Orð og tunga - 01.06.2006, Page 41
Kristín Bjarnadóttir: Málfræði í orðabókum 39
4.2.3 Og orðabókin á að duga...
Samkvæmt þessari skipan á orðabókin ein að duga til að finna mögu-
lega setningarstöðu orða. Til þess að þessu skilyrði sé fullnægt þarf að
sjá til þess að a.m.k. öll atriðin á gátlista Eiríks sem vitnað er til hér að
ofan komi fram. Orðtengslabækur Jóns Hilmars Jónssonar, Orðastað-
ur (1994) og Stóra orðabókin (2005), leysa þennan vanda að verulegu
leyti en almenn íslensk orðabók með merkingarskýringum þar sem
á þessu er tekið að fullu er ekki til. Til glöggvunar fylgir hér tilbúið
sýnishorn með lágmarksupplýsingum um alla rökliði þar sem notuð
er sama framsetning og í Sýniheftinu en það var haft til fyrirmyndar
þegar sagnlýsingin í íslenskri orðabók var endurskoðuð:
e-r þeytir: e-r hrærir e. slær hratt
e-r þeytir e-ð: e-r hrærir eða slær e-ð hratt...
e-r þeytir e-u: e-r kastar e-u; e-r losar sig við e-ð
e-r þeytir e-m ...: e-r kastar e-m, e-r hrindir e-m
Til þess að setja fram svona lýsingu svo að vel fari þyrfti líka að gera
grein fyrir skyldubundnum atviksorðum, forsetningarliðum o.þ.h.
Höfuðleiðir Mugdans við lýsingu á beygingu orða í orðabókum
bregður ljósi á vandamálin í framsetningu setningargerðarupplýsinga.
Þar hefur glíman við plássleysið orðið til þess að málfræðihluti orða-
bókargreinanna er stórlega vanræktur og lausnin er ekki fólgin í mál-
fræðibókum. Vandamál orðabókarmannsins er einnig sá að ekki er
alltaf auðvelt að finna nauðsynleg gögn til þess að setja fram setn-
ingarlegar upplýsingar þannig að vel fari og gagn sé að.
5 Framsetning málfræðiupplýsinga í orðabókum
Mismunurinn á upplýsingum um beygingar og setningargerð í ís-
lenskum orðabókum er að hluta fólginn í framsetningunni. Upplýs-
ingar um beygingar eru alltaf settar fram á formlegan hátt og þær
eiga sér fastan stað í flettugreininni. Setningargerðarupplýsingar birt-
ast hins vegar ýmist sem svokölluð setningargerðardæmi, t.d. gefa e-m
e-ð, eða sem eiginleg dæmi, t.d. skrifa skýrt og rétt (sjá Kristín Bjama-
dóttir 2001 þar sem gerður er greinarmunur á eiginlegum dæmum,
setningargerðardæmum og setningargerðarhausum sem hafa sjálf-
stætt uppflettigildi). Oftar en ekki er setningargerðarlýsingin gloppótt