Orð og tunga - 01.06.2006, Page 75
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
73
inguna -er (15g-h). Svipuð dæmi eru enn fremur þekkt úr enskri mál-
sögu, svo sem þegar ft. cy (Campbell 1959:254 [§628.2]; Brunner 1965:
228 [§284, athgr. 4]) var aukin með fleirtöluendingunni -ne en aðgrein-
ing eintölu og fleirtölu fólst þar áður í víxlunum u : y (15i).
(15)
a. vfrísn. et. boei
b. vfrísn. et. lears
c. vfrísn. et. reed
d. vfrísn. et. trep
e. vfrísn. et. weach
f. vfrísn. et. wolk
g. holl. blad
h. holl. ei
i. fe. et. cu
ft. boeijens 'handjám'
ft. learzens 'stígvél'
ft. redens 'skautar'
ft. treppens 'þrep'
ft. weagens 'bylgja'
ft. wolkens 'ský'
ft. blader —» bladeren 'laufblað'
ft. eier —> eieren 'egg'
ft. cy —> kine 'kýr'
Snúum okkur þá aftur að íslenska gæsarorðinu. Ekki verður séð að
fleirtölumyndir orðsins gæs séu algengari en eintölumyndirnar í nú-
tímaíslensku. Dæmin í íslenskri orðtíðnibók Görgen Pind o.fl. 1991:174)
eru reyndar fá, aðeins sex úr fjórum textum, og skiptast þannig að
tvö em um þf. et. og eitt um þgf. et., nf. ft., þf. ft. og þgf. ft.; jafn-
mörg dæmi eru því um eintölu og fleirtölu. í seðlasafni Ordbog over
det norrnne prosasprog í Kaupmannahöfn eru 26 dæmi um gás: fimmtán
eru fleirtölumyndir en sex eru eintölumyndir og af eintölumyndun-
um sex eru fjórar úr einum og sama kaflanum í Kormáks sögu.11 Að
svo miklu leyti sem þessar tölur gefa einhverja vísbendingu um tíðni
gæsarorðsins í fornu máli sýna þær allmikla yfirburði fleirtölunnar yf-
ir eintölunni og gæsarorðið virðist því geta fallið undir skilgreiningu
Tiersma á sérmörkun.
Tvenns konar breytingar áttu sér stað á beygingu gæsarorðsins ís-
lenska, eins og lýst er í (16), sbr. (4):
(16) ísl. gás: tvær breytingar á sextándu öld
a. Nf./þf. ft. fengu nýtt fleirtölumyndan (-ir í stað -0).
b. Víxlum tveggja rótarsérhljóða [gás-: gæs-) var útrýmt
(og æ alhæft).
Eins og rætt var að framan (§3.1) er erfitt að skera úr um það með
óyggjandi hætti hvor breytingin mrmi eldri en ýmislegt þykir þó
nEkki eru talin með þrjú dæmi um örnefniðat/frá Gásum, tvö dæmium viðurnefnið
gás (sem ekki er til í fleirtölu) og eitt dæmi um gás 'kvensköp'.