Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 31
31
Stefna Háskóla Íslands um opinn aðgang:
Aðdragandi og viðhorf akademískra starfsmanna háskólans
Áslaug Agnarsdóttir er bókasafnsfræðingur og starfar sem sviðsstjóri þjónustu og samskipta við
Háskóla Íslands á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Opinn aðgangur (Open Access) er heiti yfir nýtt útgáfuform,
það er ákveðna aðferð við birtingu og dreifingu fræðilegs
efnis. Með hugtakinu „opinn aðgangur“ er átt við það að af-
rakstur vísindastarfs, sem kostaður er af opinberu fé, sé að-
gengilegur öllum á veraldarvefnum. Þar er fyrst og fremst um
að ræða rannsóknir sem unnar eru af fræðimönnum og sér-
fræðingum, meðal annars akademískum starfsmönnum há-
skóla og þeim sem hljóta styrki úr opinberum rannsóknar-
eða samkeppnissjóðum. Venjulega er hugtakið „opinn að-
gangur” notað um birtingu tímaritsgreina, sjaldnar um bækur,
skýrslur og annað efni. Helsti tilgangur opins aðgangs er að
miðla þekkingu en höfundarréttur breytist hvorki né skerðist.
Opinn aðgangur (eða OA) hefur nú verið til umræðu hér-
lendis í þó nokkurn tíma en enn eru skiptar skoðanir um þetta
form og það hefur átt erfitt uppdráttar innan fræðasamfélags-
ins. Samanborið við mörg nágrannalönd okkar hefur hug-
myndin um opinn aðgang verið lengi að skjóta rótum hér á
landi en hefur þó hlotið aukinn meðbyr á undanförnum mán-
uðum. Þeir fræðimenn, sem aðhyllast birtingu í opnum að-
gangi, eru víðast hvar erlendis í miklum meirihluta.
Opinn aðgangur er fyrst og fremst hagsmunamál háskóla
og fræðimanna. Opinn aðgangur kemur þó einnig almenn-
ingi að notum og getur sparað bókasöfnum mikil fjárútlát.
Síðan hreyfingin um opinn aðgang hófst fyrir alvöru á tíunda
áratugi síðustu aldar hafa margir háskólar á Vesturlöndum og
víðar mótað stefnu um opinn aðgang. Sama á við um ýmis
vísindaráð og aðra sem veita styrki til rannsókna, til dæmis
Rannís. Undanfarið hefur reyndar verið tilhneiging til að tala
um opin vísindi í stað opins aðgangs. Evrópusambandið álykt-
aði til dæmis um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum
2008 og breytti nýverið stefnu sinni í stefnu um opin vísindi.i Í
október 2012 skrifaði Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka-
safn undir Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang. ii
Vísinda- og tækniráð, sem mótar opinbera stefnu í vísindum
og tækni á Íslandi, setti eftirfarandi klausu um opinn aðgang í
stefnu sína fyrir 2010-2012: „Niðurstöður rannsókna koma að
takmörkuðu gagni séu þær ekki aðgengilegar þeim sem vinna
að rannsóknum eða nýsköpunarverkefnum.“iii Þar er líka gerð
krafa um að niðurstöður rannsókna sem njóta opinberra
styrkja verði birtar í opnum aðgangi og að mótuð verði opin-
ber stefna þar að lútandi. Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís),
sem hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði
rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi
og starfar náið með Vísinda- og tækniráði, hefur kynnt reglur
um opinn aðgang sem tóku gildi í janúar 2013. iv
Nefna má grein eftir Ian Watson og Guðmund Á. Þórisson
sem birtist í Samtíð: tímariti um samfélag og menningu í janúar
2013. v Greinin er yfirlitsgrein og fjallar um íslensk tímarit og
opinn aðgang. Farið er yfir það hve mörg tímarit eru gefin út í
opnum aðgangi á Íslandi og byggir rannsóknin á könnun sem
gerð var í september 2013. Höfundar segja niðurstöðurnar
hafa komið sér þægilega á óvart. Í greininni segir að 51 fræðirit
hafi verið skoðað og af þeim hafi sextán verið alveg opin og
greinarnar aðgengilegar á rafrænu formi á netinu um leið og