Orð og tunga - 01.06.2006, Side 35
Kristín Bjarnadóttir: Málfræði í orðabókum
33
Báðar þessar leiðir hafa galla. Táknakerfið gerir talsverðar kröf-
ur til notandans vegna þess hve ógagnsætt það er og ósennilegt er að
notendum verði það verulega tamt nema með mjög mikilli og stöðugri
notkun. Táknakerfið vísar samt nákvæmlega á réttan stað, ef notand-
inn hefur í sér einurð til að fylgja því eftir og málfræðin sjálf er sett
fram á nægilega ítarlegan máta. Kenniföll og kennimyndir gefa í ver-
unni heldur meiri upplýsingar en ætla mætti ef allar málfræðiupplýs-
ingar eiga heima í málfræðibók en án þessara upplýsinga er stundum
ekki hægt að greina samhljóða orð í sundur í les. Samt duga kenni-
föll og kennimyndir nafnorða og sagna ekki alltaf til þess að hægt
sé að ganga að allri beygingu uppflettiorðs vísri í málfræðibókum.
Kenniföll og kennimyndir eru ekki einu beygingarmyndir orða sem
eru ófyrirsegjanlegar út frá stofngerð og í málfræðibókum er yfirleitt
aðeins gefið yfirlit um beygingarflokka, með mismörgum dæmum.
Tæmandi er lýsingin aldrei og notandinn er því stundum engu nær
um þá beygingarmynd sem hann vill fá. Nægir þar að nefna þágu-
fall eintölu í sterkum karlkynsnafnorðum (með eða án -i) og -na eða
-a í eignarfalli fleirtölu af veikum kvenkynsnafnorðum. Loks má geta
þess að lítið stoðar að fara í málfræðibók til að finna ítarlega beyging-
arlýsingu íslenskra lýsingarorða; hana er hvergi að finna á bók.5
4.1.2 Ófyrirsegjanleg beyging birt í orðabókinni
Ein leið til að nýta málkunnáttu notandans til að ákvarða hvaða beyg-
ingarupplýsingar eiga heima í orðabók er að gera ráð fyrir því að
stærstu beygingarflokkar séu sjálfgildi í lýsingunni og upplýsingar
um þá þurfi ekki að birta. Stærstu flokkarnir eru jafnframt opnir og
ómarkaðir beygingarflokkar, sbr. greiningu Ástu Svavarsdóttur í bók-
inni Beygingakerfi nafnorða í nútímaíslensku (1993), t.d. veikar sagnir
sem fá endinguna -aði í þátíð, veik beyging karlkyns- og kvenkyns-
nafnorða o.s.frv. Útkoman verður þá þessi:
5Samkvæmt reynslunni við vinnu við Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (sjá vef-
síðu Orðabókar Háskólans: www.lexis.hi.is) þarf fimm beygingarmyndir til þess að
skipta lýsingarorðum upp í beygingarflokka svo að ótvírætt sé. Þessar orðmyndir
ættu því að geta gegnt sama hlutverki og kenniföll nafnorða og kennimyndir sagna.
Orðmyndirnar eru nefnifall eintölu í öllum kynjum í sterkri beygingu, ásamt mið-
stigi og efstastigi (kk.nf.et.sb.), t.d. góður, góð, gott, betri, bestur; heitur, heit, heitt, heitari,
heitastur; stuttur, stutt, stutt, styttri, stystur; háður, háð, háð, háðari, háðastur. Þessar upp-
lýsingar hafa ekki verið settar fram á skipulegan hátt í orðabók og hér á eftir verða
nafnorð og sagnir látin duga sem dæmi um beygingarupplýsingar í orðabókum.