Orð og tunga - 01.06.2006, Page 72
70
Orð og tunga
3.2 Eðli breytinganna
í allri beygingarþróun gegna innbyrðis vensl ólíkra beygingarmynda
veigamiklu hlutverki. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að
beygingarmyndir innan eins beygingardæmis séu „missterkar", ef svo
má að orði komast, að ein mynd geti verið eins konar grundvallar-
mynd sem aðrar myndir beygingardæmisins séu byggðar á. Mörk-
un (e. markedness) er gjarna notuð sem mælikvarði á þessi vensl og
grundvallarmyndin þá sögð ómörkuð (e. unmarked) en hinar „afleiddu"
aftur á móti markaðar (e. marked). Þegar fyrir miðja síðustu öld benti
pólski málfræðingurinn Jerzy Kurylowicz (1945-49:23) á að við áhrifs-
breytingar væri það yfirleitt „grunnmynd" sem hefði áhrif á „afleidda
mynd" og samband grunnmyndar og afleiddrar myndar væri afleið-
ing af notkunarsviði þeirra. Rannsóknir á máltöku barna benda til hins
sama: börn tileinka sér ómarkaðar myndir fyrr en markaðar og við
myndun mörkuðu myndanna eru hinar ómörkuðu lagðar til grund-
vallar (sjá til dæmis Hooper 1980, Bybee og Brewer 1980 og Bybee
1985).
Allajafna er litið svo á að eintala sé ómörkuð andspænis fleirtölu
og því er algengt að eintölumyndir hafi áhrif á gerð fleirtölumynda
við áhrifsbreytingar. Nokkur dæmi úr íslenskri málsögu er sýna þessa
þróun eru í (11).
(11) Eintölumynd lögð til grundvallar við myndun nýrrar fleirtölu-
myndar
a. et. brún-0 ft. brýn-n —> brún-ir
b. et. glóð-0 ft. glðð-r —> glóð-ir
c. et. Qlpt-0, álft-0 ft. elpt-r —> álft-ir
Nafnorðin í (11) hafa í nútímaíslensku öll fengið nýjar fleirtölumyndir
sem ýmist lifa við hlið eldri myndanna eða hafa komið alveg í stað
þeirra. Þarna hefur átt sér stað áhrifsbreyting á leið til nútímamáls og
í öllum tilvikum hefur nýja fleirtölumyndin verið mynduð á grunni
eintölumyndarinnar: ný fleirtölumynd hefur orðið til með því að bæta
fleirtöluendingunni -ir við eintölustofninn (brún-, glóð-, álft-) og um
leið víkja eldri fleirtölumyndirnar (brýn-n, gl<j)ð-r, elpt-r) sem allar
höfðu annað rótarsérhljóð en eintölumyndirnar. Eintalan er þarna
ómörkuð andspænis fleirtölunni og þar sem böm á máltökuskeiði til-
einka sér eintöluna á undan fleirtölunni er ekki óeðlilegt að upp komi
tilhneiging til að mynda fleirtöluna á grundvelli eintölunnar. Þar með