Orð og tunga - 01.06.2006, Side 74

Orð og tunga - 01.06.2006, Side 74
72 Orð og tunga Tiersma (1982:834-35) bendir á að orðin í (13), sem virðast víkja frá þessum almennu lögmálum um mörkun, vísa öll til para eða hópa: sokkar, armar og hom (á dýrum) eru oftast í pörum og gæsir, spæn- ir, tár, tennur og þyrnar eru oftast í „hópum", ef svo má segja. Öll eru þessi orð því algengari í fleirtölu en eintölu og að dómi Tiersma skýrir það hvers vegna fleirtölumyndirnar eru ómarkaðar andspæn- is eintölunni; tilvik af þessu tagi kallar Tiersma local markedness sem nefna mætti sérmörkun á íslensku: (14) Sérmörkun (e. local markedness), sbr. Tiersma 1982:835 Nafnorð er ómarkað ífleirtölu ef það merkir eitthvað sem frá nátt- úrunnar hendi er oftast í pörum eða hópum. Tiersma sýnir tíðnitölur máli sínu til stuðnings úr hollensku, ensku, þýsku og spænsku og þær sýna glögglega að orð þau í þessum mál- um er merkja 'armur', 'horn (á dýri)', 'sokkur', 'tönn', 'spónn, flís', 'þyrnir' og 'tár' eru mun meira notuð í fleirtölu en eintölu. Tölurnar fyrir gæsarorðið í þessum málum sýna reyndar ekki jafn- skýra yfirburði fleirtölu yfir eintölu og eru eintölumyndir þess jafnvel algengari en fleirtölumyndir í sumum málanna. Skýringin er vænt- anlega sú að í borgarsamfélagi nútímans eru gæsir ekki jafnalgengar í stórum hópum eins og var í landbúnaðarsamfélagi fyrri alda; mál- notkunin hefur því breyst samfara breyttum lifnaðarháttum. Þróun frísneska orðsins í (13b) sýnir þó að fleirtalan hefur verið lögð til grundvallar — hún hefur verið ómörkuð andspænis eintölunni — og vitnar þá líkast til um eldri málnotkun landbúnaðarsamfélagsins. Þegar fleirtölumynd er ómörkuð andspænis eintölumynd getur það haft í för með sér eins konar vangreiningu (e. under-analysis) á fleir- tölumyndinni þar sem fleirtölumerki hennar glatar merkingu sinni. Börn á máltökuskeiði heyra eintölumyndina sjaldan og tileinka sér því fleirtölumyndina sem grunnmynd í stað þess að skynja hana sem markaða mynd með fleirtölumerki. Þá getur komið upp tilhneiging til að bæta við skýru fleirtölumerki til að tákna með ótvíræðum hætti fleirtölumerkingu grunnmyndarinnar og verður það viðbót við eldra fleirtölumerkið sem glatað hefur merkingu sinni; úr verður það sem nefnt er tvöföld fleirtala (d. double plural). Tiersma (1982:837-39) sýnir dæmi um tvöfalda fleirtölu, meðal annars úr vesturfrísnesku (15a-f) þar sem fleirtöluendingunni -s hefur verið bætt ofan á fleirtöluending- una -en (en hvor tveggja endingin er virk í frísnesku) og úr hollensku þar sem fleirtöluendingunni -en hefur verið bætt ofan á fleirtöluend-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.