Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 42
Náttúrufræðingurinn 42 e http://en.wikipedia.org/wiki/Bonobo f Sem dæmi um slíka aukaverkun má nefna að vissar stökkbreytingar á genum sem stýra sameindagerð blóðrauða eða hemóglóbíns draga úr súrefnisburðargetu blóðsins en veita aukið þol gegn malaríu. Í umhverfi þar sem malaría herjar ekki, eyðir náttúruvalið þessum stökkbreyttu genum þegar fram líða stundir, en þeim mun meira fer fyrir þeim í stofnum manna sem malarían er skæðari í kringum þá. Allstórar hjarðir þeirra skiptast við dagleg störf í minni fjölskylduhópa, þar sem ættmóðir fer fyrir dætrum sínum á ýmsum aldri og börnum sínum og þeirra. Fullorðnir karlar eru laustengdari. Þótt undirstöðufæða simpansa sé gróður, einkum aldin, drýgja þeir þennan kost stundum með kjöti, oftast af smáöpum sem karlar þeirra veiða uppi í trjám með gargi og látum. Bónobóar eru eindregnari aldinætur, þótt þeir grípi stöku sinnum skorkvikindi eða stærri dýr. Meðal simpansa berjast sterkir karlapar um völd og þar með um réttinn til að makast með apynjunum, en þær eru neðar í virðingar- stiganum. Bónobókarlar gera hins vegar ekkert tilkall til valda en láta kvenþjóðinni þau eftir. Mun minna er hjá þeim um árekstra og átök en í hópum annara mannapa. Skýringin er að bónóbóar leysa flestan félags- legan vanda með kynlífi. Þeir fara að kjörorði hippakyn- slóðarinnar, make love not war eða „ríða en ekki stríða“. Samkynhneigð tengsl virðast algengari en gagnkyn- hneigð. Engin föst sambönd greinast á milli ákveðinna einstaklinga; meira eða minna eru „allir með öllum“, óháð kynferði og aldri. Þó virðast mæður ekki hafa kynmök við kyn- þroska syni sína. Venjulegar samfarir bónobóa taka að jafnaði um 15 sekúndur, og mökun kvið við kvið er algeng, líkt og hjá mönnum. Auk þess þekkjast ýmis tilbrigði, svo sem munnmök, tungukossar, eða þegar samkyns dýr núa saman kynfærum (skapanudd meðal apynja (12. mynd) og typpaskylm ingar karla.e Þegar vinir hittast heilsast þeir oft með mökun. Ágreiningur er leystur á sama hátt. Menn og ýmsir apar eðla sig oft eftir að þeir hafa fengið fylli sína af mat, en þegar flokkur bónobóa kemur að ríkulegri fæðu, svo sem tré eða trjám með fullþroska aldinum, grípa aparnir til kynlífs áður en þeir setjast að mat sínum. Þetta telja apafróðir menn að komi í veg fyrir erjur, svo sem átök um bestu bitana. Lokaorð Eins og Bangsimon benti á, þá er erfitt að vita hvað býflugur hugsa, og það á raunar við um mörg dýr önnur. Sumt af því sem freistandi er að telja óvenjulega kynhegðun gæti haft aðra skýringu, til dæmis verið liður í baráttu dýranna um ráðandi stöðu innan hópsins, enda hafa margir dýrafræðingar verið tregir til að líta á þessi tilvik sem kynferðislegt atferli og jafnvel lokað augunum fyrir þeim. Sá gæsafróði dýrafræðingur Konrad Lorenz (1903–1989) þvertók til dæmis fyrir það að óeðli eins og samkynhneigð kæmi fyrir hjá gæsum í náttúrunni. En eftir því sem fleira kemur í ljós varðandi sérkennilega hegðun af því tagi sem hér hefur verið greint frá, verður erfiðara að sættast við þá hugmynd að hún komi kynlífi ekki við. Á menntaskólaárum þess sem þetta skráir var orðheppinn nátt- úrufræðikennari spurður um það hvort „hómósexúalismi“ væri arf- gengur. Kennarinn svaraði, rétti- lega: „Ekki ef hann er praktíseraður eingöngu.“ Samt er samkynhegðun (ásamt tvíkynhegðun) útbreidd í heimi dýranna, og ljóst að erfðir koma þar við sögu, þótt umhverfið skipti líka miklu máli. Einhverjir kostir hljóta að fylgja þessari kynhegðun, ef ekki beint, þá sem aukaverkun þeirrar arfgerðar sem kallar hana fram.f Að öðrum kosti hlyti hið óvægna val náttúrunnar að hafa fyrir löngu hreinsað úr erfðamengi dýranna öll gen sem tengjast samkynhegðunar. Þetta vekur spurningar um hvert sé gildi slíkrar hegðunar – beint eða óbeint – í þróun. Þar eru svörin allt að því jafnmargvísleg og svarendur eru margir, og verður ekki farið nánar út í þá sálma hér en lesendum bent á greinargóða samantekt Bagemihls á helstu tilgátunum. Vitneskja, að nokkru leyti ný- fengin, um fjölbreytni í kynhegðun dýra, sem víða fer langt út fyrir æxlunarhlutverk, vekur líka ýmsar spurningar, og sumar áleitnar, um túlkun á samsvarandi breytileika innan tegundar okkar. Höfundur pistilsins heldur sínum þönkum um það fyrir sig en lætur lesendum eftir að komast að eigin niðurstöðu. Þakkir Sumt af því sem hér er skráð er umdeilt og við- kvæmt, einkum þegar hátterni ýmissa dýra er borið saman við hugsun og gerðir manna. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor las handrit greinarinnar yfir og færði ýmislegt í framsetningu þess til betri vegar, auk þess sem hún miðlaði mér og lesendum af þekkingu sinn á atferlisfræði dýra. Kann ég henni góðar þakkir fyrir. Póst- og netfang höfundar Örnólfur Thorlacius Hringbraut 50 101 Reykjavík oth@internet.is um höfundinn Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Há- skólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1960–1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967–1980 og rektor þess skóla 1980– 1995. Samhliða kennslu hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil um- sjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið rit- stjóri Náttúrufræðingsins. 12. mynd. Bónobó; tvær apynjur í lesbísku skapanuddi.e

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.