Orð og tunga - 01.06.2006, Page 38
36
Orð og tunga
þannig fyrir að notandinn sjálfur geti ákveðið hvers konar upplýsing-
ar henta honum best og sótt sér þær að vild. Möguleikarnir eru þá
þeir sem taldir eru upp hér á undan, allt frá því að sleppa öllum beyg-
ingarupplýsingum öðrum en þeim sem nægja til að uppflettimynd sé
einkvæm, yfir í að sýna heil beygingardæmi þar sem allar beygingar-
myndir og öll afbrigði eru sýnd. Þar gefst jafnvel kostur á leiðbeining-
um til notandans, um málfar, merkingarmun beygingarmynda o.s.frv.
Skipting Mugdans er þá úr sögunni en í staðinn koma viðfangsefni
fólgin í því að finna framsetningu sem er nægilega kerfisbundin og
samt nægilega sveigjanleg til þess að þola breytingar á birtingarformi
eftir því hvort notandinn er skólanemi, fræðimaður eða jafnvel tölva.
4.2 Setningafræði í orðabókum
Orðabókamotendur á íslandi ætlast til að finna upplýsingar um beyg-
ingu orða í orðabókinni sinni; það er okkar hefð. Upplýsingar um
setningargerð eru mun gloppóttari í íslenskum orðabókum, eins og
sjá má af gátlista í grein Eiríks Rögnvaldssonar (1998:32) sem einnig
er vitnað í hér að framan (sjá 3. hluta). A listanum eru helstu atriði
sem Eiríkur taldi ástæðu til að endurskoða í íslenskri orðabók vegna 3.
útgáfu:
Gátlisti ER við endurskoðun íslenskrar orðabókar:
a. Fjöldi rökliða (áhrifsgildi) sagna þarf að koma skýrt fram.
b. Hvaða rökliðir eru skyldubundnir og hverjum má sleppa.
c. Hvort og hvenær forsetningarliðir geta komið í stað and-
laga.
d. Fallstjórn sagna þarf að taka sérstaklega fram.
e. Miðmynd þarf mjög oft að vera sjálfstætt flettiorð.
f. Lýsingarháttum þarf að gera mun hærra undir höfði.
g. Skerpa þarf notkun táknunarinnar óp.
h. Takmarkanir á setningarstöðu orða verða að koma fram.
Meðal þeirra atriða sem íslensk orðabók hafði einmitt helst verið gagn-
rýnd fyrir vom gloppóttar og ófullnægjandi upplýsingar um setning-
argerð, eins og Eiríkur bendir á. í þessum lista em þau atriði sem
venjulegur málnotandi þarf að kunna skil á til þess að nota orðaforð-
ann í bókinni, ekki bara til skilnings heldur líka til málnotkimar.
Talsverðar breytingar vom gerðar á framsetningu setningargerð-