Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 40

Bókasafnið - 01.06.2015, Síða 40
40 Undir lok árs 2014 urðu þau tímamót að lýsigögn úr menn- ingarsögulega gagnasafninu Sarpi voru tengd inn í safnagátt- ina leitir.is. Verkefnið átti sér nokkra forsögu og verða henni gerð skil hér auk þess sem sagt verður frá verkefninu sjálfu í stuttu máli. Haustið 2013 tók gildi samningur Landskerfis bókasafna hf. (Landskerfið) við Rekstrarfélag Sarps (Rekstrarfélagið) en hið síðarnefnda hafði árinu áður óskað eftir samstarfi við Lands- kerfið. Rekstrarfélagið stóð þá á tímamótum, en fráfarandi framkvæmdastjóri var að hætta störfum og þótti stjórn félagsins tímabært að skoða nýjar leiðir við reksturinn. Eftir- Rúmlega milljón aðföng úr Sarpi í leitir.is: Samstarf Landskerfis bókasafna og Rekstrarfélags Sarps sóknarvert þótti að komast í samstarf við Landskerfið og njóta góðs af þekkingu félagsins á notendaþjónustu og rekstri upplýsingatæknikerfa og ekki síður áralangri reynslu aðildarsafna Gegnis varðandi stöðlun og gæðaeftirlit skrán- ingar. Stjórn Landskerfisins sá að samstarf félaganna gæti greitt fyrir því að Sarpur kæmi inn í safnagáttina leitir.is líkt og nú er orðið og réð það miklu um afstöðu félagsins. Í samningi félaganna er kveðið á um að Landskerfið taki að sér daglegan rekstur, fjármál og stjórnun Rekstrarfélagsins, svo sem samningagerð, starfsmannahald, aðstoð við áfram- haldandi kerfisþróun Sarps auk aðstoðar við notendaþjón- Sveinbjörg Sveinsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna hf. frá árinu 2006 og frá árinu 2013 hefur hún jafnframt verið framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Sarps. Hún er menntuð sem rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands (CS) og Technische Hochschule Darmstadt (Dipl. Ing.). Hún er jafnframt vottaður IPMA verkefnastjóri (B-vottun) og hefur lagt stund á nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Telma Rós Sigfúsdóttir er vefstjóri hjá Landskerfi bókasafna hf. og hefur umsjón með safnagáttinni leitir.is. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2006 og sinnt þjónustu og kennslu tengdri Gegni, krækjukerfinu SFX og leitir.is. Hún er menntuð sem bókasafns- og upplýsingafræðingur (BA og Bibliotekar DB) frá Danmarks Biblioteksskole í Kaupmannahöfn og kennari (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Trausti Traustason er fagstjóri Sarps og hefur verið starfsmaður Rekstrarfélags Sarps frá árinu 2013. Hann er með próf í safnafræðum (MA) frá Háskólanum í Leicester, próf í sagnfræði (BA) frá Háskóla Íslands og diplóma í margmiðlunarhönnun (AP) frá Köbenhavns Tekniske Skole.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.