Orð og tunga - 01.06.2006, Side 96
94 Orð og tunga
landi.3 En vitanlega hafa þessi gömlu tímaviðmið ekki lifað svona
lengi í þéttbýli.
Hér verða fyrst skoðuð nokkur gömul dæmi, einkum úr ritmáls-
safni Orðabókar Háskólans, um orðalag þar sem vísað er til klukk-
unnar og þau borin saman við nútímamál eftir því sem ástæða er til
(2). Þá verður sjónum beint að tveimur orðalagskerfum í nútímamáli
um nákvæman tíma (3) og giskað á ástæður þess að hið yngra kerfi
kom upp og vann á (4). Að lokum eru helstu atriði dregin saman.
2 Gömul dæmi um að vísað sé til klukku
Þótt klukkur hafi lengstum verið lítt þekktar hér á landi eru til nokkur
býsna gömul dæmi um orðalag þar sem vísað er til stunda á klukku. í
(1) er dæmi úr Reykjahólabók, safni þýddra heilagramannasagna, frá
því á fyrri hluta 16. aldar (Reykjahólabók 11969:282):
(1) sem klvckan mvndi vera aa millvm.x. xi. en þat er aa
vora thavlv nærre hadeige
Tvö önnur álíka dæmi er að finna í þessu riti (Reykjahólabók 11969:330,
338) og alls staðar þykir þýðandanum jafnframt ástæða til að orða tím-
ann að hætti Islendinga.
í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er að finna nokkur talsvert
gömul dæmi, sbr. dæmin í (2), en þau eru frá 16. og 17. öld:
(2) a. A momnana fra þuj kluckann slær sex (DI X, 217; 16.
öld)
b. um það bil klukkan var 4 (JÓlInd 1,41; mið 17. öld)
c. þa er Kluckann 3 epter Middag (ÞÞEnchir E Vllr;
1671)
d. þa Solen er j fullu Austre Kluckan 6 fyrer Middag
(ÞÞCal, 96; 1692)
e. Þegar Klukkann slær Eitt (BeerFerðam I, Ir; 1694)
f. einni stundu eftir dagmál, þegar klukkan er tíu (Alþb
VIII, 494; 1695)
Dæmi (2a) er í íslenskri þýðingu á kirkjuordinansíu Kristjáns III. en
þar er fjallað um skólahald.4 Dæmi (2b) er í ævisögu Jóns Ólafssonar
3Rismdl 'fótaferðatími, um kl. 6' eru vanalega ekki talin til eyktaheita þótt Stefán
geri það.
4Mörg álíka dæmi koma í kjölfar þessa (DI X 1911-1921:217-218).