Orð og tunga - 01.06.2006, Page 80
78 Orð og tunga
(21) Verslunarstaðurinn nefndur í Sturlunga sögu (steypt saman um
1300; útg. Kálund 1906-11)
a. Prestssaga Guðmundar Arasonar: þgf. Gásum (3 dæmi)
b. Guðmundar saga dýra: þgf. Gásum (2 dæmi), ef. Gása (1
dæmi)
c. íslendinga saga: þgf. Gásum (6 dæmi), ef. Gása (5 dæmi)
d. Þórðar saga kakala: þgf. Gásum (4 dæmi), ef. Gása (1
dæmi)
e. Þorgils saga skarða: þgf. Gásum (1 dæmi), ef. Gása (1
dæmi), á Gásaeyri (1 dæmi)
í biskupa sögum eru sex dæmi um þágufallið at Gásum og eitt um
eignarfallið til Gása, eins og sýnt er í (22), en notkun Gáseyrar-natnstns
færist þar mjög í vöxt og í Lárentíus sögu frá miðri fjórtándu öld er
verslunarstaðurinn hartnær alltaf á/af/við Gáseyri og einu sinni aðeins
á Eyri.
(22) Verslunarstaðurinn nefndur í biskupa sögum
a. Jóns saga H (C) (frá þrettándu öld, í sautjándu aldar
uppskriftum frá Norðurlandi; útg. Foote 2003a-b): Gás-
eyri (1 dæmi)
b. Árna saga (frá fyrri hluta fjórtándu aldar; útg. Guðrún
Ása Grímsdóttir 1998): ef. Gása (1 dæmi)
c. Guðmundar saga A („elsta sagan", frá fyrri hluta fjór-
tándu aldar; útg. Stefán Karlsson 1983): þgf. Gásum (6
dæmi)
d. Guðmundar saga Arngríms (D) (frá miðri fjórtándu öld;
útg. Biskupa sögur 1858-78, 2): Gáseyri (1 dæmi), Gáseyrar
(1 dæmi)
e. Lárentíus saga (frá miðri fjórtándu öld; útg. Guðrún Ása
Grímsdóttir 1998): Gáseyri (13 dæmi í A-gerð, 13 dæmi
í B-gerð), í Gáseyraskipinu (1 dæmi í A-gerð), á Eyri (1
dæmi í A-gerð)
Annálamir frá fjórtándu öld og síðar sýna svipaða mynd: þar er oftar
talað um verslunarstaðinn á Gáseyri en að Gásum.