Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 110
108
Orð og tunga
Um þetta segir Finnur (á sama stað):
(7) Eg kvað þessar vísur 1802... Talshátturinn „AHt er
komið í ærsl og busl" tíðkaðist síðan, um þær mundir,
á Suðurlandi; hvört enn, veit eg ekki.
í (8) eru dæmi úr ROH (undir busl).7
(8) a. Tíundarstatútunni sé í svo mörgum greinum ekki
fylgt nú, að allt komizt á ærsl og busl, ef menn vildu
fara að fylgja henni stranglega.
Ldsyrd VI, 367 (1852) Aldur: 19m
b. ... enn ef alt kemst á ærsl og busl, geta menn trúað, að
enn fleiri Bakka bræðra nótar villist inn á þingið enn
nú eru þar.
Fjallk 1897,153 Aldur: 19s
c. Hið náttúrlega og yfimáttúrlega var í óendanlegum
ruglingi hvað innan um annað; það var eins og „allt
væri komið í ærsl og busl".
Þjóð 1889, 208 Aldur: 19s
Hér á undan í (4) var minnst á sambandið með usl og busl. Um það em
eftirtalin dæmi í söfnum OH:8
(9) a. allt er komid á usl og busl.
Lbs. 220 8vo, bls. 61, undir busl9
b. Við sjáum þá hvað setur, enda verður allt á usli og
busli, einlægar fylkja-kosningar.
SGStBR I, 283 Aldur: 19s20f (skrifað 1911)
7Úr þessu dæmasafni úr ROH er sleppt einu dæmi úr Austra (1884) þar sem ekki
hefur tekist að sannreyna það (vegna rangs blaðsíðutals). Auk þess er sleppt tveimur
dæmum sem eru samhljóða (6). Jafnframt verður að geta hér eins dæmis úr ROH
(undir busl):
a. með þýzku orðatiltæki „Thun und treiben" (ærsl og busl).
Nf II, 33, 19m
í orðabók Jóns Ófeigssonar (1953:635-636) er Treiben undir flettunni treiben; sein Tun
und Treiben er þýtt sem 'athafnir hans og hegðun'. Af orðasambandabók Duden
(1992:739-740, undir tun) má ráða að sambandið sé notað í formlegu máli. Nafnorðið
Tun er sagnanafnorð af sögninni tun 'gera' og Treiben er sömuleiðis sagnanafnorð, af
treiben 'drífa, reka, elta; gera'. Merking nafnorðanna er í þessu samhengi sú sama. Sú
óreiðu- eða ringulreiðarmerking sem einkennir péle-méle er því hér víðs fjarri.
sHér verður líka að geta tveggja dæma með usl og busl þar sem merkingin er ljós-
lega 'hávaði', sbr. einnig Sigfús Blöndal (1920-1924: 896, undir usl). Notkunin er því
nokkuð ólík því sem er í (8) og (9).