Orð og tunga - 01.06.2006, Page 81
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
79
(23) Verslunarstaðurinn nefndur í annálum
a. Lögmannsannáll (frá miðri fjórtándu öld; útg. Storm
1888 [VII]): Gásum (2 dæmi), á Gáseyri (4 dæmi)
b. Annálsbrot frá Skálholti (frá síðari hluta fjórtándu aldar;
útg. Storm 1888 [VI]): á Gásaeyri (1 dæmi)
c. Flateyjarannáll (frá síðari hluta fjórtándu aldar; útg.
Storm 1888 [IX]): þgf. Gásum (2 dæmi), á Gáseyri (4 dæmi)
d. Oddaverjaannáll (frá sextándu öld; útg. Eiríkur Þor-
móðsson og Guðrún Ása Grímsdóttir 2003): þgf. Gásum
(3 dæmi), á Gáseyri (1 dæmi)
e. Gottskálksannáll (frá síðari hluta sextándu aldar; útg.
Storm 1888 [VIII]): Gásum (1 dæmi), á Gáseyri (2 dæmi)
Þessar elstu heimildir um verslunarstaðinn sýna sem sagt einimgis
þgf. Gásum og ef. Gása en engin dæmi um nefnifall eða þolfall ömefn-
isins. Á fjórtándu öld er verslunarstaðurinn oft nefndur á Gáseyri og
virðist það heiti því yngra en at Gásum (sbr. einnig Finn Jónsson 1908).
Ef sá skilningur er lagður til grundvallar að örnefnið sé í reynd gæsar-
orðið má reikna með því að beygingarþróun örnefnisins á þrettándu
og fjórtándu öld hafi verið sú sama og hjá samnafninu. Þessi þróun
er sýnd í (24): þróun samnafnsins er endurtekin úr (2) og hafa verður
hugfast að strangt til tekið er nefnifall og þolfall örnefnisins óþekkt og
því rétt að hafa fyrirvara þar á.
(24) Fleirtölumyndir samnafnsins og ömefnsins
a. b.
um 1200 > um 1300 > um um 1200 > um 1300 > um
1400 1400
ft. nf g?ss > gæss > gæs Gqss > Gæss > Gæs (?)
Pf g?ss > gæss > gæs Gqss > Gæss > Gæs (?)
Psf■ gQSum —> gásum Ggsum —> Gásum
ef gása Gása
í fornbréfum frá fimmtándu og sextándu öld birtist nefnifalls- og þol-
fallsmyndin Gásir, eins og sýnt er í (25), en þar er alls staðar átt við
jörðina fremur en verslunarstaðinn sjálfan, enda bendir ýmislegt til að
verslun hafi þá að mestu verið aflögð á Gásum.14
14Finnur Jónsson (1908:3) telur hugsanlegt að nafnið Gáseyr(r) hafi sprottið af þörf
fyrir að greina verslunarstaðinn eða höfnina frá bænum sem fyrst er nefndur í bréf-