Orð og tunga - 01.06.2006, Page 83
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
81
(27) Beygingarþróun samnafnsins og örnefnisins
a. b.
ft.nf. gæs —*• gæsir Gæs (?) —> Gásir, Gásar, Gæsir
Pf gæs —> gæsir Gæs (?) —> Gási(r), Gása(r), Gæsi(r)
Psf- gásum —*• gæsum Gásum
ef. gása —> gæsa Gása
í þróun örnefnisins er því að finna þrennt sem ekki sést í þróun sam-
nafnsins:
(28) a. Rótarsérhljóðið á hefur komist inn í nf./þf. ft. örnefnisins
(Gás-) í stað hins upprunalega æ og lifir þar (jafnframt æ)
til nútímamáls (fáein dæmi fundust um á í nf./þf. ft. sam-
nafnsins en það virðist ekki hafa verið algengt eða langlíft
þar).
b. Nýtt beygingarmyndan nf./þf. ft. örnefnisins er -ir (Gásir,
Gæsir) en einnig -ar (Gásar) (samnafnið fékk -ir en engar
heimildir eru um að það hafi fengið -ar).
c. Örnefnið þekkist einnig í karlkyni og fær því karlkyns-
beygingu (engar heimildir eru um að samnafnið hafi skipt
um kyn).
Því er enn ósvarað hvers vegna ömefnið hefur orðið viðskila við sam-
nafnið og þróast á annan veg. Leitast verður við að skýra þetta í næsta
kafla og verður lögð höfuðáhersla á muninn sem lýst er í (28a) og meg-
inspurningin er þessi:
(29) Hvers vegna er rótarsérhljóðið í örnefninu oft á (Gásir, Gásar) í nú-
tímamáli en ekki eingöngu æ (Gæsir) eins og í samnafninu (gæsir,
gæsir, gæsum, gæsa)?
4.3 Eðli breytinganna
Áður var á það minnst (§3.2) að vensl einstakra beygingarmynda inn-
an beygingardæmis gegndu mikilvægu hlutverki í beygingarþróun-
inni: ómarkaðar myndir hefðu oftast áhrif á markaðar myndir. Venju-
lega er gert ráð fyrir að nefnifall sé ómarkað andspænis aukaföllum
(sjá til dæmis Greenberg 1966:37-38 og um íslensku hjá Eiríki Rögn-
valdssyni 1990:64-65 og Ástu Svavarsdóttur 1993:27,49-53). Ef tillit er