Orð og tunga - 01.06.2006, Side 161
Orðabókar- og rarmsóknarverkefni
159
Eiríkur Rögnvaldsson sótt þá. Framhald þessa verkefnis, Tværsproglig
ssgning pá tekster og ordboger, fékk svo styrk frá Nordplus Sprog í lok
ársins. Þessi verkefni halda því áfram á árinu 2006.
Auk þessa átti Orðabókin aðild að þremur fjölþjóðlegum umsókn-
um um styrki til tungutækniverkefna á árinu 2005. Þar var í fyrsta
lagi um að ræða verkefnið Nordic Multilingual Technologies, umsókn
til NOS-HS um norrænt öndvegissetur í margmála upplýsingatækni.
Forsvarsmaður umsóknarinnar var Koenraad de Smedt prófessor í
Bergen. í öðru lagi var verkefnið NorPar, umsókn til NORA, Norrænu
Atlantshafsnefndarinnar, um gerð samskipaðrar málheildar (parallel
korpus) fyrir dönsku, norsku, sænsku, færeysku og íslensku, með
áherslu á tvö síðastnefndu málin. Forsvarsmaður umsóknarinnar var
Janne Bondi Johannessen prófessor í Osló. í þriðja lagi var verkefn-
ið EuroDocNet, umsókn í 6. rammaáætlun Evrópusambandsins. Hans
Uzkoreit prófessor í Saarbrticken var forsvarsmaður umsóknarinn-
ar, en markmið verkefnisins var að koma á evrópsku samstarfsneti
upplýsingasetra í tungutækni, koma upp upplýsingasetrum í Eystra-
saltslöndunum, koma upp sameiginlegum gagnagrunni með upplýs-
ingum um tungutækni, þróa aðferðir við margmála leit, þróa og sam-
hæfa íðorðaforða greinarinnar á mörgum tungumálum o.fl.
Engin þessara þriggja umsókna hlaut brautargengi, en þátttaka í
þeim var samt mjög gagnleg fyrir Orðabókina. Með henni fékkst dýr-
mæt reynsla af samningu umsókna af þessu tagi, auk þess sem Orða-
bókin komst í tengsl við ýmsar erlendar stofnanir og einstaklinga sem
starfa á sviði tungutækni. Síðastnefnda umsóknin hefur nú verið end-
urskoðuð og send aftur til Evrópusambandsins en niðurstöðu er ekki
að vænta fyrr en í haust.
Eiríkur Rögnvaldsson