Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 65
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
63
skoðun að físl. gás hafi þróast úr eldra gQS með M-hljóðverptu rótarsér-
hljóði en þar hafi q, sem í öndverðu var nefkveðið, ekki runnið saman
við ó, eins og búist var við, heldur á. Slíkt samfall hefur þá ekki verið
hljóðrétt í þessum orðum, heldur verður að gera ráð fyrir að áhrifs-
breyting hafi verið liður í þróuninni. Eftir hljóðrétt samfall hinna nefj-
uðu q og ó (og síðar samrrma hins nefjaða ó við munnkveðið ó) voru
í þessu orði og fleiri orðum af þessu tagi víxl ó og á, nf./þf./þgf. gós
: ef. gásar. Ekki er ólíklegt, eins og Hreinn Benediktsson (1979:321-
22/2002:237-38) hefur bent á, að þessi víxl, sem voru fremur óvenjuleg
í beygingarkerfinu, hafi orðið fyrir áhrifum frá víxlum munnkveðins Q
og á (eins og í Qtt, ef. áttar) og því hafi hið opna ( verið endurreist við
áhrifsbreytingu í gæsarorðinu og fleiri orðum með sams konar víxl-
um ó og á. Síðar, við samruna á og (í á, urðu nf./þf./þgf. g(s : ef. gásar
reglulega að nf./þf./þgf. gás : ef. gásar. Til glöggvunar má sýna þessa
þróun eins og gert er í (1) þar sem skaftlaus ör (>) táknar hljóðbreyt-
ingu en skeft ör (—>) áhrifsbreytingu.
(1) nf./pf./pgf. et. gQS > gós -> gQS > gás
ef. et. gásar
Þróun beygingardæmisins er sýnd í (2). í (2a) er beygingin eins og
vænta má að hún hafi verið á tólftu öld eða um 1200. Jafnframt þró-
uninni frá g(s(-) í gás(-), sem rædd hefur verið, varð nf./þf. ft. g(ss
að gæss við samruna ( og </> í æ á þrettándu öld (Hreinn Benedikts-
son 1959:296-97/2002:61) og það gefur beygingardæmið í (2b) nálægt
1300 eða á fyrri hluta fjórtándu aldar. í bakstöðu tók ss að styttast í s á
fjórtándu öld (Bjöm K. Þórólfsson 1925:xxx-xxxi) og eftir þá styttingu
lítur beygingardæmið út eins og í (2c), um 1400 eða á fimmtándu öld.
(2) Þróun beygingardæmisins frá elstu íslensku fram á fimmtándu öld
a. b. c.
um 1200 um 1300 um 1400
nf. g?s gás gás
Pf g?s gás gás
Psf- gQS gás gás
ef. gásar gásar gásar
nf. g?ss gæss gæs
Pf géss gæss gæs
Psf■ ggsurn gásum gásum
ef. gása gása gása