Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 3

Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 3
Bókasafnið 39. árg. 2015Efnisyfirlit 4 Magnhildur Magnúsdóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir Innleiðing RDA skráningarreglnanna á Íslandi 7 Ragna Steinarsdóttir Bibframe – nýtt skráningarsnið 15 Þórunn Erla Sighvats „Þjóðin verður að búa betur að sögu sinni“: Rannsókn á landfræðilegum frumgögnum íslenska ríkisins 27 Þorvaldur Bragason Biðstaða kortasögunnar og vefaðgengi að upplýsingum um íslensk kort 31 Áslaug Agnarsdóttir Stefna Háskóla Íslands um opinn að gang: Aðdragandi og viðhorf akademískra starfsmanna háskólans 36 Margrét Sigurgeirsdóttir Björgun og varðveisla menningarverð- mæta – hljóð og mynd 40 Sveinbjörg Sveinsdóttir, Telma Rós Sigfúsdóttir og Sigurður Trausti Traustason Rúmlega milljón aðföng úr Sarpi í leitir.is: Samstarf Landskerfis bókasafna og Rekstrarfélags Sarps 44 Jökull Sævarsson Íslensk bókaskrá til 1844: Saga og útgáfa 46 Gunnhildur Björnsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir og Svanfríður Franklinsdóttir Það sem mannshöndin snertir – fegurðin í efninu 49 Anna María Sverrisdóttir Skýrsla um 80. þing IFLA í Lyon, Frakklandi 2014 52 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Lyon yfirlýsingin um aðgang að upplýsingum og þróun 54 Hrafn M. Malmquist Enumerate-könnunin: stutt samantekt úr nýrri skýrslu 56 Erlendur Már Antonsson „Er þetta ritrýnt?“ 58 Bækur og líf Hrafn M. Malmquist Tinna Sigurðardóttir 61 Afgreiðslutími bókasafna Frá ritstjóra 39. árgangur Bókasafnsins lítur nú dagsins ljós. Sem endranær er að finna margvíslegt efni í þessu tölublaði sem tengist bókasafns- og upp- lýsingamálum. Miklar breytingar eru í vændum á sviði skráningar sem mun leiða til endurmenntunar fagstéttarinnar á næstu misserum. Kynning á hinum nýju alþjóðlegu skráningarreglum RDA hefur staðið yfir í nokkur ár hér á landi, sem rekja má til ársins 2007 með ráðstefnunni Back to Basics – and Flying into the Future, sem var haldin í Reykjavík. RDA skráningareglurnar eiga að leysa AACR2 reglurnar af hólmi og unnið hefur verið af kappi við innleiðingu þeirra. Undirbúningsvinna og áætlanagerð hefur verið í höndum nokkurra starfsmanna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, skráningaráðs Gegnis og Landskerfis bókasafna. Fyrir þá sem vilja kynna sér málin betur er hér grein um RDA inn- leiðinguna. Þá má velta því fyrir sér hvort gamla góða marksniðið (MARC21) henti hinum nýju skráningarreglum. Þeirri spurningu er leitast við að svara í grein um skráningarsniðið Bibframe sem sennilega mun taka við af marksniðinu. Að þessu sinni birtist aðeins ein ritrýnd fræðigrein, sem byggist á MLIS-rannsókn þar sem fjallað er um stöðu landfræðilegra frumgagna íslenska ríkisins. Rannsóknin er afar áhugaverð enda er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þar á eftir kemur grein um sögu kortagerðar á Íslandi þar sem höfundur bendir á að stuðla beri að bættri skráningu upplýsinga um alla helstu kortaflokka þannig að birta megi skrárnar á Netinu. Næst er fjallað um stöðu opins aðgangs (OA) hér á landi. Enn eru skiptar skoðanir um þetta form og það hefur átt erfitt uppdráttar innan fræðasamfélagsins einsog höfundur bendir á. Safnastjóri RÚV fjallar um yfirfærslu hljóð- og myndefnis á stafrænt form á RÚV þar sem unnið er hörðum höndum við að reyna að bjarga þessum menningarverðmætum. Síðla árs 2014 urðu þau tímamót að lýsigögn úr gagnasafn- inu Sarpi voru tengd inn í safnagáttina leitir.is. Af því tilefni ákváðu nokkrir starfsmenn Landskerfis bókasafna að skrifa grein um það verkefni. Veturinn 2014-2015 stóð Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fyrir hádegisfyrirlestrum undir yfirskriftinni Íslensk bóksaga. Einn fyrir- lestranna fjallaði um íslenska bókaskrá til 1844, aðdraganda, sögu og útgáfu sem verður greint frá í þessu blaði. Þá eru tvær greinar um ráðstefnur. Önnur þeirra segir frá ráðstefnu sem var haldin í Reykjavík í fyrrasumar á vegum ARLIS/Norden undir yfirskriftinni „Það sem mannshöndin snertir – fegurðin í efninu“. Hin greinin er bæði umfjöllun og ferðasaga um IFLA þingið í Lyon, Frakklandi síðastliðið sumar. Að síðustu eru nokkrir pistlar. Landsbókavörður fjallar um Lyon-yfirlýsinguna í stuttu máli, upplýsingafræðingur segir frá reynslu sinni af upplýsingaþjónustu og áhugaverðum pælingum um ritrýni, og umsjónarmaður Rafhlöðunnar birtir stutta samantekt úr nýrri skýrslu Enum- erate-könnunar. Blaðinu lýkur með tveimur hugleiðingum um athyglisverðar skáldsögur undir liðnum Bækur og líf. Þetta er síðasta tölublaðið sem ég ritstýri. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt okkur lið við útgáfuna, höfundum fyrir góðar greinar og ritrýnum og öðrum álitsgjöfum fyrir ómetanlega vinnu. Einnig vil ég þakka ritnefnd skemmtilegt samstarf og ánægjulega fundi og óska þeim sem áfram sitja og taka við velfarnaðar í ritnefndarstarfi. Anna María Sverrisdóttir Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Pósthólf 8865, 128 Reykjavík, sími 864-6220 Netfang: upplysing@upplysing.is Veffang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja ©Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða áskilur sér rétt til að birta og geyma efni tímaritsins Bókasafnið á rafrænu formi. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni tímaritsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritnefndar. Hugmyndir að forsíðumynd: ritnefnd Bókasafnið • 39. árgangur júní 2015 • ISSN 0257-6775 Ritnefnd: Anna María Sverrisdóttir, ritstjóri: bokasafnið.timarit@gmail.com Brynhildur Jónsdóttir, gjaldkeri: brynhildurjonsdottir@gmail.com Erlendur Már Antonsson: umsjón með vefsíðu Bókasafnsins: erlendur@landsbokasafn.is Helgi Sigurbjörnsson, umsjón með vefsíðu Bókasafnsins: helgisigur@gmail.com Ólína Rakel Þorvaldsdóttir, auglýsingaöflun: bokasafnid@gmail.com María Bjarkadóttir: mbjarkadottir@gmail.com

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.