Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 67
67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og umhverfi, í samráði við skólarannsóknadeild Mennta-
málaráðuneytis, sem Reynir Bjarnason stýrði. Hann lagði
mikla vinnu í þetta verk, og segir sjálfur:
„Ég vildi gera hlutina öðruvísi en ég hafði kynnst eða lært, og
tók náttúrufræðina í víðasta skilningi, það er heiminn: Jarðfræði,
eðlisfræði, efnafræði, og hefðbundna náttúrufræði: dýrafræði,
grasafræði, vistfræði og þróunarfræði. Ég steypti þessu öllu í
eitt samhengi, þar sem meginkaflarnir voru fjórir: Sólin, vatnið,
jarðvegurinn og loftið. Þetta taldi ég vera þá frumþætti sem 12
ára börn ættu að gera sér grein fyrir, til þess að fá tilfinningu
fyrir því stóra og smáa í heiminum. Ég fann þar formúluna,
sem ég notaði síðar í þessum stóru bókum mínum: Að vefa
saman náttúrufræði, þjóðsögur, skáldskap og myndefni í eina
heild“ (Mbl. 22. okt. 2000).
Líklega þótti þetta handrit Guðmundar of nýstár-
legt. Að hans sögn var „ákveðið að fara aðra leið í nátt-
úrufræðikennslu“ og því var það ekki gefið út, og dagaði
uppi í ráðuneytinu.
Guðmundur hafði kynnst fjöru- og sjávarlífi í Eyjafirði
og hrifist af fjölbreytni þess og því flókna samspili sem
þar á sér stað. Ræddum við oft um nauðsyn þess að kanna
það frekar og kynna það fyrir almenningi, ekki síst með
tilliti til líffræðikennslu. Um þetta leyti hafði verið komið
upp aðstöðu til rannsókna við Náttúrugripasafn Vest-
manneyja, sem ég hafði kynnst vorið 1970. Það var sam-
dóma álit okkar að áhugaverðast væri að kanna fjöru- og
sjávarlíf í Breiðafirði og koma þar upp rannsóknastöð, og
til þess væri Flatey best fallin.
Árið 1971 hóf Guðmundur nám í sjávarlíffræði við
Stokkhólmsháskóla, og 1972 birti hann grein í Týli um
Rannsóknastöðina í Askö nálægt Stokkhólmi, þar sem
hann hafði m.a. skoðað sjávarlífið með froskköfun, sem
hann lærði í Bandaríkjunum. Ósk hans rættist þegar hann
fékk verkefnið árstíðabreytingar dýralífs í þangi á fjörum
Flateyjar á Breiðafirði, til doktorsprófs.
Kennari í Flatey
Til Flateyjar fluttist Guðmundur 1972 og gerðist skóla-
stjóri barnaskólans þar, og stýrði honum til 1976. Þar
keypti hann gamalt og glæsilegt verslunarhús við gömlu
höfnina, er hann nefndi Vorsali, og gerði upp af mikilli
smekkvísi. Hann var áhugamaður um viðhald gamalla
húsa, og á mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í
Flatey við að endurbyggja gamla þorpið.
Í Flatey er hin besta aðstaða til að kynnast fjöru- og
sjávarlífi, sem kom Guðmundi að góðu gagni. Hann
eignaðist bát og gat siglt víðs vegar um Breiðafjörð. Ýmsir
náttúrufræðingar fengu aðstöðu hjá honum, til dvalar og
rannsókna á sjávarlífi og fuglum, og síðast var hann búinn
að innrétta íbúð með rannsóknastofu í gömlu sláturhúsi
bakvið hús sitt. Þannig kom hann á fót rannsóknastöð, þó
hún hafi enn ekki verið formlega stofnsett. Minna varð
úr rannsóknum fyrir doktorsverkefnið, enda hafði Guð-
mundur lítinn metnað fyrir prófgráðum og titlum, og
áttum við það sameiginlegt.
„Á þessum árum starfaði hann og bjó í Flatey, var skóla-
stjóri og kennari, stundaði náttúru- og heimildaljósmyndun
og kvikmyndagerð. Næstu ár starfaði hann jöfnum höndum
við köfun, hönnun bóka, trésmíðar, fiskveiðar og teikningar í
Flatey“ (Minningargrein í Mbl. 6. sept. 2012).
Kvikmyndina Mörg eru dags augu vann Guðmundur í
félagi við Óla Örn Andreasen frænda sinn, líklega 1978.
Þetta er rúmlega klukkutímalöng heimildamynd um líf
og störf manna í Vestureyjum Breiðafjarðar árið um kring.
Myndin var sýnd víða um land og einnig í Ríkissjón-
varpinu og fékk góða dóma. Þá teiknaði hann myndir
af fjöru- og sjávarlífverum í 1. bindi af stórvirki Lúðvíks
Kristjánssonar: Íslenzkir sjávarhættir (Rvík 1980), og hann-
aði kápur allra sex bindanna. Frumteikningar voru í litum,
og bera listfengi höfundar gott vitni. Flestar birtust þær
síðar í Ströndinni, en gætu í sjálfu sér verið efni í sérstaka
listaverkabók.
Af heimilishögum Guðmundar Páls er það að segja að
hann var lengi laus og liðugur, og gat því elt hin ýmsu
áhugamál sín hvert sem leið hans lá. Hann var þó aldrei
ósnortinn af hinu kyninu, og 1973 eignaðist hann dóttur,
er skírð var því sérstæða nafni Blær, með Maríu Hjálmdísi
Þorsteinsdóttur frá Hofsósi, sjúkraþjálfa og kennara við
Háskóla Íslands. Blær ólst upp hjá móður sinni heima og
erlendis, en dvaldi oft hjá Guðmundi í fríum og var kært
með þeim.
Ingunn og Guðmundur Páll við hús sitt Vorsali, í Flatey, 30. júlí
2009. Ljósm.: Helgi Hallgrímsson.