Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Síða 28
MATUR Ef þú þráir sætindi, ert með þokukennda hugsun, þjáist af hármissi,ert veikburða og veikist oft gæti verið að þig skorti prótín. Egg, kjöt, fiskur, grísk jógurt, mjólk og hnetur eru full af prótíni. Prótínskortur? 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Getty Images/iStockphoto Páskamat- seðillinn klár! Það fer að styttast í páskana og ekki seinna vænna að fara að huga að matseðlinum. Grænir safar mega bíða betri tíma því á hátíðisdögum er um að gera að njóta þess að borða alvörumat! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Skinka á beini (ef til), soðin (2-3 kg) 1 og 1/4 bolli púðursykur 1/3 bolli ananassafi (úr dós), geymdu ananasinn til skreytingar 1/3 bolli hunang 1 appelsína, safinn og kjötið 2 msk. dijon sinnep 1/4 tsk. mulinn negull Hitaðu ofninn í 165°C. Settu skinkuna í fat eða eldfast mót. Settu púðursykur, ananassafa, hunang, appelsínusafann, sinnep og mulda negulinn á pönnu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu þá hitann og láttu malla í 5-10 mínútur. Bakaðu skinkuna í ofni í 2 tíma. Taktu hana þá út og penslaðu með sósunni. Bakaðu hana áfram í 30- 45 mínútur og penslaðu hana á 10 mínútna fresti. Berðu fram skreytta með ananashringjum úr dósinni. Páskaskinkan 5 eggjahvítur 200 g ljós púðursykur 5 dl rice krispies Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel saman. Bætið rice krispies út í og hrærið varlega saman við með sleikju. Skiptið deiginu á tvær pappírsklæddar bökunarplötur í hringi sem eru ca. 24 cm í þver- mál. Bakið við 150 gráður í 1 klst. FYLLING OG OFAN Á: 7 dl rjómi 3 kókosbollur 1 bolli smátt skorin jarðarber (+ nokkur heil til skreytingar) ½ bolli hrískúlur (t.d. Nóa kropp, Góu brak, Freyju hrís eða annað) BINGÓKÚLUSÓSA 1 poki/150 g bingókúlur (eða aðrar súkkulaði/lakkrískaramellur) 1 dl rjómi 50 g suðusúkkulaði SKRAUT Jarðarber Hrískúlur Nokkrir bitar af púðursykurs- marengsbotni sem er keyptur í búð. Byrjið á sósunni. Bræðið allt sam- an í potti við vægan hita. Setjið til hliðar og leyfið að kólna. Þeytið rjómann. Hrærið kókosbollunum saman við. Setjið annan botninn á tertudisk og dreifið skornu jarðarberjunum yfir. Setjið svo rúmlega helminginn af rjómanum ofan á jarðarberin og hrískúlur þar ofan á. Leggið hinn botninn yfir. Dreifið restinni af rjómanum yfir. Skreytið með jarðarberjum, hrískúlum og marengsbrotum. Hellið vel af bingókúlusósunni yfir allt saman. Kælið í um 4 klst. áð- ur en borið er fram. Frá eldhus- perlur.com. Rice krispies-marengs- bomba með bingókúlusósu Sæng og koddi kr. 12.936 Rúmföt kr. 6.742 Ullarteppi kr. 8.245 25% afsláttur af fermingargjöfum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.