Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Side 15

Bókasafnið - 01.06.2015, Side 15
15 Útdráttur Í þessari grein er fjallað um MLIS rannsókn á stöðu landfræði- legra frumgagna íslenska ríkisins, 30 ára og eldri. Horft er á rannsóknarefnið sem skilgreindan skjalaflokk í opinberum skjalasöfnum. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tvær rannsóknarspurningar eru lýsandi fyrir tilgang og markmið rannsóknarinnar, önnur beinist að því að komast að stöðu gagnanna í heimasöfnum og hin að því hvernig stjór- nsýslan hefur framfylgt skyldum sínum gagnvart þeim. Einnig var markmið að setja fram tillögur til úrbóta út frá niðurstöð- um. Vettvangur rannsóknarinnar var opinber skjalasöfn að meðtöldu Þjóðskjalasafni Íslands og hlutverki þess. Gagnaöfl- un fór fram 2010 til 2012 með átta viðtölum og spurninga- könnun. Úrvinnsla gagna fór fram með eigindlegum og meg- indlegum aðferðum. Niðurstöður urðu mjög efnismiklar. Ein þeirra leiddi í ljós að allir voru sammála um að meta frum- gögnin sem þjóðararf, aðrar niðurstöður sýndu ósamræmi á milli þess mats og stöðu gagnanna. Niðurstöður sýndu jafn- framt að gögnin reyndust í miklu magni í heimasöfnum, löngu komin á skilaskyldu og að Þjóðskjalasafn Íslands hafði tak- markaða yfirsýn yfir þá stöðu. Fáir reyndust starfa samkvæmt skjalavistunaráætlun og fæstir skráðu í geymsluskrá. Fram kom bein fylgni á milli þeirrar stöðu og skorts á vitneskju um gögnin. Stjórnendur þekktu takmarkað skyldur sínar og tengsl opinberra skjalasafna og Þjóðskjalasafns voru lítil. Til- lögur til úrbóta voru margar; þær helstu að Þjóðskjalasafn þyrfti að breyta verklagi við miðlun fræðslu, fara út í stofnanir og fylgja eftir því faglega skipulagi sem felst í skjalavistunar- áætlun og koma á notkun geymsluskrár. Jafnframt að bæta verklýsingar fyrir skjalaflokk landfræðilegra gagna. Inngangur Tilgangur rannsóknar um landfræðileg frumgögn sem hér verður greint frá var margþættur. Í fyrsta lagi að draga gögnin fram í dagsljósið og koma upplýsingum um þau á framfæri. Í öðru lagi að kynnast stöðu þeirra í heimasöfnum og ástæðum fyrir því að stórum gagnasöfnum, komin á skilskyldu, var ennþá óskilað og sem vitað var af fyrirfram. Í þriðja lagi að fræðast nánar um öryggi, skráningu, aðgengi og notkun þeirra og síðast en ekki síst að setja fram tillögur til úrbóta út frá niðurstöðum. Mikilvægi rannsóknarinnar fólst í því að afla upplýsinga um stöðu skilgreinds skjalaflokks sem ekkert virtist vitað um í heild innan opinberrar skjalavörslu. Mikilvægið fólst einnig í gildi gagnanna sem frumheimilda. Við upphaf rannsóknar- innar varð ljóst að hún átti sér ekki fordæmi og er hún því sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi (Þórunn Erla Sighvats, 2013). Tilgangur með þessari tímaritsgrein er að kynna rannsóknina og niðurstöður hennar. Tvær rannsóknarspurningar voru mótaðar í byrjun þar sem spurt var um gögnin og stöðu þeirra annars vegar og um frammistöðu stjórnsýslunnar og hvernig lagalegum skyldum hefur verið framfylgt varðandi gögnin hins vegar. Framkvæmd var blönduð rannsókn, eigindleg og megin- dleg. Gögnum var safnað frá hausti 2010 til vors 2012. Fyrir eigindlega hlutann voru tekin viðtöl á átta opinberum vinnu- „Þjóðin verður að búa betur að sögu sinni“ Rannsókn á landfræðilegum frumgögnum íslenska ríkisins Ritrýnd grein Þórunn Erla Sighvats lauk BEd prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978. Við Háskóla Íslands lauk hún skólasafnsfræðum 1997, réttindanámi í bókasafns- og upplýsingafræði 2004 og MLIS gráðu haustið 2013. Hún hefur starfað á Orkustofnun frá 2007.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.