Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 8

Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 8
8 Bókasafnið 39. árg. 2015 birtingar á skráningarfærslum. Það nýtist hvorki vel til að geyma gögn né endurheimta þau í leitum. Það hefur þjónað sínum tilgangi í nær hálfa öld, en er til trafala í nútíma gagna- söfnum. Starfshópur um framtíð bókfræðistjórnunar (Working Gro- up of the Future of Bibliographic Control, 2008) á vegum Li- brary of Congress kvað upp úr um það í skýrslu sinni að mark- sniðið væri ónothæft til framtíðar. Það er hvergi notað annars staðar í upplýsingasamfélaginu og getur ekki átt samskipti við aðrar gagnaveitur. Leitarvélar netsins skilja ekki gögn á marksniði og þau heimtast illa eða alls ekki í leitarniðurstöð- um þess. Starfshópurinn kallaði eftir því að Library of Con- gress tæki upp nýtt snið fyrir bókfræðilegar upplýsingar sem gæti haldið utan um bókfræðileg gögn af öllu tagi og jafn- framt „talað við“ önnur gögn á Netinu. Margir frammámenn í bókasafnasamfélaginu hvöttu eindregið til þess að nýta tækni samtengdra gagna á merkingarvefnum til þessa verkefnis (Coyle, 2012, bls. 8). Í maí 2011 hleypti Library of Congress formlega af stokk- unum verkefni um nýtt gagnasnið sem á að leysa marksniðið af hólmi. Það á að taka mið af FRBR-líkaninu (Functional Re- quirements for Bibliographic Records) og gera notkun nýrra skráningarreglna, RDA (Resource Description and Access) auðveldari, en samt sem áður á Bibframe að geta hýst alls konar gögn á ýmsu sniði, óháð skráningarreglum. Öll skrán- ing á að fara fram rafrænt á Netinu og hún á að vera í samræmi við það sem gerist í upplýsingageiranum, en jafnframt að þjóna sértækum þörfum bókasafna og upplýsingamiðstöðva. Með Bibframe er stigið risastórt skref í átt til þess að gera gögn bókasafna aðgengileg öllum á vefnum (Library of Con- gress, 2012, bls. 3). Skráning bókasafnsefnis hefur til þessa einkum tekið mið af texta. Vandamálin sköpuðust þegar þurfti að fara að skrá efni á öðru formi eins og hljóðrit, myndefni og margmiðlunarefni. Þá þurfti að gera grein fyrir sama verkinu á mismunandi formi. Englar alheimsins er til bæði sem hljóðbók, bíómynd og skáld- saga auk þess sem tónlistin í myndinni er til á hljóðriti. Og myndefni þarf að skrá bæði sem myndband og mynddisk (DVD). Sama hljóðritið er til á ýmsu gagnasniði; sem plata, snælda, CD-diskur, mp3-diskur og jafnvel á stafrænu formi á Netinu. Hvorki skráningarstaðall bókasafna né marksniðið ráða vel við að halda utan um þetta efni. Fyrir talsvert mörg- um árum var „the multiple version problem“ eða „mulver“ mikið rætt meðal skráningarfólks. Menn voru í óvissu um hvaða leið væri best að fara og hvernig heppilegast væri að meðhöndla þessi mismunandi form bæði í skráningu og í leitarniðurstöðum. Í kjölfarið var farið að huga að öðrum lausnum, en þær marka upphafið að þessum breytingum yfir í samtengd gögn á Netinu (Coyle, 2012, bls. 7). FRBR-líkanið sem kom fram árið 1998 á vegum IFLA er einmitt tilraun til að taka á þessum vanda (IFLA Study Group on the Functional Requirements for Bibliographic Records, 1998). Það felur í sér róttækar breytingar á framsetningu efnis og flest nýleg bóka- safnskerfi taka mið af því, einnig leitargáttir á borð við Leitir. Merkingarvefurinn og samtengd gögn Eitt megineinkenni merkingarvefsins er hvernig upplýsingar eru bútaðar niður í smæstu einingar, þær merktar og skil- greindar þannig að hægt er að nota þær í alls konar mismun- andi samhengi, tengja á ótal vegu. Bókasafnsskrár tengja nú þegar yfir í utanaðkomandi gögn. Tiltölulega einfalt er að setja mynd af bókarkápum í skráningarfærslur og það er gert í Leitum. Í Gegni er markvisst tengt við rafrænt efni beint úr bókasafnsfærslum. Þá getur notandi smellt á tengil sem færir hann beint í heildartexta eða höfundarupplýsingar, efnisyfirlit eða umfjöllun um efnið. Í mörgum tilfellum er skráningu hald- ið í lágmarki, en í staðinn vísað í fyllri upplýsingar á vefnum. Það á við um skráningu á myndefni, en þar er ævinlega tengt í slóð á Internet Movie Database þar sem er að finna mjög ítar- legar upplýsingar um leikara og aðra aðstandendur kvik- mynda. Þessi tækni – að tengja í utanaðkomandi efni – hefur ýtt undir hugmyndina um að færa bókasöfnin úr geymslum sínum yfir á vef samtengdra gagna. Þá geta aðrir nýtt sér gögn safnanna, en ekki eingöngu á forsendum safnanna, heldur munu gögnin verða samofin öðrum gögnum í umhverfi not- andans (Coyle, 2012, bls. 8). Þegar upplýsingarnar og gögnin færast upp í „skýin“ mun þjónusta bókasafnanna einnig færast þangað. Söfnin munu ekki búa til sitt eigið ský, heldur verða söfnin og vefurinn ein samofin heild. Flest þau bókasafnskerfi sem nú eru í burðar- liðnum gera ráð fyrir því að gögn safnanna séu geymd í stórum gagnaverum eða gagnaskýjum. Bókasafnskerfið Alma, sem ExLibris stendur að og nokkuð hefur verið kynnt hér á landi sem hugsanlegur arftaki Gegnis, gerir ráð fyrir því. Í sænsku þjóðbókaskránni Libris, sem er samskrá nokkurra safna, hefur verið unnið að því á undanförnum árum að þróa nýtt lýsigagnasnið. Þar er marksniðið ekki lengur notað til skráningar. Tekin hefur verið upp samræmd lýsigagnaskráning fyrir öll gagnasöfn á vegum safnsins í einum og sama grunnin- um og efnið skráð sem samtengd gögn (Malmsten, 2013). Marsniðið lúrir þó á bakvið því það þarf að vera hægt að flytja gögnin á milli skráningarsniða. Forvígismenn verkefnisins telja að marksniðið sé þeim mikill fjötur um fót. Ef Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn færi svipaða leið yrði sama skráning- arsniðið notað fyrir Gegni, Skemmuna, geymslusafnið Rafhlöð- una, Tímarit.is og Bækur.is. Það kæmi í veg fyrir mikinn tvíverkn- að og myndi einfalda allt utanumhald um kerfin. Einn aðal- kosturinn er þó tengslin sem hægt er að mynda við önnur gagnasöfn, til dæmis í Wikipediu, gögn minjasafna og ætt- fræðigagnasöfn. Þess má geta að Svíar urðu fyrstir til að setja sín bókfræðigögn fram sem opin, samtengd gögn (e. Linked Open Data, LOD). Framtíð bókfræðistjórnar – samtengd gögn Nær öll þróunarverkefni í skipulagningu þekkingar lúta að bók- fræðilegri stjórn og alþjóðlegri samvinnu. FRBR-hugtakalíkanið felur í sér róttækar breytingar á eðli bókfræðilegrar lýsingar. Nýjar skráningarreglur, RDA hafa víða verið teknar í notkun og hér á Íslandi er hafinn undirbúningur að upptöku þeirra. Til- gangurinn með þessum verkefnum er að gera bókfræðigögn

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.