Orð og tunga - 01.06.2006, Page 149
Orðabókar- og rannsóknarverkefni
ISLEX - íslensk-norræn veforðabók
147
islex er orðabókarverk sem er unnið á vegum Orðabókar Háskólans
í samstarfi við stofnanir á Norðurlöndum. Áætlað er að verkið taki
fimm ár í vinnslu og er stefnt að því að ljúka því árið 2011.
Um er að ræða rafræna orðabók með um 50.000 íslenskum upp-
flettiorðum ásamt þýðingum á sænsku, norsku og dönsku. Orðabók-
in á að endurspegla íslenska málnotkun samtímans og er markmiðið
að gera hana öllum aðgengilega á vefnum. Við ritstjórnina er notað-
ur veftengdur gagnagrunnur sem er hannaður sérstaklega fyrir þetta
verkefni. Gagnagrunnurinn gerir mögulegt að ritstjómarvinnan fari
fram samhliða í mörgum löndum.
Verkið hefur margvíslegt gildi í norrænu samstarfi, jafnt opinberu
sem almennu. Það á að nýtast öllum þeim sem þurfa á íslensk-nor-
rænum orðabókum að halda en sérstaklega verður leitast við að sinna
þörfum sænskra, norskra og danskra notenda, ekki síst þýðenda úr
íslensku.
islex er samstarfsverkefni Orðabókar Háskólans og þriggja stofn-
ana á Norðurlöndum, Institutionen för svenska spráket við Gautaborgar-
háskóla, Nordisk Institutt við háskólann í Bergen og Det Danske Sprog-
og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn.
iSLEX-orðabókin á að birtast á vefnum og er leitast við að láta marg-
víslega möguleika rafrænnar miðlunar njóta sín. Þar verður því að
finna ýmis nýmæli í íslenskri orðabókargerð, til dæmis litmyndir,
hreyfimyndir, framburð orða og önnur hljóð. iSLEX-gagnagrunnurinn
er enn í mótun og eftir er að ljúka frekari forritunar- og tæknivinnu,
m.a. við þá hluta verksins sem snúa að endanlegri birtingu efnisins.
Orðaforðinn í verkinu, um 50.000 flettur, er að mestu kominn inn í
gagnagrunninn. Auk flettiorðanna eru í iSLEX-orðabókinni tilfærð um
150.000 samsett orð, svokallaðar virkar samsetningar, sem ekki eru
flettiorð en er skipað imdir viðkomandi grunnorð. Þessi samsettu orð
sýna m.a. hversu virk grunnorðin eru í orðmyndun og gefa vísbend-
ingar um merkingartilbrigði þeirra.
Ætlimin er að sýna fullt beygingardæmi allra beygjanlegra fletti-
orða iSLEX-orðabókarinnar og nýta í því skyni tungutækniverkefnið
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Er þetta eina íslenska orðabókin
þar sem beygingar eru sýndar í heild sinni og án skammstafana.
Orðasamböndum er ætlað að skipa veigamikinn sess í orðabók-