Orð og tunga - 01.06.2006, Page 37
Kristín Bjarnadóttir: Málfræði í orðabókum
35
1. Með því að birta kenniföll og kennimyndir af öllum orðum, auk
óreglulegra mynda
2. Með því að birta heil beygingardæmi...
Fyrri liðurinn hér er mjög svipaður síðari lið í næsta kafla hér á imdan,
þ.e. að birta allar kennimyndir og kenniföll og annað efni sem þarf til
að gefa nægjanlegar upplýsingar um ófyrirsegjardegar myndir. Mun-
urinn er þó sá að hér eru birtar upplýsingar um alla beygingarflokka
og ekki treyst á málkunnáttu notandans. Hin leiðin er að birta beyg-
ingardæmi í heild en sú leið hefur til skamms tíma ekki verið fær í
orðabókum vegna plássleysis.
4.1.4 ... en fyrir hvern á orðabókin að duga?
Valið milli þeirra kosta sem hér hafa verið settir fram er e.t.v. ekki leng-
ur jafnmikið lykilatriði í orðabókargerð og verið hefur. Orðabókar-
hefðin hefur að verulegu leyti mótast af þeirri nauðsyn að spara pláss
eftir fremsta megni, stundum svo að það verður til verulegra vand-
ræða fyrir notendur. Notkun á táknakerfi í framsetningu á beygingar-
upplýsingum sparar meira pláss en nokkur önnur leið, en hefur líka
galla eins og Helgi Haraldsson bendir á í formála Rússnesk-íslenskrar
orðabókar sem nefnd er sem dæmi um verk þar sem beygingarupplýs-
ingar eru gefnar sem tilvísanir í sjálfstæða málfræði:
Margvíslegum brögðum er beitt til að spara rými, og kann
þetta í fyrstunni að vefjast fyrir sumum.
(Helgi Haraldsson 2002:ii)
Víst er að það reynir á þolinmæðina að læra á táknakerfi eins og það
sem Helgi notar, en hann hefur það til síns máls að rússneskumælandi
fólk mun vera vant að nota táknakerfi af þessu tagi í orðabókum og
vissulega sparar hann með þessu umtalsvert rými í bókinni sem er
mjög stór samt.
Jafnvægislistin sem þarf til þess að koma öllum nauðsynlegum
upplýsingum um beygingu orða fyrir í orðabók án þess að umfang-
ið fari úr böndunum er mikil kúnst, sérstaklega þegar gera þarf ráð
fyrir jafnfjölbreyttum notendahópi og við útgáfu almennrar íslenskr-
ar orðabókar. í rafrænni orðabók, hvort heldur er á diski eða á vefn-
um, eru möguleikarnir allt aðrir. Þar er jafnvel hægt að koma efninu