Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 34
Náttúrufræðingurinn 34 spá taki hugmyndir frá Hallmundar- kviðu. Hvað sem því líður er næsta víst að hin miklu eldgos 10. aldar hafi haft áhrif á heimsendishug- mynd og goðsögur fornmanna. 7. vísa – Ég stíg fjall af fjalli félaga minna; ég ferðast einatt myrkranna á milli; ég fer norður á bóginn dýpst niður í hinn þriðja heim; sá dökkleiti, sem ótt- ast komu mína fari jafnan í Élivoga; ég er á öndverðum meiði við jötuninn. Hér er goslýsingunni sjálfri að mestu lokið og skáldið snýr sér að goðfræðilegri útleggingu hamfaranna. Kvæðið breytist í frásögn af átökum jötna og Þórs. Ekki er fullljóst hverjum Hall- mundur fylgir að málum. Vísan er ansi torræð en virðist fjalla um viðureign Hallmundar og félaga hans við öflugan svartskeggjaðan andstæðing sem býr djúpt í jörðu og kvíðir heimsókn Hallmundar. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hver þessi andstæðingur muni vera, Finnur Jónsson telur að átt sé við Þór, Guðmundur Finnbogason við Surt en Þórhallur Vilmundarson telur fremur að um ónafngreindan hrímþurs sé að ræða sem takist á við eldjötnana Surt og félaga hans.20 Skáldinu verður hugsað til Élivoga. Samkvæmt Gylfaginningu og Vaf- þrúðnismálum er Élivogar fljót eitt mikið sem upptök á í Hvergelmi í miðjum Niflheimi. Þar eru jafnan kuldar og frost. Þaðan rann fljótið til Ginnungagaps og flutti með sér kuldann úr norðri en í miðju Ginn- ungagapi mætti það hitanum sem lagði frá Múspellsheimi. Í þeim átökum frosts og funa kviknaði hið fyrsta líf, hrímþursinn Ýmir. Hugsanlega er skáldið með líkingu í huga, Norðlingafljót verður hlið- stætt Élivogum þar sem það byltist ískalt undan Langjökli og rann í átt til hraunspúandi gosstöðva Hall- mundarhrauns (7. mynd). Miklar gufur hefur lagt til lofts þar sem áin rann að glóðheitri hraunröndinni. 8. vísa – Vér vorum allir saman í myrk- heimi; ég sá um það að hellirinn dygði; vér nutum þeirra verka minna; það er furða hvað eldhríðin mundi hita mér, ef ég kæmi samt þangað, svo vel sem ég þoli eld. Í vísunni virðist vera sagt frá helli sem Hallmundur og félagar hans hittast í og þar mun hafa verið all- heitt. Miklir hellar einkenna Hall- mundarhraun og allt frá fornöld virðast menn hafa áliðið þá vera bústaði jötna. Þetta kemur fram í frásögn Landnámu af Þorvaldi holbarka sem fór að Surtshelli og flutti jötninum sem þar bjó drápu.21 Líklega endurspeglast þetta einnig í nafni Hallmundarhrauns sjálfs. Ekki er ljóst í hvaða helli menn hugsuðu sér að Hallmundur hefði búið. Í hellunum hefur vafalítið verið töluverður hiti lengi eftir gosið. Kviðan staðfestir það. Fyrst í stað hefur verið óverandi í þeim (nema fyrir jötna) en síðar hefur hraunið kólnað hægt og hægt og árum og áratugum saman hefur þar verið notalegur innihiti þótt kalt væri úti. Minjar um mannavist og e.k. búskap í Surtshelli og fleiri hellum Hallmundarhrauns eru sennilega frá þeim tíma. Hér gæti verið vís- bending um að kvæðið hafi verið ort áður en hellarnir kólnuðu það mikið að menn gætu farið í þá. 9. vísa – Menn báru mér gráskeggjaðan jötun handan frá vígvellinum; von mun vera á konu arnarins; ég sendi jötninum sterklegan, járnsleginn steinnökkva, auðkenndan útskornum bröndum. Vísan er ærið torskilin. Fyrst virðist vera lýst falli gráskeggjaðs foringja jötna sem borinn er af vígvellinum. Svo er talað um að von sé á kvenfugli arnarins en hlutverk hennar er ekki útskýrt. Í seinni hluta vísunnar er lýst járnbentu skip úr steini (steinnökkva) með útskornu stefni. Páll Bergþórsson telur að hér sé ákveðnum hraunmyndunum líkt við skip. Hugsanlega ætlar Hall- mundur að leggja hinn fallna for- ingja í þetta skip. Ósigur eldjötunsins táknar líklega að gosi sé að ljúka og eldar að kulna. 10. vísa – Þór hinn sterki veldur böli manna; menn segja að illt eitt hljótum vér af að deila við hann; felldur er sá sem brennir jöklana; jötnum hefur fækkað; ég fer ekki að ástæðulausu dapur niður í sveit hins svarta Surts í hinn heita eld. Þarna er Þór nefndur með nafni og hann talinn valda böli manna eða e.t.v. jötna. Skáldið (Hallmundur) bætir því við að illt eitt hljótist af því að slást við hann. Sá sem brennir jöklana er fallinn og jötnum hefur því fækkað. Þetta virðist vera sami jötunn og rætt er um í 9. vísu. Helst er svo að skilja að það sé Surtur sjálfur. Hallmundur fer því dapur til heimkynna hans. Eins og í 9. vísu er hér kveðið um goslokin. 11. vísa – Ég veð mjöll á milli heima; víða er svart af eldi; jörðin springur því að ég ætla að Þór einn hafi þannig farið þangað; þungar áhyggjur má lesa út úr svip jötunsins, sjálfs mín, er ég fer víða; heldur verður augnatillit mitt ógnþrungið. Þarna er lýst aðstæðum eftir eld- gosið, svart og sprungið hraunið þekur land og snjórinn er dökkur af gjóskufalli. Hallmundur fer á milli heima þ.e. undirheima eldsins og yfirborðs jarðar, og er hugsanlega að reyna að veita Þór eftirför. Hann er í hryggur í huga og augnatillit hans er ógnþrungið sem ef til vill á að sýna að hann er í hefndarhug. 12. vísa – Ég á einn hús í hrauni; menn hafa sjaldan sótt mig heim; ég var aldrei fyrr slyngur að skemmta mönnum; lærið flokkinn drengir, eða þið munið sæta þungri refsingu; enn er skáldmjöð- urinn þrotinn (kvæðið á enda). Vísan er auðskilin og áskorunuin í endann, um að menn læri kvæðið, hefur ef til vill orðið til þess að menn festu sér það betur í minni en ella. Hvaða gosi er lýst? Hvaða eldgosi er hér lýst? Er þetta ákveðið eldgos eða blandast saman reynsla af fleiri gosum? Er skáldið e.t.v. að tala almennt um eldgos án þess að hafa sérstakt gos í huga? Eru hugmyndir Þórhalls Vilmundarsonar og Páls Bergþórs- sonar um tengsl við Hallmundar- hraun raunhæfar? Frásögnin bendir ekki til að um almenna goslýsingu sé að ræða,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.