Orð og tunga - 01.06.2006, Side 74
72
Orð og tunga
Tiersma (1982:834-35) bendir á að orðin í (13), sem virðast víkja frá
þessum almennu lögmálum um mörkun, vísa öll til para eða hópa:
sokkar, armar og hom (á dýrum) eru oftast í pörum og gæsir, spæn-
ir, tár, tennur og þyrnar eru oftast í „hópum", ef svo má segja. Öll
eru þessi orð því algengari í fleirtölu en eintölu og að dómi Tiersma
skýrir það hvers vegna fleirtölumyndirnar eru ómarkaðar andspæn-
is eintölunni; tilvik af þessu tagi kallar Tiersma local markedness sem
nefna mætti sérmörkun á íslensku:
(14) Sérmörkun (e. local markedness), sbr. Tiersma 1982:835
Nafnorð er ómarkað ífleirtölu ef það merkir eitthvað sem frá nátt-
úrunnar hendi er oftast í pörum eða hópum.
Tiersma sýnir tíðnitölur máli sínu til stuðnings úr hollensku, ensku,
þýsku og spænsku og þær sýna glögglega að orð þau í þessum mál-
um er merkja 'armur', 'horn (á dýri)', 'sokkur', 'tönn', 'spónn, flís',
'þyrnir' og 'tár' eru mun meira notuð í fleirtölu en eintölu.
Tölurnar fyrir gæsarorðið í þessum málum sýna reyndar ekki jafn-
skýra yfirburði fleirtölu yfir eintölu og eru eintölumyndir þess jafnvel
algengari en fleirtölumyndir í sumum málanna. Skýringin er vænt-
anlega sú að í borgarsamfélagi nútímans eru gæsir ekki jafnalgengar
í stórum hópum eins og var í landbúnaðarsamfélagi fyrri alda; mál-
notkunin hefur því breyst samfara breyttum lifnaðarháttum. Þróun
frísneska orðsins í (13b) sýnir þó að fleirtalan hefur verið lögð til
grundvallar — hún hefur verið ómörkuð andspænis eintölunni — og
vitnar þá líkast til um eldri málnotkun landbúnaðarsamfélagsins.
Þegar fleirtölumynd er ómörkuð andspænis eintölumynd getur
það haft í för með sér eins konar vangreiningu (e. under-analysis) á fleir-
tölumyndinni þar sem fleirtölumerki hennar glatar merkingu sinni.
Börn á máltökuskeiði heyra eintölumyndina sjaldan og tileinka sér
því fleirtölumyndina sem grunnmynd í stað þess að skynja hana sem
markaða mynd með fleirtölumerki. Þá getur komið upp tilhneiging
til að bæta við skýru fleirtölumerki til að tákna með ótvíræðum hætti
fleirtölumerkingu grunnmyndarinnar og verður það viðbót við eldra
fleirtölumerkið sem glatað hefur merkingu sinni; úr verður það sem
nefnt er tvöföld fleirtala (d. double plural). Tiersma (1982:837-39) sýnir
dæmi um tvöfalda fleirtölu, meðal annars úr vesturfrísnesku (15a-f)
þar sem fleirtöluendingunni -s hefur verið bætt ofan á fleirtöluending-
una -en (en hvor tveggja endingin er virk í frísnesku) og úr hollensku
þar sem fleirtöluendingunni -en hefur verið bætt ofan á fleirtöluend-