Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 7
7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Loðnulirfum var safnað sunnan-
og vestanlands í apríl 2007, um-
hverfis land í maí 2007 og vestan-
og norðanlands og í Íslandshafi í
ágúst 2007. Söfnunartækin voru
háfur með 1 m2 opnun og 333 µm
möskvastærð og smáriðin flotvarpa.
Þar sem lirfurnar voru ekki allar
veiddar á sama degi var lengd lirfa
í hverjum leiðangri umreiknuð
miðað við ákveðna dagsetningu
með því að bæta við eða draga frá
meðal dægurvöxt lirfa í viðkomandi
leiðangri. Dægurhringir voru
notaðir til að aldursgreina loðnu-
lirfur.30 Klakdagur hverrar loðnu-
lirfu var fundinn með því að bak-
reikna fjölda dægurhringja frá klak-
hring út í jaðar kvarnar (sem svarar
til veiðidags). Kolmogorov-Smirnov
próf var notað til að bera saman
klakdagadreifingu lirfanna annars
vegar og hins vegar staðlaða lengdar-
dreifingu þeirra fyrir samræmdan
veiðidag á mismunandi svæðum.
Bergmálstæki voru notuð í sumar-
leiðöngrum í júlí og ágúst til að mæla
magn loðnu, síldar (Clupea harengus)
og kolmunna (Micromesistius poutas-
sou) á siglingarleið rannsóknaskipins.
Gögnum var safnað með flotvörpu
til að staðfesta tegundaháð endur-
varpsmynstur, afla kvarna til aldurs-
greininga á loðnu, og til að magn-
mæla aðrar fisktegundir en loðnu,
síld og kolmunna.31
Niðurstöður
Sjórinn sem umhverfi
Langtímamælingar á sjávarhita á
fjórum, föstum stöðvum (1. mynd),
sýna vaxandi hita frá miðjum
tíunda áratug síðustu aldar (2.
mynd). Stöðin norður af Kögri (Kg4)
sýnir miklar sveiflur, fyrstu ára-
tugi tímabilsins, en mun stöðugra
ástands með hlýrri sjó á þessari öld
(2. mynd b). Þetta bendir til þess að
skilin milli hlýsjávarins að sunnan og
kaldsjávarins að norðan hafi legið í
námunda við stöðina í fyrstu en færst
norður fyrir hana hin síðari ár. Aukin
áhrif Atlantssjávar síðustu ár koma
einnig fram á stöð Íh í miðju Íslands-
2. mynd. Ársmeðalhiti (grannar línur) og þriggja ára meðalhiti (breiðar línur) á 0 til 150 m dýpi að sumri (ágúst, rauð lína) og vetri
(febrúar, blá lína), á föstum endurteknum stöðvum við utanvert landgrunnið norðvestan, norðan og norðaustan lands. (a) Stöð 4 á
Látrabjargssniði (Lb4 á 1. mynd), (b) stöð 4 á Kögursniði (Kg4), (c) stöð 8 á Siglunessniði (Si8), og (d) stöð 6 á Langanessniði norð-
austur (Ln6). – Time series of temperature, averaged over 0 to 150 depth, in summer (August, red) and winter (February, blue), at
fixed repeated stations along the northern shelf of Iceland. (a) Látrabjarg station 4 (Lb4), (b) Kögur station 4 (Kg4), (c) Siglunes
station 8 (Si8), and (d) Langanes NE station 6 (Ln6).