Orð og tunga - 01.06.2006, Page 41

Orð og tunga - 01.06.2006, Page 41
Kristín Bjarnadóttir: Málfræði í orðabókum 39 4.2.3 Og orðabókin á að duga... Samkvæmt þessari skipan á orðabókin ein að duga til að finna mögu- lega setningarstöðu orða. Til þess að þessu skilyrði sé fullnægt þarf að sjá til þess að a.m.k. öll atriðin á gátlista Eiríks sem vitnað er til hér að ofan komi fram. Orðtengslabækur Jóns Hilmars Jónssonar, Orðastað- ur (1994) og Stóra orðabókin (2005), leysa þennan vanda að verulegu leyti en almenn íslensk orðabók með merkingarskýringum þar sem á þessu er tekið að fullu er ekki til. Til glöggvunar fylgir hér tilbúið sýnishorn með lágmarksupplýsingum um alla rökliði þar sem notuð er sama framsetning og í Sýniheftinu en það var haft til fyrirmyndar þegar sagnlýsingin í íslenskri orðabók var endurskoðuð: e-r þeytir: e-r hrærir e. slær hratt e-r þeytir e-ð: e-r hrærir eða slær e-ð hratt... e-r þeytir e-u: e-r kastar e-u; e-r losar sig við e-ð e-r þeytir e-m ...: e-r kastar e-m, e-r hrindir e-m Til þess að setja fram svona lýsingu svo að vel fari þyrfti líka að gera grein fyrir skyldubundnum atviksorðum, forsetningarliðum o.þ.h. Höfuðleiðir Mugdans við lýsingu á beygingu orða í orðabókum bregður ljósi á vandamálin í framsetningu setningargerðarupplýsinga. Þar hefur glíman við plássleysið orðið til þess að málfræðihluti orða- bókargreinanna er stórlega vanræktur og lausnin er ekki fólgin í mál- fræðibókum. Vandamál orðabókarmannsins er einnig sá að ekki er alltaf auðvelt að finna nauðsynleg gögn til þess að setja fram setn- ingarlegar upplýsingar þannig að vel fari og gagn sé að. 5 Framsetning málfræðiupplýsinga í orðabókum Mismunurinn á upplýsingum um beygingar og setningargerð í ís- lenskum orðabókum er að hluta fólginn í framsetningunni. Upplýs- ingar um beygingar eru alltaf settar fram á formlegan hátt og þær eiga sér fastan stað í flettugreininni. Setningargerðarupplýsingar birt- ast hins vegar ýmist sem svokölluð setningargerðardæmi, t.d. gefa e-m e-ð, eða sem eiginleg dæmi, t.d. skrifa skýrt og rétt (sjá Kristín Bjama- dóttir 2001 þar sem gerður er greinarmunur á eiginlegum dæmum, setningargerðardæmum og setningargerðarhausum sem hafa sjálf- stætt uppflettigildi). Oftar en ekki er setningargerðarlýsingin gloppótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.