Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 4
4 Nýjar alþjóðlegar skráningarreglur, RDA (Resource Descrip- tion and Access), hafa verið í þróun um alllangt skeið og koma þær í stað AACR2 (Anglo-American Cataloguing Rules) sem þykja úreltar. Ensk-amerísku skráningarreglurnar (AACR2) eiga sér langa sögu og mikla útbreiðslu. Hér á landi voru þær teknar upp í meginatriðum um 1970. AACR2 reglurnar eru barn síns tíma. Í grunninn taka þær fyrst og fremst mið af prentuðu efni, skráningu bóka og tímarita. Þótt reglum um skráningu annarra útgáfuforma hafi verið bætt við í tímans rás hefur þótt skorta samfellu og jafnvægi milli útgáfuforma. Reglurnar voru mótaðar á tímum spjaldskráa með takmark- aða leitarmöguleika. Plássið á skráningarspjaldi krafðist skammstafana og styttinga sem gera upplýsingarnar fremur óaðgengilegar aflestrar. Arftaki AACR2 eru RDA reglurnar sem voru fyrst birtar á vefnum RDA Toolkit árið 2010. Þær taka til skráningar á marg- víslegum útgáfuformum, áþreifanlegum sem rafrænum. Regl- urnar eru sveigjanlegar og sniðnar að möguleikum upplýs- ingatækni til samtengingar og samnýtingar á gögnum í mis- munandi upplýsingakerfum. Jafnframt er ástæða til að geta þess að bókfræðifærslur samkvæmt RDA og AACR2 eru sam- nýtanlegar. Þótt RDA reglurnar séu fyrst og fremst þróaðar sem skráningarreglur bókasafna var leitað ráðgjafar og sam- ráðs við tengda geira og hagsmunaaðila til að ná sem mestri samsvörun milli lýsigagnastaðla. Þörf fyrir staðlaða skráningu eykst í réttu hlutfalli við magn upplýsinga og helst einnig í hendur við kröfur notenda um að finna fljótt og örugglega upplýsingar sem leitað er. Meginmarkmið með RDA er að auð- velda notendum gagnagrunna að nálgast það sem þeir þarfn- ast. Eins og gefur að skilja eru aðþjóðlegar skráningarreglur fjöl- þjóðlegt samstarfsverkefni. Ábyrgðin á RDA reglunum er í höndum stýrihóps, The Joint Steering Committee (JSC) for Development of RDA. Að stýrihópnum standa veigamikil félög bókasafna á borð við American Library Association (ALA) og höfuðsöfn eins og British Library og Library of Congress. Yfir öllu saman vakir IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions), alþjóðasamband bókasafna og bókavarðafélaga. RDA reglurnar eru þróaðar af þjóðbókasöfn- um í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu og hafa verið innleiddar víða um heim. Þær taka mið af nýjum miðlum, nýrri tækni og framsetningu efnis í stórum og fjölbreyttum gagnasöfnum. RDA reglurnar eru birtar í vefútgáfu á ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Birtingin er á vefnum RDA Toolkit og að- gangur seldur í tímabundinni áskrift. Vefútgáfa gefur kost á reglulegum uppfærslum eftir því sem reglurnar þróast í takt við síbreytilega útgáfuhætti. Síðan vefurinn RDA Toolkit var opnaður hafa allmargar uppfærslur verið birtar. Árið 2014 var hann til að mynda uppfærður fjórum sinnum. Innleiðing RDA skráningarreglnanna á Íslandi Hildur Gunnlaugsdóttir er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði og gegnir starfi gæðastjóra skráningar á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Magnhildur Magnúsdóttir er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði ásamt viðbótar diplómanámi í upplýsinga- og skjalastjórn. Hún starfar sem skrásetjari á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og er verkefnisstjóri innleiðingar RDA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.