Orð og tunga - 01.06.2006, Qupperneq 31
Kristín Bjarnadóttir: Málfræði í orðabókum
29
sem hún er ætluð, auk miðilsins sem hún birtist í, þar sem möguleik-
amir í prentaðri bók og rafrænni (til dæmis) eru mjög mismunandi.
Hér á eftir verður sjónum aðallega beint að almennri íslenskri orða-
bók, enda er nokkur hefð á framsetningu málfræðiupplýsinga þar.
3 Hvaða málfræði á að vera í orðabók?
Með málfræðiupplýsingum í orðabók er átt við kerfisbundna fram-
setningu tiltekinna málfræðilegra þátta sem á sér fastan stað í flettu-
greinunum. Gera þarf greinarmun á málfræði sem notuð er við skipu-
lag á flettugreinum í orðabók og málfræði sem beinlínis er birt notand-
anum sem slík, skýrt afmörkuð innan flettugreinanna. Þá þarf einnig
að gera greinarmun á upplýsingum sem leynast í flettugreinunum, t.d.
í dæmum, útskýringum, og jafnvel í leiðbeiningum um málnotkun, og
skipulega framsettum málfræðiatriðum. Skipulag flettugreina í orða-
bókum Jóns Hilmars Jónssonar (1994, 2002) ákvarðast t.d. algjörlega
af málfræðilegum þáttum, af setningargerð í Orðastað og af merking-
arlegum þáttum í Orðaheimi,1
Þegar aðrar íslenskar orðabækur eru skoðaðar kemur í ljós að mál-
fræðiupplýsingar eru oftast fólgnar í orðflokksmerkingu flettna, ásamt
vísbendingum um beygingu orða sem yfirleitt eru settar fram með því
að gefa endingar kennifalla nafnorða eða kennimynda sagna, og heil-
ar beygingarmyndir þar sem stofnbrigði krefjast þess. Þessi háttur er
t.d. hafður á í íslenskri orðabók (2002) þar sem beygingar grunnorða eru
sýndar á þennan hátt:2
hundur kk -s, -ar
labba s -aði, -að
fjörður kk fjarðar, firðir
’í Stóru orðabókinni (2005) hafa bæði þessi verk verið felld saman í eina heild. í
þessum verkum brýtur Jón Hilmar blað í íslenskri orðabókargerð; hefðin er sú að
málfræðiupplýsingar séu fremur af skomum skammti og ekki endilega settar fram á
kerfisbundinn hátt, nema þá helst upplýsingar um beygingu.
2Kenniföll og kennimyndir eru þær beygingarmyndir nafnorða og sagna sem tald-
ar eru nægja til að gefa vísbendingu um beygingarflokk. Kenniföll nafnorða eru nefni-
fall og eignarfall eintölu og nefnifall fleirtölu, t.d. köttur, kattar, kettir; nál, nálar, nálar.
Kennimyndir sterkra sagna em fjórar: nafnháttur, þátíð framsöguháttar í 1. persónu
eintölu og fleirtölu, og lýsingarháttur þátíðar, t.d. ganga, gekk, göngum, gengiö. Kenni-
myndir veikra sagna eru þrjár: nafnháttur, þátíð framsöguháttar í 1. persónu eintölu
og lýsingarháttur þátíðar, t.d. æpa, æpti, æpt.