Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 34
Franska tískuhúsið Chanel hélt sýningu á fatalínu sinni fyr-ir haustið og veturinn 2016-2017 á tískuviku í París í vik-unni. Sýningar Chanel eru jafnan þær stærstu í tísku- bransanum og var þetta skipti engin undantekning. Sýningarstaðurinn var Grand Palais og var búið að breyta hús- inu þannig að það líktist hátískustúdíói í gamla stílnum. Áður hefur hönnuðurinn Karl Lagerfeld breytt þessu glæsilega hús- næði til dæmis í flugvöll og matvöruverslun þannig að breyt- ingin nú var hæversk í samanburðinum. Tilgangurinn með þessu var að gefa áhorfendunum tækifæri til að upplifa fötin í návígi. Viðstaddir voru um þrjú þúsund manns, sem allir sátu í fremstu röð og fylgdust með fyrirsæt- unum sýna hátt í hundrað alklæðnaði. Búið var að raða stólum bak í bak og búa þannig til stórt sýningarsvæði. Gera má þá ráð fyrir að allir hafi fengið jafn góð tækifæri til að mynda fötin og birta á Snapchat og Instagram. Tónlistin var í hröðum takti til að gefa fyrirsætunum tækifæri til að komast hratt yfir, enda gengu þær margfalt lengra en á venjulegri sýningu. Lagerfeld segir að þetta hafi verið svar hans við því að sýningar Chanel væru orðnar of stórar. Hann segir að sýningin hafi verið lýð- ræðisleg og enginn ætti að geta kvartað yfir því að hafa ekki séð fötin. Hettuklædd Kendall Jenner. AFP Allir í fremstu röð Karl Lagerfeld bauð upp á einstaklega glæsilega og jafnframt lýðræðislega sýningu á mælikvarða tískuheimsins hjá Chanel í París í vikunni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Mikið er lagt upp úr öllum smá- atriðum og fylgihlutum. Ný tegund af tösku. Fágað en svalt. Grifflur eru sígildur Chanel-fylgihlutur. Tímalaus klæðn- aður að hætti Chanel, perlur, blúndur og hattur. Ullarefni og flatbotna skór voru áberandi í sýningunni. Búið var að raða stólum bak í bak og búa þannig til óvenjulega stórt sýningarsvæði. Allir fengu að sitja í fremstu röð. TÍSKA 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 Um helgina verður Reykjavík Showroom eða sýningarrými fatahönnuða opið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar sýna íslenskir hönnuðir vetrarlínur sínar fyrir næsta vetur, 2016/2017. Opið verður frá 12-18 á laugardaginn og 13-17 á sunnudag. Sýningarrými fatahönnuða í Ráðhúsinu Karl Lagerfeld tilkynnti í vikunni að Will- ow Smith væri nýtt andlit Chanel. Hún bætist í hóp fagurra fljóða sem tala máli franska tískuhússins eins og Kristen Stewart, Lily-Rose Depp, Cöru Dele- vingne og Julianne Moore. Smith er að- eins 15 ára gömul. Hún mætti að sjálfsögðu á tískusýn- inguna í vikunni og var þá í fylgd móður sinnar, Jödu Pinkett Smith. Lagerfeld á marga aðdáendur en á sýningunni mátti sjá margt listafólk, söngvara og leikara auk áhrifafólks í tískuheiminum. ÁHRIFAFÓLK Í TÍSKUHEIMINUM Willow Smith nýtt andlit Chanel Willow Smith ásamt móður sinni Jödu Pinkett Smith. Faðir hennar, Will Smith, var fjarri góðu gamni. AFP Stællega Parísardaman og rithöfundurinn með meiru Caroline de Maigret. Pharrell Williams er mikill aðdáandi Lag- erfelds og Chanel.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.