Orð og tunga - 01.06.2006, Page 73
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
71
hverfa ýmis ófyrirsegjanleg frávik fleirtölustofnsins frá eintölustofn-
inum, eins og til dæmis z-hljóðvarpsvíxlin ú : ý, ó : $ (æ) og á (< q) : e.
Tiersma (1982) hefur sýnt fram á að við ákveðnar kringumstæð-
ur geti þær myndir sem allajafna eru taldar markaðar verið grund-
völlur fyrir breytingar á þeim myndum sem venjulega eru ómarkaðar.
Tiersma (1982:834) sýnir dæmi um víxl hnígandi og rísandi tvíhljóða
í eintölu og fleirtölu nafnorða í frísnesku. Þessi víxl eru ófyrirsegjan-
leg og því er rík tilhneiging til að útrýma þeim. Langalgengast er að
tvíhljóð eintölunnar sé alhæft og komi í stað upprunalegs tvíhljóðs
fleirtölunnar, eins og í dæmunum í (12).
(12) a. et. hoer ft. hworren - -> hoeren 'vændiskona'
b. et. koal ft. kzvallen — koalen 'kol'
c. et. miel ft. mjillen —> mielen 'mál, nyt (mjólkurkúa)'
d. et. poel ft. pwollen — poelen 'laug'
Fáein orð sýna þó gagnstæða þróun þar sem fleirtalan er lögð til
grundvallar og tvíhljóð fleirtölunnar er alhæft, eins og sýnt er í (13):
(13) a. et. earm —> jerm
b. et. goes —> gwos
c. et. hoam —> hwame
d. et. hoas —> vjazze
e. et. kies —> kjizze
f. et. spoen —> spwon
g- et. toam —> twarne
h. et. trien —> trjin
ft. jermen 'armur'
ft. gwozzen 'gæs'
ft. hwarnen 'hom (á dýri)'
ft. vjazzen 'sokkur'
ft. kjizzen 'tönn'
ft. spwonnen 'spónn, flís'
ft. twarnen 'þyrnir'
ft. trjinnen 'tár'
Útjöfnunin sem á sér stað í dæmunum í (13), þar sem fleirtalan er lögð
til grundvallar, bendir til þess að þar sé fleirtalan í raun ómörkuð and-
spænis eintölunni. Þessi dæmi eru því undantekning frá almennum
lögmálum um mörkun.
Tíðni orðmynda er einn af nokkrum mælikvörðum á mörkun.
Rannsóknir Greenbergs (1966:32) á tíðni eintölu og fleirtölu (og tvítölu
ef því er að skipta) í nafnorðum í nokkrum indóevrópskum málum
sýna að eintölumyndir eru miklum mun algengari en fleirtölumynd-
ir (og tvítölumyndir langsjaldgæfastar þar sem þær koma á annað
borð fyrir). Ef tekið er tillit til þess að eintölumyndir nafnorða eru að
jafnaði miklu algengari en fleirtölumyndimar kemur ekki á óvart að
eintölumyndirnar skuli yfirleitt verða fleirtölumyndunum yfirsterkari
við áhrifsbreytingar.