Orð og tunga - 01.06.2006, Page 78
76
Orð og tunga
(19) a. et. mús-0 : ft. mýs-0 —> mús-ir
b. „enn diisuna atu rid og musir [nf. ft.]" í Lbs. 838 4to (bls.
214.11; leturbr. hér)
c. stýristautar, minnisspjöld, hljóðstyrksstjórar, músir (nf.
ft.) og aðrir hlutir
d. Músir (nf. ft.) fyrir tölvuna
e. Gulli á sæta hunda sem heita Snotra og Perla og eru al-
gerar músir (nf. ft.) en hann hefur aldrei leyft mér að sjá
þær
f. engar hreyfingar í músagildrum, allt eins og það átti að
vera og ég laus við allar músir (þf. ft.) í bili
Niðurstaðan um eðli breytinganna í samnafninu og um leið svarið við
spurningunni í (6) er þá þessi: Bæði breyting endingarinnar nf./þf. ft.
-0 —> -ir og alhæfing rótarsérhljóðsins æ á kostnað á má að öllum lík-
indum rekja til þess að gæsarorðið var algengara í fleirtölu en eintölu
og fleirtalan var því ómörkuð gagnvart eintölunni; þetta er það sem
hér hefur verið nefnt sérmörkun (e. local markedness) að hætti Tiersma
(1982). Aftur á móti hefur fleirtala orðanna mús og lús verið mörkuð
gagnvart eintölunni, eins og algengast er meðal nafnorða, og því hefur
samsvarandi þróun ekki átt sér stað þar.
4 Örnefnið: at Gásum, á Gás(a)eyri, Gásir, Gásar,
Gæsir
4.1 Uppruni
Vel er þekktur verslunarstaður sá við ósa Hörgár í Eyjafirði sem í forn-
um heimildum er nefndur at Gásum. Uppruni þessa heitis er þó ekki
fullkomlega ljós en varðveittar myndir þess í elstu heimildum eru al-
veg samhljóða gæsarorðinu og ljóst að snemma hefur ömefnið verið
tengt við fuglsheitið. Hér er ekki rúm til umræðu um uppruna ömefn-
isins en gengið verður út frá því að þar sé á ferð gæsarorðið.13
13Sjá um verslunarstaðinn hjá Birni Þorsteinssyni og Guðrúnu Ásu Grímsdóttur
1989:150-52; enn fremur hjá Margréti Hermannsdóttur 1987 og í safni greina hjá
Christophersen og Dybdahl (ritstj.) 1999.