Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 154
152
Orð og tunga
orða í töluðu og rituðu máli, m.t.t. framburðar, stafsetningar, beyginga
og orðmyndunar. Rartnsóknin fólst annars vegar í spurningakönnun
(talmál) og hins vegar í frekari athugun og úrvinnslu á dagblaðaefn-
inu úr A-hluta verkefnisins (ritmál). í þriðja lagi (C) voru athuguð ný-
yrði sem ætlað er að leysa aðkomuorð af hólmi og útbreiðslu þeirra.
Rannsóknin beinist að ritmáli og styðst m.a. við dagblaðatextana sem
notaðir voru í A. Annar hluti verkefnisins (D) felst í sögulegri lýs-
ingu á opinberri málstefnu hvers lands á tímabilinu 1850-2000 og sáu
málnefndir þátttökulandanna um þann þátt. Viðhorfsrannsóknimar
skiptast í þrjá rannsóknarþætti. Sá fyrsti fólst í skoðanakönnun þar
sem fjöldi fólks (500-1000 eftir löndum) var spurður um ákveðin atriði
sem snerta aðkomuorð í móðurmáli þátttakenda (E-I). Viðtalskönnim
(E-II) gegnir því hlutverki að varpa skýrara ljósi á niðurstöður skoð-
anakönnunarinnar og gefa færi á því að kafa dýpra í ákveðin atriði
með viðtölum við tiltölulega lítinn hóp fólks. Markmið viðbragðs-
könnunarinnar (E-III), sem nær til nokkurra stórra hópa, er að kalla
fram viðbrögð fólks við notkun aðkomuorða. Tilgangurinn með því að
skipta rannsókninni niður í marga smærri þætti er ekki síst sá að skoða
viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og með mismunandi rannsóknarað-
ferðum þannig að bæði sé hægt að bera saman niðurstöðurnar inn-
byrðis og á milli mála.
Að rannsókninni stendur hópur norrænna fræðimanna og háskóla-
stúdenta undir stjórn Helge Sandoy, prófessors við háskólann í Ber-
gen. íslensku þátttakendumir eru Guðrún Kvaran (C-hluti) og Ásta
Svavarsdóttir (B-I og B-II) á Orðabók Háskólans, Kristján Ámason
(E-I), Hanna Óladóttir (E-II) og Halldóra Björt Ewen (E-III og a.n.l.
E-II) við Háskóla íslands. Auk þeirra hafa aðrir komið að einstök-
um rannsóknarþáttum, einkum stúdentar við HÍ, og Ari Páll Krist-
insson skrifaði skýrslu um opinbera stefnu gagnvart aðkomuorðum
(D-hluti) fyrir íslenska málnefnd. Rannsóknirnar hafa verið styrktar
af Norrænu málráði (Nordisk sprográd), NOS-H, Norræna menning-
arsjóðnum (Nordisk kulturfond), Rannsóknasjóði Háskóla íslands og
Nordplus sprog.
Niðurstöður úr öllum þáttum rannsóknarinnar eru birtar í ritröð-
inni Moderne importord i spráka i Norden hjá Novus í Noregi. Þrjú rit eru
þegar komin út. í því fyrsta eru fyrirlestrar frá ráðstefnu sem hald-
in var í Bergen haustið 2002 (Med 'bil' i Norden i 100 ár. Ordlaging og
tilpassing av utalandske ord. Oslo 2003; ritstjóri Helge Sandoy), annað