Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 51
51 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lirfur (1. mynd). Hins vegar er klak mikil umhverfisbreyting fyrir fóstrið og handhægur viðmiðurnarpunktur í allri umræðu. Hin raunverulega þroskabreyting er því frá fóstri, sem fær sína næringu eingöngu úr kviðpoka yfir í lirfu, sem sjálf aflar sér fæðu (að hluta, eða öllu leyti). Þessi umskipti fela í sér líkamlegar og lífefnafræðilegar breytingar, ásamt breytingum í atferli. Strangt til tekið eru seiði og ung- fiskur sama þroskastigið, en þar sem fiskurinn stækkar oft gríðarlega mikið á þessu þroskastigi (jafnvel þúsundfaldar þyngd sína), þá getur ungfiskur verið þægilegt orð til aðgreiningar á smáum seiðum og stálpuðum ungfiski. Mörkin þarna á milli eru þó óljós, en til einföldunar hefur þó lengi verið venja meðal fiskifræðinga að telja sjávarfiska eiga afmæli um áramót og seiði, sem klekjast út að vori verða því eins árs um næstu áramót. Það væri því til- valið að láta seiðin breytast í ung- fisk um sín fyrstu áramót. Hjá laxi stendur þó seiðastigið yfir í nokkur ár. Við þroskun kynkirtla breytist ungfiskurinn síðan í kynþroska fisk, en ellistigið (e. scenesence), sem hér er nefnt geldfiskur er raunar ekki merki um eiginlega þroskun heldur hrörnun, þótt mikilvæg breyting eigi sér vissulega stað. Myndbreyting fisklirfa Það er áhyggjuefni hversu afskipt þroskun fiska er í íslenskum grunn- skólum. Helstu lífsferlar lífvera er grundvallarþekking, sem ýmis önnur líffræðivitneskja byggir á, þannig að eðlilegt er að sú fræðsla fari fram strax í fyrstu bekkjum grunnskóla. Samkvæmt núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla, á nemandi við lok 4. bekkjar að geta: „… lýst nokkrum einföldum en ólíkum lífs- ferlum lífvera, s.s. fræ verður að plöntu, lirfa verður fiðrildi, úr eggi kemur ungi, barn verður til“.10,11 En, þrátt fyrir að þjóðin byggi afkomu sína að stærstum hluta á fiskveiðum og fiskvinnslu, er börnunum okkar almennt ekki kennt að úr eggjum flestra fiska klekjast fisklirfur, sem síðar myndbreytast í seiði. Með myndbreytingu er hér átt við gagngera endurmótun á útliti og líkamlegri starfsemi fisksins. Ofan- nefnd orðanotkun er í samræmi við enska málhefð: „fish larvae meta- morphose into juveniles“. Lirfur beinfiska í sjó eru oftast glærar og þráðlaga (2. mynd), algeng lengd við klak er 3–5 mm, en þó eru t.d. loðnu- og síldarlirfur talsvert lengri (6–9 mm). Flestar fisklirfur klekjast með næringu í kviðpoka, sem endist í nokkra daga, en sjaldnast lengur en viku. Við klak líkist fisklirfa foreldrunum nánast ekkert, hún er ekki með roð, aðeins umlukin örþunnri gagn- særri húðhimnu, þannig að vel sést að einfaldur meltingarvegurinn líkist helst beinni slöngu. Margar fisklirfur hafa hvorki munn né endaþarm þegar þær klekjast, en á fyrstu dögunum opnast meltingar- vegurinn í báða enda og þær geta farið að afla sér fæðu. Í stað ugga liggur þunn himna út frá ofanverðu höfði aftur fyrir stirtlu og fram eftir kvið (2. mynd). Lirfan syndir með S-laga hreyfingum og himnan gefur henni því aukna viðspyrnu. Fisk- lirfur anda gegnum húðhimnuna, því tálkn myndast ekki fyrr en við myndbreytingu. Það er því augljóst að til að líkjast foreldrum sínum þarf fisklirfan að ganga í gegnum miklar breytingar, misgagngerar eftir tegundum. Þessi umsköpun úr gegnsærri þráðlaga lirfu í öflugt seiði, sem líkist for- eldrunum nefnist myndbreyting. Flatfiskar láta sér reyndar ekki nægja að roð, uggar og tálkn myndist við myndbreytinguna og að innyflin umbyltist, heldu vinst einnig upp á höfuð þeirra, þannig að bæði augu enda á sömu hlið (3. mynd). Myndbreytingin er því líkt og hjá skordýrunum mesta breytingin í þroskaferli fiska og í raun allt í senn, umbylting á formi, virkni og hegðun fisksins. Misjafnt er hvenær fisklirfur myndbreytast, en hjá mörgum bol- fiskum eins og t.d. þorskfiskum gerist það oft um 6–8 vikum eftir klak. Hér við land ganga síld og loðna hins vegar ekki í gegnum mynd- breytinguna fyrr en hálfu til einu ári eftir klak. Hjá sumum fisktegundum tekur myndbreytingin sjálf einungis örfáa daga, en hjá öðrum tegundum gerist þetta hægar og mynd- breytingarferlið getur tekið nokkrar vikur hjá flatfiskum. Laxfiskarnir Hjá laxfiskum er þroskaferlið tals- vert frábrugðið þroskun flestra sjávarfiska. Þar er um beina þroskun að ræða, án eiginlegs lirfustigs og myndbreytingar. Laxaeggin eru mjög stór og innihalda mikla forða- næringu. Að loknum löngum klak- tíma yfir kaldasta tíma ársins eru lirfurnar orðnar mjög stórar og 2. mynd. Ljósmynd af nýklakinni þorsk- lirfu. Lirfan klekst úr eggi meðan hún er enn á fósturstigi. Hún er gegnsæ og hefur hvorki munn né endaþarm, en talsverða forðanæringu í kviðpoka. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Food and Agriculture Organization of the United Nations (FAO). 3. mynd. Myndbreyting flatfisks. Fyrir myndbreytingu líkjast flatfiskalirfur mjög öðrum fisklirfum (efsta mynd). Við mynd- breytinguna snýst upp á höfuð þeirra og annað augað flyst yfir á hina hliðina. Jafn- framt fletjast seiðin út og leggjast á botninn á blindu hliðina (neðst). Teikning: Konráð Þórisson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.