Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 8

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 8
8 Bókasafnið 39. árg. 2015 birtingar á skráningarfærslum. Það nýtist hvorki vel til að geyma gögn né endurheimta þau í leitum. Það hefur þjónað sínum tilgangi í nær hálfa öld, en er til trafala í nútíma gagna- söfnum. Starfshópur um framtíð bókfræðistjórnunar (Working Gro- up of the Future of Bibliographic Control, 2008) á vegum Li- brary of Congress kvað upp úr um það í skýrslu sinni að mark- sniðið væri ónothæft til framtíðar. Það er hvergi notað annars staðar í upplýsingasamfélaginu og getur ekki átt samskipti við aðrar gagnaveitur. Leitarvélar netsins skilja ekki gögn á marksniði og þau heimtast illa eða alls ekki í leitarniðurstöð- um þess. Starfshópurinn kallaði eftir því að Library of Con- gress tæki upp nýtt snið fyrir bókfræðilegar upplýsingar sem gæti haldið utan um bókfræðileg gögn af öllu tagi og jafn- framt „talað við“ önnur gögn á Netinu. Margir frammámenn í bókasafnasamfélaginu hvöttu eindregið til þess að nýta tækni samtengdra gagna á merkingarvefnum til þessa verkefnis (Coyle, 2012, bls. 8). Í maí 2011 hleypti Library of Congress formlega af stokk- unum verkefni um nýtt gagnasnið sem á að leysa marksniðið af hólmi. Það á að taka mið af FRBR-líkaninu (Functional Re- quirements for Bibliographic Records) og gera notkun nýrra skráningarreglna, RDA (Resource Description and Access) auðveldari, en samt sem áður á Bibframe að geta hýst alls konar gögn á ýmsu sniði, óháð skráningarreglum. Öll skrán- ing á að fara fram rafrænt á Netinu og hún á að vera í samræmi við það sem gerist í upplýsingageiranum, en jafnframt að þjóna sértækum þörfum bókasafna og upplýsingamiðstöðva. Með Bibframe er stigið risastórt skref í átt til þess að gera gögn bókasafna aðgengileg öllum á vefnum (Library of Con- gress, 2012, bls. 3). Skráning bókasafnsefnis hefur til þessa einkum tekið mið af texta. Vandamálin sköpuðust þegar þurfti að fara að skrá efni á öðru formi eins og hljóðrit, myndefni og margmiðlunarefni. Þá þurfti að gera grein fyrir sama verkinu á mismunandi formi. Englar alheimsins er til bæði sem hljóðbók, bíómynd og skáld- saga auk þess sem tónlistin í myndinni er til á hljóðriti. Og myndefni þarf að skrá bæði sem myndband og mynddisk (DVD). Sama hljóðritið er til á ýmsu gagnasniði; sem plata, snælda, CD-diskur, mp3-diskur og jafnvel á stafrænu formi á Netinu. Hvorki skráningarstaðall bókasafna né marksniðið ráða vel við að halda utan um þetta efni. Fyrir talsvert mörg- um árum var „the multiple version problem“ eða „mulver“ mikið rætt meðal skráningarfólks. Menn voru í óvissu um hvaða leið væri best að fara og hvernig heppilegast væri að meðhöndla þessi mismunandi form bæði í skráningu og í leitarniðurstöðum. Í kjölfarið var farið að huga að öðrum lausnum, en þær marka upphafið að þessum breytingum yfir í samtengd gögn á Netinu (Coyle, 2012, bls. 7). FRBR-líkanið sem kom fram árið 1998 á vegum IFLA er einmitt tilraun til að taka á þessum vanda (IFLA Study Group on the Functional Requirements for Bibliographic Records, 1998). Það felur í sér róttækar breytingar á framsetningu efnis og flest nýleg bóka- safnskerfi taka mið af því, einnig leitargáttir á borð við Leitir. Merkingarvefurinn og samtengd gögn Eitt megineinkenni merkingarvefsins er hvernig upplýsingar eru bútaðar niður í smæstu einingar, þær merktar og skil- greindar þannig að hægt er að nota þær í alls konar mismun- andi samhengi, tengja á ótal vegu. Bókasafnsskrár tengja nú þegar yfir í utanaðkomandi gögn. Tiltölulega einfalt er að setja mynd af bókarkápum í skráningarfærslur og það er gert í Leitum. Í Gegni er markvisst tengt við rafrænt efni beint úr bókasafnsfærslum. Þá getur notandi smellt á tengil sem færir hann beint í heildartexta eða höfundarupplýsingar, efnisyfirlit eða umfjöllun um efnið. Í mörgum tilfellum er skráningu hald- ið í lágmarki, en í staðinn vísað í fyllri upplýsingar á vefnum. Það á við um skráningu á myndefni, en þar er ævinlega tengt í slóð á Internet Movie Database þar sem er að finna mjög ítar- legar upplýsingar um leikara og aðra aðstandendur kvik- mynda. Þessi tækni – að tengja í utanaðkomandi efni – hefur ýtt undir hugmyndina um að færa bókasöfnin úr geymslum sínum yfir á vef samtengdra gagna. Þá geta aðrir nýtt sér gögn safnanna, en ekki eingöngu á forsendum safnanna, heldur munu gögnin verða samofin öðrum gögnum í umhverfi not- andans (Coyle, 2012, bls. 8). Þegar upplýsingarnar og gögnin færast upp í „skýin“ mun þjónusta bókasafnanna einnig færast þangað. Söfnin munu ekki búa til sitt eigið ský, heldur verða söfnin og vefurinn ein samofin heild. Flest þau bókasafnskerfi sem nú eru í burðar- liðnum gera ráð fyrir því að gögn safnanna séu geymd í stórum gagnaverum eða gagnaskýjum. Bókasafnskerfið Alma, sem ExLibris stendur að og nokkuð hefur verið kynnt hér á landi sem hugsanlegur arftaki Gegnis, gerir ráð fyrir því. Í sænsku þjóðbókaskránni Libris, sem er samskrá nokkurra safna, hefur verið unnið að því á undanförnum árum að þróa nýtt lýsigagnasnið. Þar er marksniðið ekki lengur notað til skráningar. Tekin hefur verið upp samræmd lýsigagnaskráning fyrir öll gagnasöfn á vegum safnsins í einum og sama grunnin- um og efnið skráð sem samtengd gögn (Malmsten, 2013). Marsniðið lúrir þó á bakvið því það þarf að vera hægt að flytja gögnin á milli skráningarsniða. Forvígismenn verkefnisins telja að marksniðið sé þeim mikill fjötur um fót. Ef Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn færi svipaða leið yrði sama skráning- arsniðið notað fyrir Gegni, Skemmuna, geymslusafnið Rafhlöð- una, Tímarit.is og Bækur.is. Það kæmi í veg fyrir mikinn tvíverkn- að og myndi einfalda allt utanumhald um kerfin. Einn aðal- kosturinn er þó tengslin sem hægt er að mynda við önnur gagnasöfn, til dæmis í Wikipediu, gögn minjasafna og ætt- fræðigagnasöfn. Þess má geta að Svíar urðu fyrstir til að setja sín bókfræðigögn fram sem opin, samtengd gögn (e. Linked Open Data, LOD). Framtíð bókfræðistjórnar – samtengd gögn Nær öll þróunarverkefni í skipulagningu þekkingar lúta að bók- fræðilegri stjórn og alþjóðlegri samvinnu. FRBR-hugtakalíkanið felur í sér róttækar breytingar á eðli bókfræðilegrar lýsingar. Nýjar skráningarreglur, RDA hafa víða verið teknar í notkun og hér á Íslandi er hafinn undirbúningur að upptöku þeirra. Til- gangurinn með þessum verkefnum er að gera bókfræðigögn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.