Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Side 37
erigo, en notaði kvenmynd nafnsins, America. Fyrst í
stað átti nafnið aðeins að vera notað yfir hluta Suður-
Ameríku, en svo var nafnið sett á báðar álfurnar og rit
með kortinu var prentað í miklu upplagi vegna mikilla
vinsælda. Eftir það var ekki aftur snúið með nafn nýja
heimsins, jafnvel þó að Waldseemüler hafi sjálfur
fyllst efasemdum um réttmæti þess.
Prenttæknin, og sú hraða útbreiðsla upplýsinga sem
henni fylgdi, varð því til þess að Kólumbus fann Am-
eríku þó að Amerigo hafi siglt vestur um haf í kjölfar
Kólumbusar.
Lífseig upplýsingabylting
Sú mikla upplýsingabylting sem í prenttækninni fólst
hefur vitaskuld gert miklu meira en að festa nöfn Lut-
hers og Amerigo í vitund veraldarinnar. Hún hefur
umbylt öllu, meðal annars vegna þess hve lífseig hún
hefur verið. Það leið hálft árþúsund fram að næstu
upplýsingabyltingu, þeirri sem við lifum nú, og hún
byggist einnig á þeirri fyrri. Þeir stafir sem rötuðu á
þetta blað, en fyrst á tölvuskjá, eru dæmi þar um. Og
þrátt fyrir þessa seinni upplýsingabyltingu, sem líkt
hinni fyrri hefur umbylt öllu, sækir fólk enn í prent-
gripina og hefur yndi að því að fletta bókum og blöð-
um. Það er eitthvað sérstakt við þá tilfinningu sem
tæknin hefur ekki enn náð að koma til skila með öðr-
um hætti þó að nýja tæknin komi upplýsingum á hraða
ljóssins heimsálfa á milli. En þá gildir líka að hluta til
hið sama og fyrr, að hið prentaða orð þykir áreið-
anlegt. Áður var það samanburðurinn við skeikula
skrifarana sem átti þátt í að festa prentið í sessi. Eftir
upplýsingabyltingu nútímans má segja að áþreif-
anleiki prentsins og sú staðreynd að prentverki verður
ekki breytt eftir á, eigi sinn þátt í að viðhalda stöðu
þess, sem er sterk þrátt fyrir allar nýjungarnar og
framfarirnar.
Stórum hluta starfanna útrýmt
En öllum breytingum, að ekki sé talað um byltingum,
fylgja afleiðingar sem mönnum líkar misvel og fer það
eftir sjónarhorninu. Námsmenn eftir seinni hluta
fimmtándu aldar geta til að mynda fagnað því að þurfa
ekki lengur að fá skrifara til að fjölfalda fyrir sig
námsefnið með tilheyrandi kostnaði, þó að því færi
fjarri að skrifararnir fögnuðu framförunum. Og það
var engin sérstök ánægja meðal prentara þegar tölvur
fóru að færa sig upp á skaftið í prentsmiðjunum fyrir
fáeinum áratugum og fækkuðu þeim handtökum sem
þar þurfti að sinna. En alltaf heldur þó veröldin áfram
að snúast og enn er hægt að halda uppi fullri atvinnu,
falli stjórn efnahagsmála ekki í hendur ofstjórn-
armanna, þó að búið sé að útrýma stórum hluta þeirra
starfa sem maðurinn hefur sinnt í gegnum tíðina.
Vélvæðingin mætti mikilli mótspyrnu fyrir tveimur
öldum og rúmlega það þegar vélar fóru að snúast und-
ir eigin afli ef svo má segja, enda kom hún illa við
marga þó að það væri aðeins tímabundið ástand. Nú
kann að vera að við horfum fram á nýja byltingu á sviði
vélvæðingar, þar sem fléttast saman upplýsingabylt-
ingin og vélvæðingin og úr verða vélar sem „hugsa“.
Um nokkurt skeið hefur verið unnið hörðum höndum
að því að hagnýta svokallað gervigreind og reglulega
lesum við um bíla sem aka sjálfir, ryksugur sem ryk-
suga án aðkomu mannsins og fleira þess háttar, fyrir
utan að við rekumst iðulega á áhrif þessarar tækni
þegar við gúglum eða ræðum við símann okkar.
Það teygist ekkert á tímanum
Engin leið er að segja hvert eða hversu langt þessi
nýjasta tækniþróun leiðir manninn en hún mun án efa
leiða hann áfram á sömu braut og hann hefur verið á
alla tíð. Hann hefur frá upphafi unnið að því að koma
af sér verkefnum, sumir segja af hinum leiða lesti leti
einum saman. Eftir því sem nær dregur í tíma hefur
hraði þessarar þróunar vaxið veldisvexti. Samt sem
áður eru menn alltaf jafn uppteknir og tíminn alltaf af
jafn skornum skammti. Raunar hafa það margir á til-
finningunni að maðurinn hafi orðið æ uppteknari eftir
því sem hann hefur komið fleiri verkum yfir á dauða
hluti. Ef sú tilfinning er rétt, þá er ekki von á góðu
með vaxandi gervigreind og auknum fjölda tækja sem
nýta hana til að létta manninum lífið. Það er engin leið
með sömu þróun að hann komist yfir allt sem hann
þarf að gera eftir að hafa komið öllum verkum sínum
yfir á tækin. Líklega er eina leiðin út úr vandanum að
ná tökum á tímanum. En jafnvel með gervigreind að
vopni gæti það orðið tafsamt.
Morgunblaðið/RAX
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37