Orð og tunga - 01.06.2006, Qupperneq 79
77
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
4.2 Yfirlit um helstu dæmi og beygingarþróun
Verslunarstaðarins við Hörgárósa er víða getið í fornum heimildum
(sbr. Hagland 1999 og Björn Vigfússon 2002). Hann er nefndur í nokkr-
um íslendinga sögum og þáttum frá fyrri hluta þrettándu aldar og
fram á miðja fjórtándu öld, eins og sýnt er í (20), en einvörðungu í
þágufalli (fleirtölu), at/á/frá Gásum, þrettán sinnum, eða í eignarfalli
(fleirtölu), til Gása, einu sinni; alls eru það því fjórtán dæmi. Aðeins í
yngstu sögunum, Grettis sögu frá um og upp úr 1300 og Þorleifs þætti
jarlaskálds frá því um 1300 eða fyrri hluta fjórtándu aldar, kemur fyrir
heitið á Gáseyri.
(20) Verslunarstaðurinn nefndur í íslendinga sögum og þáttum
a. Víga-Glúms saga (frá fyrri hluta þrettándu aldar; útg.
Jónas Kristjánsson 1956): þgf. Gásum (1 dæmi)
b. Sneglu-Halla þáttur (frá fyrri hluta þrettándu aldar; útg.
Jónas Kristjánsson 1956): þgf. Gásum (1 dæmi í Morkin-
skinnugerð, 1 dæmi í Flateyjarbókargerð)
c. Ljósvetninga saga (frá miðri þrettándu öld; útg. Björn
Sigfússon 1940): þgf. Gásum (1 dæmi)
d. Reykdæla saga (frá miðri þrettándu öld; útg. Björn Sig-
fússon 1940): þgf. Gásum (3 dæmi), ef. Gása (1 dæmi)
e. Ögmundar þáttur dytts (frá síðari hluta þrettándu aldar
eða um 1300; útg. Jónas Kristjánsson 1956): þgf. Gásum
(1 dæmi)
f. Grettis saga (frá um eða upp úr 1300; útg. Guðni Jónsson
1936): þgf. Gásum (3 dæmi), á Gáseyri (1 dæmi)
g. Þórðar saga hreðu (frá miðri fjórtándu öld; útg. Jóhannes
Halldórsson 1959): þgf. Gásum (2 dæmi)
h. Þorleifs þáttur jarlaskálds (frá lokum þrettándu aldar
eða fyrri hluta fjórtándu aldar; útg. Jónas Kristjánsson
1956, Österholm 1987): á Gáseyri (1 dæmi)
í Sturlunga sögu, safni þrettándu aldar sagna sem steypt var saman
í eitt rit um 1300 (Guðrún Nordal 1992:310), eru alls 24 dæmi: sextán
um þágufallið at/frá Gásum og átta um eignarfallið til Gása, eins og sýnt
er í (21). Aðeins einu sinni er verslunarstaðurinn nefndur á Gásaeyri
en það er í Þorgils sögu skarða í klausu sem aðeins er varðveitt í BL
Add. 11.127, sautjándu aldar eftirriti Reykjarfjarðarbókar, AM 122 b
fol. (útg. Kálund 190^11,1:303.11).