Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 159
Orðabókar- og rarmsóknarverkefni
157
Tekist hefur samvinna við verkefnið Mörkuð íslensk málheild, sem
unnið er að við Orðabók Háskólans (sjá verkefnislýsingu Sigrúnar
Helgadóttur í þessu hefti), um úrvinnslu og greiningu talmálsefnisins.
Munu bæði verkefni njóta góðs af samstarfinu. Lokið verður við um-
ritun efnisins innan setningafræðiverkefnisins og gengið frá því með
samræmdu sniði. Efnið verður síðan lagt inn í fyrirhugaða málheild,
þar sem ekki hefði verið kostur á að hafa talmálsefni ef slík samvinna
hefði ekki hefði komið til. Á móti kemur að málheildarverkefnið skilar
vélrænni mörkun og greiningu efniviðarins, sem gerir hann miklum
mun aðgengilegri til leitar og rannsókna.
Verkefnið Tilbrigði í setningagerð fékk veglegan öndvegisstyrk frá
rannís 2005 til þriggja ára. Verkefnisstjóri er Höskuldur Þráinsson,
prófessor við HÍ, og aðrir í stjórn verkefnisins eru Eiríkur Rögnvalds-
son, Jóhamaes Gísli Jónsson og Sigríður Sigurjónsdóttir frá HÍ, Þórunn
Blöndal frá KHÍ og Ásta Svavarsdóttir frá OH. Auk þeirra koma fleiri
fræðimenn að verkefninu auk fjölmargra háskólastúdenta í íslensku.
Frekari upplýsingar um verkefni sem vísað er til má finna á eftir-
töldum vefsíðum:
Tilbrigði í setningagerð (verkefnislýsing á ensku):
http://uit.no/scandiasyn/island/
ScanDiaSyn: http://uit.no/scandiasyn/scandiasyn/
ístal — íslenskur talmálsbanki: http://www.hi.isreirikur/istal/
min (Morderne importord i spráka i Norden):
http://www.hf.uib.no/moderne/
Mörkuð íslensk málheild: http://www.lexis.hi.is/malheild.htm
Ásta Svavarsdóttir
Tungutækniverkefni sem Orðabók Háskólans
tekur þátt í
Frá árinu 2001 hefur Orðabók Háskólans rekið íslenskt upplýsingaset-
ur um tungutækni, sem kostað var af norrænu tungutækniáætluninni
fram á mitt ár 2005. Setrið hefur tekið þátt í samstarfsneti norrænna
upplýsingasetra, NorDokNet, www.nordoknet.org, en starfstíma þess lauk
einnig á árinu. Upplýsingasetrið beitti sér fyrir samningu íslensks íð-
orðasafns í tungutækni, en fé fékkst til þess úr norrænu tungutækni-