Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 47
47 (2003) og eru söfn sýnishorna sem eru flokkuð, skráð, skipu- lögð og gerð aðgengileg eins og safnkostur bókasafna. Sýnis- hornin eru rétt eins og texti eða myndir, heimildir sem geta átt heima innan um hefðbundið bókasafnsefni, enda eru efnis- söfn á erlendum málum kennd við bókasöfn og kölluð efnis- bókasöfn (material bibliotek/materials library). Það eru einkum tvær tegundir til af efnissöfnum sem falla að skilgreiningu Martling Palmgrens og Schmits. Annars vegar eru það einkafyrirtæki, starfandi á markaði sem selja aðgang að sínum safnkosti og hins vegar eru það efnissöfn fyrir skóla sem heyra þá undir bókasafnsþjónustu þeirra. Það er ekki óal- gengt að skólar og fyrirtæki eigi vísi að eigin efnissöfnum fyrir nemendur og starfsfólk, þannig að í víðum skilningi má finna efnissöfn á mörgum stöðum. Fyrsta formlega efnissafnið var stofnað 1994 í Kuopio Academy of Design í Finnlandi, en skól- inn hafði þá lengi safnað efnissýnishornum og átt vísi að óformlegu efnissafni. Efnissafnið við Konstfack, listaháskólann í Stokkhólmi var stofnað 2004. Árið 1998 var Material ConneXion stofnað í New York, einkarekið fyrirtæki sem hefur síðan fært út kvíarnar til Evrópu. Fyrsta evrópska einkarekna efnissafnið, MatériO var stofnað í París 2002, en 2001 hafði verið stofnað í Frakklandi efnissafn sem var fjármagnað af opinberum aðilum, Innovathéque (Berggren, 2006). Fleiri efnissöfn hafa verið byggð upp, en þeirra verður ekki getið hér. Hér á landi er ekkert efnissafn, enn sem komið er. Ráðstefnan í Reykjavík Fyrirlesarar á ráðstefnu ARLIS/Norden komu frá Norðurlönd- unum, Bretlandi og Frakklandi. Aðalfyrirlesarinn var elodie Ternaux aðstoðarsafnstjóri efnissafnsins MatériO í París. MatériO sérhæfir sig í að safna og veita hönnuðum og fram- leiðendum aðgang að yfirgripsmiklu gagnasafni og mismun- andi efnisprufum. Í fyrirlestrinum fjallaði Elodie um það sem hún kallar „materiology“, og það hvernig efni og efnissöfn geta verið öflugt tæki fyrir skapandi fagfólk. Hún lagði áherslu á fjölbreytni og nýjungar, það er alltaf verið að útbúa ný efni og finna nýja möguleika fyrir það sem fyrir er. Efni sem áður hefur verið notað í ákveðnum tilgangi fær allt í einu nýtt hlut- verk og er notað í framleiðslu hluta sem engum hefur dottið í hug áður. Í tæknivæddum heimi nútímans er mikið lagt upp úr endingu, umhverfisvernd og að efnið þjóni tilgangi sínum. Elodie sagði okkur lifa í heimi endalausra valmöguleika, hvað varðar efni og tækni. Efnissöfn væru staður innblásturs, þekk- ingar og sköpunargleði, og væru vettvangur til að leiða saman framleiðendur og viðskiptavini safnanna. MatériO (http:// www.materio.com) er staðsett í París, Prag og Brussel. Aðrir fyrirlesarar voru Sandra gonon arkitekt hjá KADK í Kaupmannahöfn (Det Kongelige Danske Kunstakademis Skoler for Arkitektur, Design og Konservering https://kadk. dk/). Sandra fjallaði um náttúruleg efni í tengslum við hönnun og arkitektúr. Hún lýsti frumkvöðlaverkefnum nemenda í notkun náttúrulegra efna og stuttlega um reynsluna af því að setja upp efnis-rannsóknastofu á KADK. elsa Modin er list- og bókasafnsfræðingur hjá Hasselbladstiftelsen í Gautaborg (http://www.hasselbladfoundation.org), einu stærsta ljós- myndabókasafni Svíþjóðar. Hún lýsti því hvernig hægt væri að njóta bókar sem listaverks („... enjoy the book as a piece of art“) með því að fá tilfinningu fyrir hönnun og gerð bókar, það er bókbandi, pappír, stafagerð, ljósmyndum, litrófi og fleiru. Lisa Martling Palmgren er list-bókasafnsfræðingur og verk- efnisstjóri hjá Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi (http:// www.kkh.se/). Lisa sagði frá reynslunni af því að byggja upp efnisbókasafn frá grunni þegar hún var forstöðumaður bókasasafnsins við Konstfack. Hún lýsti ánægjunni með að vinna með nemendum og hvernig þeir nýttu sér efnissafnið. Lisa fjallaði um nokkur útskriftarverkefni síðustu fimm ára og lauk fyrirlestrinum með frásögn af ferð sinni til Japans. Jessica Lertvilai er fræðimaður um efni „material researcher“ hjá Materilals & Products Collection for Central Saint Martins and London College of Fashion, University of Arts í London (http:// www.arts.ac.uk/study-at-ual/library-services/collections-and- archives/central-saint-martins). Jessica sagði frá uppbygg- ingu efnissafns við skólann og hvernig efnissöfn auka mögu- leika almennt í hönnun. Þá kynnti Hjörleifur Stefánsson arkitekt gamla íslenska byggingarhefð með torfi og grjóti. Í erindi Hjörleifs kom meðal annars fram að íslensku torfbæ- irnir væru einstakir því þeir væru unnir eingöngu úr náttúru- legum efnum og væru því hluti af landslaginu. Ráðstefnugestir heimsóttu einnig starfandi listamenn og hönnuði bæði við Grandagarð og í Kvosinni og skoðuðu verk þeirra og efnisval. Þar vakti ýmislegt athygli eins og til dæmis hvernig nota má þang í skartgripagerð. Lilja Árnadóttir sér- fræðingur í Þjóðminjasafni Íslands leiddi gesti um sýninguna Silfur Íslands í Þjóðminjasafninu og Birgitta Spur stofnandi og fyrrverandi safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar sagði frá sögu safnsins. Síðasta dag ráðstefnunnar skoðuðu gestirnir ís- lenskan efnivið, landslag, náttúru, jarðhitasvæði og hraun á Suðurlandi. Þátttakendur komu frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi, auk Íslands. Ekki var annað að sjá og heyra en að al- mennt teldu ráðstefnugestir fyrirlestra áhugaverða og fræð- andi. Það átti þó ekki síst við okkur íslensku þátttakendurna því þarna var kynnt starfsemi sem ekki er til hér á landi. er þörf fyrir efnissöfn? Í viðtali við Lisu Martling Palmgren sem þá var forstöðumaður bókasafnsins í Konstfack, eins stærsta listaháskóla Svíþjóðar segir hún að hugmyndin um að stofna efnissafn hjá Konstfack hafi orðið til vegna þarfar, nemendur höfðu þörf fyrir að þekkja mismunandi efni. Það var ljóst að bækur nægðu ekki og það var ekki nóg að skoða myndir, það þurfti að vera hægt að snerta og finna. Oliver Schmidt, iðnhönnuður sem vann með Lisu að uppbyggingu efnissafnsins, þekkti þörf atvinnu- lífsins fyrir vettvang þar sem framleiðendur og notendur gætu mæst og hann lagði ríka áherslu á mikilvægi samskipta þess- ara aðila (Berggren, 2006). Þekking á efni er nauðsynleg öllum þeim sem vinna við að skapa áþreifanlega hluti. Haustið 2010 fóru tveir starfsmenn af bókasafni Tækni- skólans – skóla atvinnulífsins að skoða bókasöfn í Danmörku og Stokkhólmi. Þeir heimsóttu meðal annars bókasafnið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.