Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 16

Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 16
16 Bókasafnið 39. árg. 2015 stöðum við fjóra stjórnendur/millistjórnendur (stjórnendur hér eftir) og fjóra sérfræðinga á skjalasöfnum, að meðtöldum tveimur í Þjóðskjalasafni Íslands (Þjóðskjalasafn hér eftir), innan hvors hóps. Þjóðskjalasafn og hlutverk þess skipaði stóran sess í rannsókninni. Fyrir megindlega hlutann var send út spurningakönnun í nóvember 2011 til valinna ríkisstofn- ana. Svörun var 66,7%. Unnið var úr könnuninni með eigind- legum og megindlegum aðferðum og viðtölin voru orðræð- ugreind. Rannsóknargögnin skiluðu umfangsmiklum niðurstöðum. Helstu niðurstöður sýndu að um mikið magn frumgagna í heimasöfnum var að ræða sem komin voru á skilaskyldu, frumgögn voru í daglegri notkun, öryggi þeirra var takmark- að, skjalasöfn störfuðu víðast hvar ekki samkvæmt skjalavist- unaráætlun og fæstir skráðu í geymsluskrá. Bein fylgni var á milli ófullnægjandi skipulags og skorts á vitneskju um gögnin í heimasöfnum. Stjórnendur voru lítið upplýstir um skyldur sínar samkvæmt lögum og reglum Þjóðskjalasafns og tengsl þess og heimasafna voru takmörkuð. Yfirsýn Þjóðskjalasafns yfir stöðu skjalaflokksins var mótsagnakennd og fræðsla á vegum safnsins hafði ekki skilað sér til stjórnenda og takmark- að til starfsfólks á skjalasöfnunum. Vegna sérstöðu rannsóknarinnar er ekki um aðrar íslenskar rannsóknir til beins samanburðar að ræða. Skoðaðar voru er- lendar rannsóknir sem styðjast við landfræðileg gögn og er vitnað í nokkrar þeirra í rannsókninni. Engin niðurstaða fékkst við leit að rannsókn á sjálfum gögnunum og stöðu þeirra, né þeim skjalfræðilega flokki (-flokkum) sem þau tilheyra. Á árinu 2012 gerði Þjóðskjalasafn könnun á skjalavörslu ríkisins (Þjóðskjalasafn Íslands, 2013) og voru nokkur hliðstæð könn- unarefni skoðuð til samanburðar í rannsókninni. Í greininni verður byrjað á að fjalla um fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar út frá sögulegu, lagalegu og skjalfræðilegu sjónarhorni. Þá verður gerð nánari grein fyrir aðferðafræði rannsóknarinnar og niðurstöður kynntar í þremur köflum og nokkrar tillögur til úrbóta ræddar þar á eftir. Að lokum eru umræður og samantekt um rannsóknina. 2 Fræðilegur bakgrunnur Landfræðileg gögn og gagnasöfn í íslenskri stjórnsýslu eiga sér langa og merka sögu. Tilurð þeirra markast af ákvörðunum þeirra embætta sem fóru með málefni þjóðarinnar. Árið 1893 var stofnað embætti landsverkfræðings með þau megin verk- efni að vinna að vegalagningu og brúargerð, en þá var lítið um slík mannvirki hér á landi (Guðmundur G. Þórarinsson, 1996). Á þessum tíma voru landakort fáséð en um aldamótin 1900 hófu Danir að kortleggja landið og löngu síðar skráði Ágúst Böðvarsson (1996) sögu Íslandsmælinganna. Þar er einnig saga strandmælinga sem teygir sig enn lengra aftur. Embættismannasöfnin varðveittu réttarfarslega og sam- félagslega mikilvæg skjöl og embættin þróuðust smám sam- an og urðu að mörgum stofnunum með eigin skjalasöfn (Sveinbjörn Rafnsson, 1980; Þjóðskjalasafn Íslands, 2008). Innan um í þeim skjalasöfnum voru landfræðilegu gögnin, ekki sem ein heild framan af, heldur gjarnan í bréfasöfnum þar sem embættisfærslur tengdust til dæmis úrskurðum á landa- merkjum og jarðamötum. Samhliða þróun stjórnsýslunnar fjölgaði landfræðilegum verkefnum, nefna má vatnamælingar, sjó- og landmælingar, jarðboranir og gangagerð, póst- og símamál, veðurfræði og rannsóknir á náttúrufari og jöklum. Í nýlegri umfjöllun um landfræði segir að hún snúist um sambúð manns og náttúru og ýmsar hliðar mannlegs samfélags (Emilía Dagný Svein- björnsdóttir, 2006). Í söguágripi á vef Félags landfræðinga (2011) kemur fram að kennsla í landfræðigreinum hafi hafist við Háskóla Íslands árið 1951. Hjá ríkisstofnunum með landfræðilega málaflokka urðu til stór gagnasöfn eins og teikningasöfn, kortasöfn, myndasöfn og fjarkönnunargagnasöfn, en þau síðasttöldu voru mjög kostnaðarsöm í aðföngum (Þórunn Erla Sighvats, 2011). Sam- kvæmt tímaramma rannsóknarinnar, má segja að frumgögnin hafi verið að mestu mynduð fyrir notkun tölvutækninnar hér á landi, en upphafið er rakið til áttunda og níunda áratugar síðustu aldar (Páll Jensson, 1980). 2.1 Lagalegur bakgrunnur gagnanna Lagalega umgjörð opinberrar skjalavörslu á Íslandi má rekja til 3. apríl, 1882, þegar gefin var út auglýsing um Landsskjala- safnið og starfsemi þess. Þá eignaðist þjóðin sitt fyrsta ríkis- skjalasafn (Þjóðskjalasafn Íslands, 2008). Átta ár voru þá síðan Íslendingar fengu stjórnarskrá og var stofnun Landsskjala- safnsins þáttur í mótun stjórnsýslunnar. Fyrsta Reglugjörð um Landsskjalasafnið er dagsett 10. ágúst, 1900 og í henni er ákvæði um skil á 30 ára skjölum og eldri. Landsskjalavörður gekk ötullega fram við söfnun og inn- heimtu embættismannaskjala innan lands sem utan (Sigfús Haukur Andrésson, 1982). Eftir því sem best varð séð, segir í sömu heimild, hafði safnið aldrei stundað neina skipulega söfnum korta, húsateikninga eða uppdrátta lóða eða jarða. Það fáa sem fannst í safninu af því tagi mun hafa borist þang- að meira fyrir tilviljun með skjalaskilum. Landsskjalasafnið flutti 1908 í nýbyggt safnahús við Hverf- isgötu. Fyrstu lög um Þjóðskjalasafn voru samþykkt 1915 og nafni safnsins breytt. Þá heyrði það undir Stjórnarráð Íslands sem gaf út nýja reglugerð 1916 (Þjóðskjalasafn Íslands, 2008). Er það enn í dag eina gilda reglugerðin, hún hefur ekki verið endurskoðuð og tillaga að nýrri reglugerð hefur legið óaf- greidd í ráðuneyti safnsins frá árinu 2000. Mjög hafði þrengt að landsskjölunum á Hverfisgötunni og gripið hafði verið til þess ráðs að leigja fjargeymslur undir þjóðararfinn. Ástandið var afar slæmt og árið 1981 skilaði nefnd um málefni safnsins áliti sínu, þar sem fram kom að mikið af skjölum, komin á skilaskyldu, hefðu hlaðist upp í stofnunum og lægi við glötun. Ekki væri hægt að una þessu lengur, þjóðin yrði að búa betur að sögu sinni. (Þjóðskjalasafn Íslands, 2008). Þá var húsnæði safnsins löngu sprungið og ekki hægt að taka við skjölum. Árið 1985 voru samþykkt ný lög um Þjóðskjalasafn og fest kaup á húsum Mjólkursamsöl- unnar við Laugaveg. Þrátt fyrir þær umbætur er staða safnsins ennþá mjög erfið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.