Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 23
23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Síðastliðin ár hafa eldar að sumri
til verið algengir í fréttum og ef við
skoðum nýlega gróðurelda sem
eru stærri en 1 hektari (tíu eldar), á
tímabilinu 2006–2013, þá dreifðust
þeir yfir tímabilið mars–ágúst (6.
mynd). Stærri gróðureldar verða
þannig síðsumars jafnt sem að vori.
Orsakir
Gróðureldar geta kviknað af nátt-
úrulegum ástæðum, við eldingar,
eldgos og hraunflæði, en það er mjög
sjaldgæft. Langalgengasta orsökin
er íkveikja, eða í um 70% tilfella árin
2007 og 2008 (7. mynd A)11, sam-
kvæmt nákvæmri greiningu á því
tímabili; tölurnar eru áþekkar, eða
innan við 3% munur samkvæmt
grófflokkun, þegar öll gögn í gagna-
grunni MVS voru skoðuð. Íkveikja
nær yfir margvíslegar ástæður; í
flestum tilfellum er farið óvarlega
með eld en þó ekki um ásetning að
ræða. Aðrar ástæður eru reykingar
(5%), fikt barna (3%), flugeldar (2%)
og varðeldar (1%). Að nokkuð stórum
hluta er ástæðan ókunn (8%) eða
einhver önnur (16%); undir „annað“
fellur meðal annars endurtendrun,
tæknileg bilun, neisti og elding.
Langoftast, eða í um 60% tilfella
árin 2007 og 2008, kviknaði beint í
sinu (7. mynd B). Í gróðri kviknaði
út frá rusli í um 12% tilfella, í
trjágróðri kviknaði í um 8% tilfella,
mosa í 6% og aðrar orsakir eiga við
í færri tilfellum.
Staðsetning
Gögn úr gagnagrunni MVS, fyrir árin
2002–2010, sýna að langflest útköll
vegna gróðurelda verða í Reykjavík
og ef við tökum höfuðborgarsvæðið
(Reykjavík, Hafnarfjörð, Kópavog,
Mosfellsbæ og Garðabæ) eru 83%
útkalla á því svæði (8. mynd).
Árið 2012 var fjallað um 25 gróður-
elda í fjölmiðlum á landsvísu. Lang-
flestir þeirra voru suðvestanlands
(9. mynd).
Stærð og áhrif
Staðsetning gróðurelda skiptir ekki
síður máli en stærð þeirra. Stórir
eldar eins og Mýraeldar höfðu til-
tölulega lítil áhrif á gróður12 og
Reykjavík
45%
Hafnarfjörður
23%
Mosfellsbær,
Kópavogur og
Garðabær
15%
Borgarbyggð
Akranes
2%
2%
Akureyri
2%
Bessastaðahreppur
1%
Reykjanesbær
Annað
1%
9%
8. mynd. Staðsetning gróðurelda í gagnagrunni MVS 2002–2010 eftir sveitarfélagi útkalls-
staðar. – Location of wildfires 2002–2010, based on the fire department origin.
9. mynd. Staðsetning 25 elda sem voru í fréttum árið 2012. Allir voru á vesturhelmingi
landsins, utan einn við Hunkubakka. – Location of the 25 wildfires reported in 2012.