Orð og tunga - 01.06.2006, Page 125
Þórdís Úlfarsdóttir: Málfræðileg mörkun orðasambanda
123
1. Orðasamböndin er hægt að einfalda á tvennan hátt. Fyrsta skrefið er
að taka út alla svigaliði, enda tákna þeir að innihald þeirra sé valfrjáls
viðbót við orðasambandið.
Næsta skref er að huga að tilbrigðum í tíðum sagna (með skástriki
á milli tilbrigða) eins og þau koma fram t.d. í orðasambandinu aka/hafa
(< lengi >) ekið hölln. Þegar slík sambönd eru mörkuð kemur vel til
greina að einfalda þau svo að aðeins fyrra tilbrigðið standi eftir. Ef
sambandið oka/hafa (< lengi >) ekið höllu er einfaldað til fulls, er svigalið-
urinn fyrst fjarlægður svo eftir stendur oka/hafa ekið höllu; því næst
er sagnmyndin einfölduð í akn höllu. Við mörkun orðasambanda var
bæði prófað að marka þau óbreytt sem og fullstytt, og hafði einföldun
þeirra ekki sýnileg áhrif á nákvæmni mörkunarinnar. í þessari tilraun
var ákveðið að stytta orðasamböndin, en slíkt hlýtur að fara eftir að-
stæðum og tilgangi hverju sinni.
2. Skilatáknið # er sett fremst og aftast í orðasambandið til að greina
það frá öðrum samböndum. Það er nauðsynlegt vegna þess að hér er
ekki um að ræða venjulegar setningar sem byrja á stórum staf og enda
á greinarmerki — í orðasamböndunum koma greinarmerki önnur en
komma mjög óvíða fyrir, og punktur kemur hvergi fyrir í þeim.
3. Nú er hægt að marka textann með TnT-markaranum og skilar hann
niðurstöðum í sérstakar skrár. Ein þeirra hefur að geyma markaðan
texta þar sem eitt orð er í línu ásamt markinu:
aka sng
á ao
hundasleða nkeo
4. Til að fullvinna efnið þarf nokkur skref til viðbótar. Færa þarf orða-
samböndin aftur til fyrra horfs svo að hvert samband sé í sérlínu. Á
þessu stigi er hentugt að setja táknið _ á milli orðs og marks vegna
síðari vinnslu:3
# aka_sng á_ao hundasleða_nkeo #
# aka_sng < honum_fpkeþ, henni_fpveþ > úr_aþ sporun-
um_nkfþg #
Þama eru þá orðasamböndin aftur komin í lárétta stöðu að viðbættum
greiningarstrengjunum sem er skeytt aftan við hvert orð sambandsins.
5. Stundum getur verið hentugt að flytja alla greiningarstrengi orða-
sambandanna aftast í hverja línu, þ.e. á eftir orðasambandinu. Við það
verður orðasambandið læsilegra og einnig auðveldar það áframhald-
andi vinnslu á mörkuðu samböndunum, til dæmis ef ætlunin er að
3Þakkir fær Auður Rögnvaldsdóttir fyrir að búa til forrit sem gerir þetta tvennt.