.
ASPEN
Klæddur leðri á
slitflötum.
Margir litir.
Stærð:
80 × 85 × 102 cm
119.990 kr.
159.990 kr.
CLARKSTON
Leður La-Z-Boystóll.
Brúnn, vínrauður
eða svartur.
Stærð:
97 × 102 × 118 cm
139.990 kr.
199.990 kr.