Bókasafnið - 01.06.2015, Page 32
32
Bókasafnið 39. árg. 2015
þær voru birtar. Tuttugu rit voru á bak við áskriftarvegg (grein-
ar aðeins aðgengilegar á prenti gegnum áskrift til bókasafna
og einstaklinga). Hin fimmtán ritin sem eftir eru gerðu greinar
sínar aðgengilegar á opinn hátt á rafrænu formi á netinu
eftir mislanga birtingartöf (e. embargo) eftir að prentútgáfan
kemur út.
Sólveig Þorsteinsdóttir birti grein í Sciecom Info 1 (2014)
um 969 greinar eftir íslenska vísindamenn sem voru birtar í
opnum aðgangi í erlendum vísindatímaritum árið 2013. Í heild
var opinn aðgangur að 305 erlendum vísindagreinum það ár
eða um 30%. Opinn aðgangur að vísindagreinum íslenskra
vísindamanna er minni en meðaltalið hjá öðrum þjóðum.
Grein Sólveigar byggði á leit í Web of Science gagnagrunn-
inum (WOS) og Directory of Open Access Journals (DOAJ).
Bent skal á að íslensku tímaritin í könnun Ians Watson og Guð-
mundar Þórissonar höfðu flest ekki fengið DOI auðkenni og
eru þar af leiðandi ekki að finna í WOS. vi
Aðeins tveir háskólar á Íslandi hafa samþykkt stefnu um
opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum starfsmanna sinna. Í
janúar 2012 samþykkti Háskólinn á Bifröst stefnu um opinn
aðgang, fyrstur íslenskra háskóla. (Sú stefna var hins vegar
ekki birt á vef skólans fyrr en í maí 2012.)vii Í nóvember 2011
setti Háskóli Íslands saman starfshóp með fulltrúa frá hverju
fræðasviði. Hópurinn skyldi skila drögum að stefnu um opinn
aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum fyrir há-
skólann fyrir 1. apríl 2012. Í hópinn voru valin Eiríkur Rögn-
valdsson (Hugvísindasviði), sem var formaður hópsins, Elín
Soffía Ólafsdóttir (Heilbrigðisvísindasviði), Gunnhildur Björns-
dóttir (Menntavísindasviði), Jóhanna Gunnlaugsdóttir (Félags-
vísinda sviði) og Viðar Guðmundsson (Verkfræði- og náttúru-
vísindasviði). Einnig átti undirrituð sæti í hópnum sem fulltrúi
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Með hópnum
starfaði Baldvin Zarioh deildarstjóri á Vísindasviði.
Í þessari grein verður stefnumótunarferlið rakið og gerð
grein fyrir viðbrögðum akademískra starfsmanna Háskólans
við fyrirhugaðri stefnu.
Hópurinn hittist fyrst snemma árs 2012 og fundaði eftir það
nokkuð oft. Hann kynnti sér stefnu ýmissa annarra háskóla,
bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, því langflestir há-
skólar á þeim slóðum voru þegar búnir að móta sér stefnu um
opinn aðgang. Ákveðið var að hafa stefnu Harvard-háskóla
sem fyrirmynd. Starfshópurinn lauk störfum á tilskildum tíma
og drögum að stefnu var skilað til Vísindasviðs í lok mars sama
ár. Það var þó ekki fyrr en tæpum tveimur árum síðar að end-
anleg stefna var samþykkt af háskólaráði, nánar tiltekið 6.
febrúar 2014, og skyldi hún taka gildi 1. júlí 2014.
Á fundum starfshópsins ríkti almennt einhugur um áherslu-
atriði stefnunnar og gekk hratt og vel að semja drög sem allir
voru sáttir við. Drögunum fylgdu tillögur og ábendingar frá
starfshópnum um nokkur atriði sem honum þótti nauðsyn-
legt að tekið yrði tillit til. Þær náðu til óhjákvæmilegs kostn-
aðar sem kæmi til og bent var á að háskólinn yrði að móta
reglur um hvernig sá kostnaður yrði greiddur og tryggja fé til
þess. Einnig var bent á að höfundarréttarmál væru oft flókin
Stefna Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum
ásamt verklagsreglum
Rætt á 10. háskólaþingi 19. apríl 2013 og samþykkt í háskólaráði 6. febrúar 2014.
Háskóli Íslands leggur áherslu á að sem flestir geti notið afurða þess vísindastarfs sem unnið er innan háskólans. Há-
skólinn hvetur því starfsmenn til að birta fræðigreinar sínar á vettvangi þar sem aðgangur er opinn, svo sem í tímaritum
í opnum aðgangi, safnvistun, forprentagrunnum, eða á annan hátt. Stefna Háskóla Íslands um opinn aðgang tekur ekki
til bóka eða bókarkafla.
Starfsmenn skulu veita vísinda- og nýsköpunarsviði án endurgjalds rafrænan aðgang að lokaútgáfu vísindagreina
sinna ekki seinna en við birtingu. Þetta má gera með því að afhenda greinarnar á viðeigandi formi (svo sem PDF), senda
krækju á veffang opins aðgangs að greinunum, eða á annan viðeigandi hátt. Háskóla Íslands er heimilt að vista greinarn-
ar og gera þær aðgengilegar í opnu rafrænu varðveislusafni. Gildir þetta um allar vísindagreinar ritaðar af starfsmönnum
háskólans, einum eða með fleiri höfundum, á þeim tíma sem þeir eru ráðnir við háskólann.
Undanskildar eru vísindagreinar sem lokið var við fyrir gildistöku þessarar samþykktar og greinar sem vinna var hafin
við fyrir gildistökuna og um gilda skilmálar sem ekki falla að samþykktinni.
Vísinda- og nýsköpunarsvið er jafnframt heimilt að undanskilja einstakar vísindagreinar frá samþykktinni, eða seinka
birtingu þeirra um tiltekinn tíma, beri viðkomandi starfsmaður fram rökstudda skriflega ósk þess efnis, sbr. verklags-
reglur þar um.
Afrakstur vísindastarfs innan Háskóla Íslands kemur einnig fram í lokaverkefnum stúdenta, bæði í grunn- og fram-
haldsnámi. Skólinn leggur áherslu á að þessi verkefni séu gerð öllum aðgengileg eftir því sem kostur er. Um rafræn skil
lokaritgerða gildir samþykkt háskólaráðs frá 21. febrúar 2008 og viðeigandi ákvæði í reglum Háskóla Íslands.
Vísinda- og nýsköpunarsvið ber ábyrgð á túlkun stefnu og verklagsreglna um birtingar í opnum aðgangi, lausn ágrein-
ingsmála og gerir tillögu um endurbætur þegar við á. Kennslusvið ber ábyrgð á túlkun og lausn ágreiningsmála þegar
um lokaverkefni stúdenta er að ræða.
Stefna þessi og viðeigandi verklagsreglur verða endurskoðuð innan þriggja ára og greinargerð um framkvæmdina
kynnt fyrir háskólaráði.