Orð og tunga - 01.06.2006, Page 40
38
Orð og tunga
öllum upplýsingum um setningarfræðileg sjálfgildi. Þar er t.d. átt við
að ekki þurfi að sýna formgerðarföll, en orðasafnsbundin föll þurfi að
sýna.
Ef þessi leið væri notuð til hins ítrasta þyrfti ekki að gefa upplýs-
ingar um frumlag í nefnifalli með sögnum, og eftir kenningunni ætti
líka að vera óhætt að sleppa upplýsingum um andlag í þolfalli, þar
sem þetta eru formgerðarföll. Þessi leið er fær með nefnifallið; hún var
t.d. notuð í Sýnihefti sagnorðabókar (Ásta Svavarsdóttir o.fl. 1993) þar
sem nafnháttur er notaður til að sýna setningargerðir þar sem frum-
lagið er sjálfgefið:
þinga:... halda fund e. ráðstefim
í Sýniheftinu var hins vegar tekinn sá kostur að sýna þolfallsandlag
með skammstöfun fyrir fallmynd rökliðarins þótt segja megi að fallið
sé sjálfgildi þar sem gera þurfti greinarmun á áhrifssögn með þolfalls-
andlagi og áhrifslausri sögn. Þágufallsandlag þurfti svo að sýna, bæði
sem orðasafnsfall og sem röklið með áhrifssögn:
þeyta: hræra e. slá hratt
þeyta e-ð: hræra eða slá e-ð hratt...
þeyta e-u: kasta e-u; losa sig við e-ð
þeyta e-m ...: kasta e-m, hrinda e-m
Ekki er raunhæft að gera ráð fyrir að almennir notendur þekki mun-
inn á formgerðarfalli og orðasafnsfalli og munurinn á áhrifssögn og
áhrifslausri sögn gerir að engu möguleikann á því að sleppa því að
sýna röklið sem er sjálfgilt fall, a.m.k. með þeirri aðferð sem hér er
höfð til að sýna rökliði.
í Sýniheftinu er einn merkingarþáttur í rökliðum sagna sýndur um
leið og fallstjómin, þ.e. +/-lifandi, eins og sjá má í dæmunum hér á
undan. Sá háttur var tekinn upp að nokkru leyti við endurskoðun ís-
lenskrar orðabókar (2002), þannig að frumlagi er sleppt ef það er í nefni-
falli og vísar til lifandi veru. Nokkur misbrestur er þó á því að svona
upplýsingar séu fullkomlega samræmdar. Þarna er samt vísir að þeirri
aðferð sem hér er verið að skoða og vert er að athuga hvernig upplýs-
ingar af þessu tagi nýtast almennum notendum.