Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 108
106
Orð og tunga
2 Heimildir úr orðabókum
í orðabók Gunnlaugs Oddssonar (1991:212 (1819)) segir m.a. undir
flettunni ærsl:
(1) ærsl... á ærsl og busl - > péle-méle2
Undir péle-méle segir svo (bls. 67):
(2) péle-méle... upp og nidr, á æsl [svo] og busl.3
Orðasambandið með ærsl og busl er að finna hjá Sigfúsi Blöndal (1920-
1924:121, undir busl). Þar segir:
(3) busl... 3. (hávaði), Stöj, Tummel: allt er komið í ærsl og
b.[usl]
Hér er merkingin 'hávaði' og því frábrugðin því sem lesa má út úr
(1) og (2) þar sem vísað er til óreiðu. í ÍO (= íslensk orðabók 2002) er
orðasambandið ærsl og busl ekki nefnt. Þar er hins vegar afbrigðið með
usl og busl undir flettunni usl (bls. 1662) og merkingin vísar til óreiðu
rétt eins og í (1) og (2):
(4) usl hk • kliður, busl, ys, þys > allt er komið á usl og
busl þ.e. á ringulreið, í glundroða
Þetta sama afbrigði er í íslenskri samheitaorðabók (1985:513) undir flett-
unni ringulreið.
Sem fyrr segir er orðasambandið með ærsl og busl ekki að finna í ÍO,
aðeins það með usl og busl. Og það kemur ekki á óvart að flest bendi til
þess að sambandið með ærsl og busl sé flestum ókunnugt nú, t.d. eru
engin dæmi um það í talmálssafni OH (= Orðabók Háskólans). Á Net-
inu eru þó nokkur dæmi en við nánari skoðun má rekja þau öll nema
eitt til fyrirlestrar um sálmabók þá sem kölluð var Leirgerður. í þeirri
bók er vísa með þessu orðasambandi, sbr. (6) í þriðja hluta. Dæmið
sem eftir er sýnir heldur ekki sjálfstæða notkun orðasambandsins; um
það verður rætt í lok þriðja kafla. Engin dæmi fundust um sambandið
2Hjá Gunnlaugi er péle-mclc skrifað með öfugum broddi. Eldri mynd sambandsins
er pesle-mesle sem skv. Dictionnaire historique de la la langue franqaise (1998:2636) er sagt
vera orðið til úr mesle-mesle. Af upprunaástæðum, þ.e. vegna s-ins, er því rétt að hafa
hatt yfir e-inu enda er þannig farið að í þeim frönsku orðabókum sem koma við sögu
hér á eftir. í þessari grein verður stafsetningin samræmd og því ávallt ritað pSle-mSle
án tillits til ritháttar hverju sinni.
3Í Fransk-íslenskri orðabók (1995:799) er pSle-mSIe þýtt á svipaðan hátt: pele-mele...
'tvist og bast; í óreiðu/einni bendu, í hrúgu; á rúi og stúi'.