Orð og tunga - 01.06.2006, Page 68
66
Orð og tunga
b. nf. ft. „Grágiæser" í Búalögum á GKS 3671 b 8vo (76rl8)
frá 1641 (útg. Jón Þorkelsson 1915-33:181.141)6
c. nf. ft. „grágiæser" í Búalögum á JS 343II 8vo (bls. 47.16-17)
frá um 1650 (útg. Jón Þorkelsson 1915-33:189.220)
d. þf. ft. „gigszr" í Kormáks sögu á NKS 1147 fol. (24rb21) frá
sautjándu öld
e. þf. ft. „Giæser" í Kormáks sögu á AM 554 g 4to (18r31) frá
sautjándu öld
f. nf. ft. „gragaser" í Búalögum á Lbs. 66 4to (bls. 147a.5) frá
1661 (útg. Jón Þorkelsson 1915-33:197.283)
g. nf. ft. „giæser" í Búalögum á Lbs. 869 4to (143vll) frá um
1670 (útg. Jón Þorkelsson 1915-33:68.176)
h. nf. ft. „Grágiæsir" í Búalögum á AM 60 8vo (210vl [84vl])
frá síðari hluta sautjándu aldar (útg. Jón Þorkelsson 1915-
33:220.765)
i. nf. ft. „giæser" í Þiðriks sögu á Sth. papp. fol. 100 (165rll)
frá síðari hluta sautjándu aldar (sbr. útg. Bertelsens 1905-
11,1:99 lesbrigðaskrá B)
j. nf. ft. „giæser" í Þiðriks sögu á AM 177 fol. frá 1690-91
(útg. Bertelsen 1905-11,1:99 lesbrigðaskrá B)7
Við þetta má bæta að í málfræði Runólfs Jónssonar 1651 er „Gaas"
skipað í beygingarflokk (aðra beygingu kvenkynsorða) með orðinu
drós. Runólfur (1651:15) sýnir beygingu orðsins drós í heild en það hef-
ur nf./þf. ft. drósir, og meðal annarra kvenkynsorða í þessum flokki
eru krás, krús, rás og rós. Ekki er því um að villast að orðið gás hefur
haft endinguna -ir í nf./þf. ft. í máli Runólfs. Ekki er þó jafnaugljóst
hvert rótarsérhljóð nf./þf. ft. hefur verið þar sem Runólfur sýnir ekki
beygingu orðsins í heild. Úr því að hann getur ekki víxla rótarsér-
hljóða mætti ætla að það hafi verið á og nf./þf. ft. þá gásir. En það
6Í næstu línu fyrir ofan kemur fyrir „grágasar egg" (GKS 3671 b 8vo, 76rl7) þar
sem ef. et. af gás hefur enn rótarsérhljóðið á, sbr. einnig dæmið í (7f).
7Við listann má bæta nf. ft. „giæser" í Búalögum á Lbs. 6 fol. (323r24) frá 1623
(útg. Jón Þorkelsson 1915-33:152.311) en Jón Þorkelsson (1915-33:144) telur að textinn
kunni að vera ritaður af dönskum manni „því að sumt í ritshættinum hér í Búalögum
bendir á það. Ritarinn hefir að vísu skilið allvel íslenzku, en misritanir ýmsar í textan-
um eru þess eðlis, að þær geta tæplega verið eptir íslenzkan mann". — í íslenzkufom-
bréfasafni 2:738.24 (nr. 479) er prentað nf. ft. „gæser" í máldaga Þykkvabæjarklausturs
eftir AM 263 fol. sem ritað hefur verið 1598; í handritinu er þó ótvírætt ritað „gæss"
(bls. 83).