Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 26
MATUR Blandið saman 2 dl af majónesi, 2 msk af sýrðum rjóma, skvettu afWorcestershire-sósu, smá skvettu af Tabasco og smá sítrónusafa. Frábært á samlokur og með grillmat og borgurum. Eðal kokteilsósa 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Fyrir 2 afgangar af cordon bleu 4 egg Til að hleypa fjögur egg þarf lítra af vatni með örlitlu salti og 1 msk. af eplaediki. Þegar suðan er komin upp, hrærið með teskeið í vatn- inu þannig að hringiða myndast. Brjótið eggið var- lega út í og sjóðið í 2-3 mín- útur. Eggjarauðan á að vera fljótandi, ekki yfirgefa pott- inn á meðan þið eruð að gera þetta, það á að létt- sjóða í pottinum, ekki bull- sjóða. Takið eggin varlega upp úr pottinum og geymið á meðan þið eruð að hita af- gangana upp í örbylgjunni. Kjötið er sett á diskinn, róf- urnar/gulræturnar ofan á kjötið og eggin síðan ofan á. Cordon bleu m/hleyptu eggi Fyrir 2 2 panini-brauð 4 salatblöð 1 tómatur, í sneiðum ½ paprika, í sneiðum Dijon-sinnep, smá til að smyrja með afgangar af Cordon Bleu smá ólífuolía Skerið brauðið í tvennt og léttristið í ofni. Hell- ið nokkrum dropum af ólífuolíu á neðripartinn af brauðinu og smyrjið síðan örlitlu Dijon- sinnepi á. Setjið svo salatið, tómatsneiðar og paprikusneiðar ofan á. Hitið afganga af Cor- don Bleu í örbylgjuofni í 1-2 mínútur. Setjið of- an á grænmetið og lok- ið. Cordon Bleu í panini-brauði Svínahnakkifylltur meðskinku og osti, eða Cordon Bleu eins og það kallast á frummál- inu, er það sem Óskar töfrar fram í þætti vikunnar af Korter í kvöldmat. Cordon Bleu er án efa nokkuð sem margir hafa séð tilbúið í frystinum í verslunum, en það er ótrúlega auðvelt að gera þennan rétt sjálfur. Óskar sýnir ein- falda og ljúffenga útgáfu af þessum vinsæla rétti og er hann borinn fram með rjómalög- uðum gulrótum og rófum. Gott er að elda ríf- lega og eiga afganga til að borða daginn eftir og sýnir Óskar hvað hægt er að gera til að setja réttinn í nýjan búning. Cordon Bleu á einfaldan máta ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL ÚR AFGÖNGUNUM Óskar Finnsson kemur sífellt með nýjar og sniðugar uppskriftir sem allir geta farið eft- ir. Í vikunni kenndi hann okkur að elda Cordon Bleu á einfald- an og fljótlegan hátt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar auðveldar okkur eldamennskuna. Morgunblaðið/Ásdís Þú færð öll hráefnin úr þáttunum hjá okkur Cordon bleu Fyrir 4 6-700 g svínahnakki 4 skinkusneiðar 8 ostsneiðar 1 rófa 3-4 stórar gulrætur brauðrasp 1 egg 2 tsk. hunang 1 góð tsk. dijon-sinnep ½ dl rjómi ólífuolía salt og pipar Flysjið og skerið rófuna og gulræturnar í grófa bita. Setjið í pott og sjóðið með smá salti í 15-20 mínútur eða þar til tilbúið. Brjótið egg í skál og hrærið ásamt salti, pipar og örlitlum rjóma. Hellið brauðraspinu í vítt fat eða eldfast mót svo auðvelt sé að vinna með það. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og setjið í plast- poka. Berjið með potti þar til þær eru orðnar þunnar og nokkuð jafnar. Kryddið kjötið með pipar og örlitlu salti og yfir það eru lagðar sneið af osti og sneið af skinku. Önnur kjötsneið er lögð yfir og þrýst létt á. Takið „kjötsamlokuna“ og setjið varlega í eggin og í brauðraspið. Þekið með raspinu og þrýstið því vel á. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötið báðum meg- in. Ef sneiðarnar eru þykk- ar getur svo borgað sig að setja lok á pönnuna til að vera viss um að kjötið nái að eldast í gegn. Þegar rófurnar og gul- ræturnar eru soðnar er 80-90% af vatninu hellt úr pottinum og við bætast 2 tsk. af hunangi og 1 tsk. af sinnepi. Potturinn fer aftur á helluna, ½ dl af rjóma bætt við og þetta soðið saman svo bragðið af hun- anginu og sinnepinu bland- ist vel saman. Þetta ætti að taka nokkrar mínútur, eða þar til kjötið er full- eldað. Þegar kjötið er komið með stökka skorpu og orðið eldað í gegn er það svo borið á borð með grænmetinu. Einfaldari cordon bleu en þennan er ekki hægt að gera!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.