Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 13
13 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hafs var reiknað um 350.000 km2.34 Árlegur meðallífmassi milliátu í Ís- landshafi verður því um 3,5 milljónir tonna þurrvigt, sem jafngildir um 17 milljónum tonna í votvigt, miðað við 20% þurrefnisinnihald. Líf- massi stórátu (ljósátu og marflóa) er áætlaður 12 milljónir tonna votvigt, á grundvelli mælinga í Barentshafi.35 Heildarlífmassi átu í Íslandshafi er því áætlaður 29 milljónir tonna. Líf- massi helstu fisktegunda var metinn með bergmálsmælingu og nam sam- tals 988.000 tonnum, þar af var síld 566.000 tonn, kolmunni 284.000 tonn og loðna 138.000 tonn. Umræða Frá lokum síðustu aldar hefur sjór hlýnað í Íslandshafi og á nálægum hafsvæðum allt norður til Svalbarða.32,36–40 Hærri og stöðugri sjávarhiti á stöð 4 á Kögursniði síðustu ár bendir til þess að hitaskilin norðan Íslands, milli hlýs Atlants- sjávar og kaldari sjávar Austur- Grænlandsstraums, hafi færst til norðurs. Með hliðsjón af vel þekktu straumakerfi Noregshafs og Norður-Grænlandshafs, sem og hlýnun millisjávar í Íslandshafi, er sú ályktun nærtæk að breytingar í hita og seltu vestur af Svalbarða hafi leitt til breytinga í millisjó í Norður-Grænlandshafi41 og að- streymis hlýnandi millisjávar inn í Íslandshaf. Því virðist hlýrri sjór hafa borist inn í Íslandshaf bæði að sunnan og norðan á síðustu árum og valdið hlýnun í hafinu öllu. Vöxtur kísilþörunga hófst í apríl í Íslandshafi, en magn þeirra jókst lítið fyrst í stað vegna lítillar lagskiptingar. Þegar lagskipting jókst í síðari hluta maí varð snarpur vöxtur, en aðeins í stuttan tíma þar sem magn kísils var af skornum skammti og takmarkaði því fljótlega vöxt. Með aukinni lagskiptingu eftir því sem leið á sumarið voru litlir möguleikar á að vöxtur kísilþörunga næði sér á strik á nýjan leik nema með uppbroti lag- skiptingar og aðfærslu kísils. Niður- stöður mælinga í þessu verkefni frá sumrunum 2006 til 2008 sýndu að slíkt gerðist ekki.16 Svipuð fram- vinda kísilþörunga virðist eiga sér stað í Noregshafi42,43 og á svæðum í Norður-Atlantshafi.44,45,46 Smáir svif- þörungar (<10 µm) mynduðu stóran hluta af lífmassa svifþörunga í Ís- landshafi frá vori til hausts ekki ólíkt því sem gerist í Noregshafi,43 Græn- landshafi46 og Barentshafi47. Skoru- þörungar eru mikilvægir í Íslands- hafi og hafa þá eiginleika fram yfir t.d. kísilþörunga að vera ýmist frum- bjarga, ófrumbjarga eða bæði frum- og ófrumbjarga. Þetta þýðir að þeir eru ekki eingöngu háðir uppleystum næringarefnum í sjó eins og kísil- þörungar heldur geta tekið til sín næringu á fleiri vegu. Þeirra hlutur innan svifþörunga er því mjög mikil- vægur í sumarsvifinu eins og sýnt hefur verið fram á í Noregshafi.43 Af tegundum milliátu í Íslands- hafi voru fáar algengar en margar sjaldséðar. Aðeins rauðátan fannst í öllum 247 sýnum og einungis sex tegundir fundust í fleiri en 200 sýnum. Þetta er í samræmi við mörg norðlæg vistkerfi þar sem megin- hluta lífrænnar framleiðslu er haldið 11. mynd. Niðurstöður RDA-hnitunargreiningar á milliátu og helstu umhverfisþáttum (blaðgrænu, hita og seltu, botndýpis og árs) að sumarlagi 2006–2008. Ár eru skilgreind sem flokkunarbreytur, og táknaðar með þríhyrningum. Til að taka tillit til breytileika vegna sýnatöku á mismunandi árstíma (í júlí 2006 en ágúst 2007 og 2008) er dagnúmer sett inn sem fylgibreyta. Rauðu örvarnar og rauði þríhyrningurinn hafa marktæk áhrif á röðunina, en gráar örvar og þríhyrningar tákna hlutlausar breytur.33 Sjá nánar í megintexta. – Mesozooplankton. RDA biplot of mesozooplankton species abundances (numbers m-3, 0–50 m, thin black arrows) and environmental variables (red and grey arrows) in the Iceland Sea during 2006 (July), 2007 and 2008 (August). Environmental variables are chlorophyll a, temperature and salinity (means from 0–50 m), bottom depth and year. Year is a categorial variable denoted as triangles (centroids). Day of year is a covariable to subtract variability due to different sampling times. Red arrows or triangles significantly explain variation in community structure. Grey arrows and tri- angles are insignificant variables. Arrows point in the direction of steepest increase of a variable. The angles between arrows reflect correlations. Taxa with <10 fit value to the first axis are not shown.33 -1.0 1.0 -1 .0 1. 0 Acartia Bivalvia Calanus finmarchicus Calanus glacialis Calanus hyperboreus Chaetognatha Cirripedia Coelenterata Foraminifera Limacina Microcalanus Oithona Oncaea Ophiuroidea Podon leuckarti Polychaeta Pseudocalanus Temora longicornis Themisto abyssorum Dýpi Hiti Selta Blaðgræna 2008 Breidd Lengd 20062007 Ás 1 – Axis 1 (58,2%) Á s 2 – A xi s 2 (2 6, 6% ) Fig11 íslensk

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.