Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 18
18 Bókasafnið 39. árg. 2015 með tilliti til forvera núverandi stofnana eða þeirra sem störf- uðu fyrir samruna og aðrar tíðar breytingar í stjórnsýslunni, og einnig með tilliti til núverandi stofnana sem staðið hafa nær óbreyttar frá byrjun. Með þessa löngu sögu í huga hafði rann- sóknin tvo tímaramma, annan sem miðaðist við rannsóknar- tímann frá upphafsári 2010 og til birtingar niðurstaðna 2013, og hinn sem miðaðist við upphafstíma íslensku skjalamyndar- anna og til dagsins í dag. 3.2 Úrvinnsla gagna Úrvinnsla gagna fór fram með orðræðugreiningu, textagrein- ingu og tölfræðigreiningu. Viðtölin voru skráð orðrétt niður, alls 150 blaðsíður. Mótað var nýtt sex laga greiningarsnið með hugmyndafræði Michel Foucault (1980) um orðræðu í huga og út frá greiningarsniði Rosalind Gill (2000) fyrir orðræð- ugreiningu: 1. Gögnum safnað 2. Gögnin lesin 3. Gögnin greind 4. Flokkun gagnagreiningar 5. Endurgreining gagna 6. Birting niðurstaðna Rannsóknargögnin voru þaullesin, þeim skipt kerfisbundið niður í textadæmi innan munstra sem komu fram við lestur- inn. Leitað var eftir ríkjandi orðræðu og fundin þrástef, mót- sagnir, rof og andstæður, með rannsóknarspurningar og markmiðin stöðugt í huga (Gill, 2000; Kristín Björnsdóttir, 2003; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2006). Nánar má lesa um greiningarsniðið í lokaverkefni höfundar (Þórunn Erla Sig- hvats, 2013) og rafrænt í Skemmunni. Um orðræðugreiningu segir að um nokkra tugi ólíkra að- ferða sé að ræða og hvatt er til þess að skoða ávallt orðræð- una í ljósi þess umhverfis og stofnana sem hún fer fram í (Fo- ucault, 1980; Gill, 2000; Kristín Björnsdóttir, 2003). Hvað þetta varðar fór öll gagnaöflun fram í réttu umhverfi þátttakenda. Þannig næst innra réttmæti rannsókna (Kvale og Brinkman, 2009). Fyrir megindlega hluta rannsóknarinnar var spurninga- könnuninni beint sérstaklega til sérfræðinga á skjalasöfnum stofnananna, þekking á heimasafni og tengsl við Þjóðskjala- safn voru til viðmiðunar. Eftir innköllun og ítrekun í janúar 2012 bárust 18 svör, eða 66,7% svörun. Í töflu 2 (á bls. 19) má sjá hverjir svöruðu og hverjir ekki. Spurningalistinn var langur og ítarlegur. Hann skiptist í sex hluta með samtals 65 spurningum (stytt): 1 Almennt efni (7), 2 Skipulag og stjórnun (9), 3 Geymslur og öryggi (12), 4 Skrán- ing og aðgengi (14), 5 Þjóðskjalasafn Íslands (13) og 6 Ýmis- legt (10). Hugað var að uppbyggingu spurningalistans svo að hann yrði ekki of íþyngjandi (Þorlákur Karlsson, 2003). Breytilegt var hvort svara þurfti öllum spurningunum en meiri hluti þeirra var já og nei spurningar og krossaspurningar voru átta (kross- að við kvarða). Krafist var textasvara við 13 spurningum og fór úrvinnsla þeirra fram með textagreiningu, lesið var í textann, fundin munstur, andstæður, samstæður og tengsl við aðrar niðurstöður (Kristín Björnsdóttir, 2003; Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson, 2006). Spurningalistinn var forprófaður af tveimur völdum aðilum, annar var landfræðingur með langa starfs- reynslu og hinn sérfræðingur í Þjóðskjalasafni. Í bréfi til þátttakenda með spurningakönnuninni voru út- skýringar til að tryggja samræmi í skilningi og túlkun á orðum og umgjörð rannsóknarinnar (Þórunn Erla Sighvats, 2013). Ráðuneytin Fjöldi Valið úrtak fyrir spurningakönnun: Forsætisráðuneytið 1 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. efnahags- og viðskiptaráðuneytið 1 Hagstofa Íslands. Fjármálaráðuneytið 2 Framkvæmdasýsla ríkisins, RARIK. Iðnaðarráðuneytið 2 Landsvirkjun, Orkustofnun. Innanríkisráðuneytið 8 Flugmálastjórn Íslands, Landhelgisgæslan, Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóri, Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa, Vegagerðin, Þjóðskrá Íslands. Mennta- og menningarmálaráðuneytið 3 Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Þjóðminjasafn Íslands. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 2 Hafrannsóknastofnunin, Veiðimálastofnun. umhverfisráðuneytið 8 Landgræðsla ríkisins, Landmælingar Íslands, Mannvirkjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands. utanríkisráðuneytið 0 Velferðarráðuneytið 0 Tafla 1. Ráðuneyti Stjórnarráðs Íslands, stofnanir og ríkisfyrirtæki sem valin voru í úrtak fyrir spurningakönnun sem meintir skjalamyndarar landfræðilegra gagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.